Alþýðublaðið - 04.02.1924, Blaðsíða 1
tki etf .Alþýðullokikiraza
1924
Mánudaglnn 4. febrúar.
29 tðlublað.
Erlend símslejti
Khöfn, 1. feb'r.
Verzlan Norðmanna.
Frá Kristjanfn er símað: Ut-
flutningur Nordmanna á árinu,
sem leið, hefir numið 831,7 millj.
krónum, en innfluttar vörur
1350 mitljónum.
Khöfn, 2. febr.
Báðstjórnin rússneska viðor-
kend.
Opinbera tilkynningu heflr brezka
stjórnin gefið út um það, að htín
hafi viðurkent rússnesku ráðstjórn-
ina að lögum (de jure) og mælst
til þess, að hún sendi fulltrtía sína
til Lundúna til þess að semja við
ensku stjórnina um öll vafamál,
Bém eru milli ríkjanna.
Yenizelos beiðist laasnar.
Frá Aþenuborg er símað: Veni-
zelos forsætisráðherra hefir beiðst
lausnar frá stjórnarstörium, en 1
siðar heitið að gegna þeim áfram,
meðan heilsa hans leyfi nokkurn
veginn.
Khöfn, 8. febr.
Frá Rássuni og Bretam.
Frá Lunddnum er símað: í orð-
sendingu ensku stjórnarinnar til
ráðstjórnarinnar er það talið skil-
yrði fyrir viðurkenningu á ráð-
stjórninni, að hætt sé öllum undir-
róðri fyrir efiingu ráðstjórnarstefn-
unnar í Engiandi, ef vinátta eigi
að verða milli ríkjanna, Etísslands
og Bretlands.
Franska blaðið >Le Temps< full-
yrðir, að Ramsay MaáDonáld hafi
tekist, áður en hann viðurkendi
Btjórnina, að trýggja sér ýms fríð-
indi, svo sém það, að Rússar bæti
enskum borgurum upp skaða þana,
er þeir hafa Orðið fyrir í Rúas-
íandi.
Ny kðko- og brauð^sOloMð
>'-''¦' ......:. j.
er ópnuð á horninu á Frakkastig og Grettisgötu 26. Flestallár kökur
og brauðtegundir seijast miklu ódýrara en annars staðar.
Eomlð strax og reynið!
Italir Tiðarkenna ráðstjórn-
fna rússneska.
Eftir langvinna samninga hefir
ítalska stjórnin að því, er fréttir
frá R6m herma, viðurkent ráð-
stjórnina rtíssnesku að lögum (de
jure) gegn því, að ítalir fengju
ýms mikilsverð sérréttindi í Rtíss-
landi.
Wllson Teikur,
¦Wilson fyrrum Bandarfkjaforseti
líggur fyrir dáuðanum. Neðri deild
þingsins í Washington hefir frestað
fundum sínum um sinn í virðing-
arskyni við hinn sjúka.
Hneykslið í Bandaríkjanam.
Pyrstu réttárhöld í olíuhneyksl-
ismálinu í Bándaríkjunum hafa ntí
farið frarh og hafa leitt i ljós, að
fjöldi nafnkunnra stjórnmálamanna
er riðinn við málið og heflr þegið
mútur af félaginu, þar á meðal
W. G. McAdoo, sem var fjármála-
ráðherra í stjórn "Wilsons (og er
tengdasonur hans) og Lindley M.
Garrison, fyrrv. hermálaráðherra (í
stjórn Wilsons 1913—16). Hafa
þeir föngið 250.000 dollara hvor
hjá félaginu. Hinn opinberi ákær
andi ríkisins er einnig flæktur í
þetta hneykslismál og heflr orðið
að segja af sér.
Þingmálafundurinn
á ísaflrði.
(Eftlr símtali 2. febr.)
Sigurjón Jónsson >þingmaður«
boðaði tíl þlngmálafundar i gær-
kveldi (föstud. 1. febr.) og byrj-
aði fundinn með því að setja
fundarstjóra Jón nokkurn Bryn-
jólfsoon. En fnndarmenn undu
því ekki ogr kusu til fuodarstjóra
Flnn Jónsson póstmeistara, en
hoiðu að engu mótmæli fundir-
boðanda.
Tiliaga kom fram um að breyta
d&gskránni þannig, að kjördæma-
málið kæmi fyrst til umræða, og
var húo samþykt. Undk umræð-
unum komþað í ljós, að á ferð-
inni væri vantranstsyfirlýslng á
>þingmannion«, Sigurjón Jónsson,
Ærðist hann þá og hótaði öllu
illu,, að reka tnndarmenn út,
slökkva ljósin o. s. frv., ef til-
lagan kæmi fram. Hann hefði
borgað húsnæðið og kvaðst eiga
ráð á því. Tll þess að forðast
vandræði og mótmæla ósvifni og
ofsa fundarboðanda gengu þeh*
þá af fundi, er fá vildu tlllöguna
borna upp, og aðrlr, er henni
voru fylgjandi, og voru það þrír
fjórðu hlutar tundarmanna. Sátu
þá ettlr 50—60 menn og hópur
af ungiingum og börnum, er inn
þyrptist, er kjósendur gengu út.
Brjóstheilindi höfðu þeir, sem
eftir sátu, til að bera upp tillögu
um afnám landsverzlunar. Var
hún að vfsu samþykt með 6(!)
samhrjófia atkvæðum. Ofbauð
ollum ofsi og ósvifni íundarboð-
andans, hlns svo kallaða >þing*
mannsc, énda þekkjast ekki
dæmi annars eins á ísafirði, ekki
einu sinnl úr þingmannssögu
Jóns Auðunnar, sem oft fór þó
ófarlr miklar á fundum.