Hugur - 01.06.2011, Síða 156

Hugur - 01.06.2011, Síða 156
154 Ritdómar sínum. Á það ekki hvað síst við hér. Atli segir m.a.: „Sjálfum finnst mér öll hug- hyggja afar ótrúleg og á erfitt með að taka hana alvarlega." (104) Áður var bent á að í inngangi verksins eru pragmatismi og hughyggja skilgreind sem „undarlegar heimspekistefnur". En hvað felst í þess- um undarlegheitum? Þær sldlgreiningar á hughyggju og pragmatisma sem lagðar eru til grundvallar eru á þessa leið: Hughyggju er stundum lýst sem kenn- ingu um að veruleikinn sé fyrst og fremst andlegs eðlis og það efniskennda sé aðeins til sem skynjanir, reynsla eða hugsun. [...] eitt helsta samkenni hug- hyggjumanna er að þeir telja að mörk hins raunverulega falli saman við mörk hins þekkjanlega, að það sem hugurinn nær ekki tökum á sé ekki til. (32-33) Samkvæmt þessari speki [þ.e. pragmat- isma] merkir orðið „satt“, þegar það er haft um skoðun eða kenningu, nokkurn veginn það sama og „nothæft“ eða „gagnlegt". (33) Ekki verður gerð tilraun til að meta sann- gildi eða nákvæmni þessara fullyrðinga hér, lesendum Hugar er treyst til að gera það á eigin spýtur. En í staðinn má spyrja að hvaða leyti hughyggja og pragmatismi séu ósamrýmanleg efahyggju samkvæmt því sem höfundur I sátt við óvissuna held- ur fram. Ef litið er nánar á málið þá virð- ist sem sáttin við óvissuna hvíli sjálf á bjargföstum grunni. Grunni sem Atli virðist ekki telja að efahyggja geti hvikað og sé í raun grundvallarforsenda þess að efahyggja sé yfirhöfuð möguleg. Þessi grunnur er hluthyggja um veruleikann og samsvörunarkenning um sannleikann. Olíkt „heilbrigðri skynsemi“ og veraldar- hyggju bjóða hughygga og pragmatismi upp á leiðir til að efast um þennan grunn. Því er haldið fram að ,,[u]m leið og gert er ráð fyrir hluthyggju um veruleikann og samsvörunarkenningu um sannleika er efahyggju gefinn laus taumur" (31). Það verður hinsvegar ekki séð að um nauðsyn- lega eða nægjanlega forsendu fyrir efa- hyggju sé að ræða. Hér komum við að því sem verður að kalla mesta ljóðinn á I sátt við óvissuna, þ.e.a.s. hversu hratt höfund- urinn sópar til hliðar þeim valkostum, sem óneitanlega eru í boði, fyrir utan hlut- hyggju um veruleikann og samsvörunar- kenningu um sannleikann. Tökum sem dæmi þessi orð höfundar um hluthyggju og samsvörunarkenninguna: „Nú eru þessar tvær forsendur sem efahyggja gerir yfirleitt ráð fyrir svo sem ekki miklar kenningar“ (31). Þannig er látið að því liggja að um augljós sannindi sé að ræða sem óþarfi sé að velta mikið meira fyrir sér. Slík nálgun samræmist ekki því mark- miði bókarinnar að vera inngangur að heimspekilegri þekkingarfræði. Auk þess er athyglisvert að höfundur slær hér þann varnagla að „yfirleitt" geri efahyggja ráð fýrir hluthyggju og samsvörunarkenningu. En ef litið er til verksins í heild þá er hvergi gerð grein fyrir þeirri efahyggju sem myndi byggja á öðrum forsendum. Boðskapur verksins til lesenda virðist því vera sá að ef þeir vilja tileinka sér og beita efahyggju þá verði þeir að gjöra svo vel og samþykkja hluthyggju um veruleikann og samsvörunarkenningu um sannleikann og að þær efasemdir sem velt er upp gagnvart þessum kenningum eru túlkaðar sem árásir á „efahyggju“ og tilraunir til að komast að öruggri vissu. Það er í því ljósi sem gerð er grein fyrir pragmatisma og hughyggju í texta /sátt við óvissuna. Litið er svo á að upphaflega hafi þær komið fram sem svar við efahyggju, eða leið til að „þagga niður í efanum“ (32). Hughyggjan grefur undan hluthyggju um veruleikan og pragmatisminn grefur undan samsvör- unarkenningu um sannleikan. Ein leið til að meta verðleika þessa viðhorfs er að framkvæma þá hugartilraun hvort það sé mögulegt að ímynda sér karl eða konu, sem annað hvort neitar hluthyggju um veruleikann eða samsvörunarkenningu um sannleikann, nú eða báðum, en er engu að síður staðföst í efahyggju sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.