Alþýðublaðið - 04.02.1924, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 04.02.1924, Qupperneq 1
CS-etS® llt fBtf Alþýdnílokbimi? Erlend símskejti. Khöfn, í. febr. Yerzlun Norðmanna. Frá Kristjanfu er símað: Ut- flutningUr Norðmanna á árinu, sem leið, hefir numið 831,7 mlllj. krónum, en innfluttar vörur 1350 milljónum. Khöfn, 2. febr. Báðstjórnin rússneska viðnr- kend. Opinbera tilkynningu hefir brezka stjórnin gefið út um bað, að hún hafi viöurkent rússnesku ráðstjórn- ina að lögum (de jure) og mælst tii þess, að hún sendi fulltrúa sína til Lundúna til þess að semja við ensku stjórnina um öll vafamál, Bem eru miili ríkjanna. Yenizelos beiðist lansnar. Frá Aþenuborg er símað : Veni- zelos forsætisráðherra hefir beiðst lausnar frá stjórnarstöríum, en 1 síðar heitið að gegna þeim áfram, meðan heilsa hans leyfi nokkurn veginn. Khöfn, 3. febr. Frá Rússnm og Bretnm. Frá Lundúnum er símað: í orð- sendingu ensku stjórnarinnar til ráðstjórnarinnar er það talið skil- yrði fyrir viðurkenningu á ráð- stjórninni, að hætt sé öllum undir- róðri fyrir efiingu ráðstjórnarstefn- unnar í Englandi, ef vinátta eigi að verða milli ríkjanna, Bússlands og Bretlands. Franska blaðið >Le Temps< fuil- yrðir, að Ramsay MacDonaid hafi tekist, áður en hann viðurkendi Btjórnina, að tryggja sér ýms fríð- indi, svo sem það, að Rússar bæti enskum borgurum upp skaða þann, er þeir hafa orðið fyrir í Rúss- landi. Italir viðnrkenna ráðstjórn- Ina rússneskn. Eftir langvinna samninga hefir ítalska stjórnin að því, er fréttir frá Róm herma, viðurkent ráð- stjórnina rússnesku að lögum (de jure) gegn því, að ítalir fengju ýms mikilsverð sórréttindi í Rúss- landi. Wilson veiknr. ■Wilson fyrrum Bandaríkjaforseti Iiggur fyrir dáuðanum. Neðri deild þingsins í Washington hefir frestað fundum sínum um sinn í virðing- arskyni við hinn sjúka. Hneyksllð í Bandaríkjnnnm. Fyrstu réttarhöld í olíuhneyksl- ismálinu í Bandaríkjunum hafa nú farið fram og hafa leitt í ljós, að fjöldi nafnkunnra stjórnmálamanna er riðinn við málið og hefir þegið mútur af félaginu, þar á meðal W. G. McAdoo, sem var fjármála- ráðherra í stjórn Wilsons (og er tengdasonur hans) og Lindley M. Garrison, fyrrv. hermálaráðherra (í stjórn Wilsons 1913—16). Hafa þeir fengið 250.000 dollara hvor hjá félaginu. Hinn opinberi ákær andi ríkisins er einnig flæktur í þetta hneykslismál og heflr orbib ab segja al sér. Þin gmála fun d urinn á Isafirði. (Eftlr símtali 2. febr.) Sigurjón Jónsson >þingmaður< boðaði tii þingmálafundar i gær- kveldl (íöstud. 1. fóbr.) og byrj- aði fundinn með því að setja fundarstjóra Jón nokkurn Bryn- jóifsson. En fnndarœenn undu því ekki og kusu tll fuodarstjóra Finn Jónsson póstmeistara, en höfðu að engu mótœæli furd^r- boðanda. Tillaga kom fram um að breyta dagskránni þannig, að kjördæma- málið kæmi fyrst til umræðu, og var hún samþykt. Undir umræð- unum kom það í Ijós, að á ferð- inni væri vantraustsyfiriýsing á >þingm&nninn<, Sigurjón Jónsson, Ærðist hann þá og hótaði öliu illu, að reka tundarmenn út, slökkva ljósin o. s. frv., ef til- lagan kæmi fram. Hann hefði borgað húsnæðið og kvaðst eiga ráð á því. Til þess að forðast vandræði og mótmæla ósvífni og ofsa fundarboðanda gengu þeir þá af fundl, er fá vildu tillöguna borna upp, og aðrir, er henni voru fylgjandi, og voru það þrír fjórðu hlutar tundarmanna. Sátu þá eftir 50—60 menn og hópur af unglingum og börnum, er inn þyrptist, er kjósendur gengu út. Brjóstheilindi höfðu þeir, sem eítir sátu, til að bera upp tillögu um &fnám landsverzlunar. Var hún að vísu samþykt með 6(!) samhljóða atkvæðum. Ofbauð öllum ofsl og ósvífni fundarboð- andans, hins svo kallaða >þing- manns<, enda þekkjast * ekki dæmi annars eins á ísafírði, ekki einu sinni úr þingmannssögu Jóns Auðunnar. sem oft íór þó ófarir miklar á fundum. 1924 Mánudaginn 4. febrúar. 29 tölubiað. Ný köko- 08 branð'Sölnliúð er opnuð á horninu á Frakkastíg og Grettisgötu 26. Flestallar kökur og brauðtegundir seljast miklu ódýrara en annars staðar. Homið strax og reynið!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.