Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 338
336 Árbók VFÍ/TFÍ 2000/2001
þvert á ásstefnu, en greinilegt er að vægið veldur togspennunum. Staðsetning mestu spennu
virðist eiga sér stað við f]ær og nær enda ígræðlings, þar sem barkarbeinið er þynnst og þvert
á stefnu vægisáss. Spennyr í beinlími og ígræðlingi virðast ekki vera krítískar fyrir þessa
krafta. Mesta spennan í igræðlingi var 14% af brotspennu eða 73 MPa, en 6 MPa í bcinlími
eða 7% af leyfílegri spennu.
Þegar sett eru upp tilbúin álagstilfelli m.v. ISO10328 kemur bersýnilega í ljós hversu
mikil áhrif vægi hafa á mestu spennur og tognanir í bæði frauðbeini og barkarbeini. Einnig
má sjá að spennur verða meiri eftir því sem meira er skilið eftir af sköflunginum, þ.e.
aflimun á sér stað neðar. Prófaðar voru nokkrar uppsetningar af álagstilfellum, þ.e. kraftur
var breytilegur, staðsetningin og stefna hans var höfð breytileg og staða fótleggs við fót var
höfð breytileg. Staðallinn gefur til kynna að prófa eigi gervifætur með 4130 N krafti fyrir
hart efni undir þeirri uppsetningu sem hann þolir síst. Sé notast við þessi gildi þolir
frauðbeinið enga mögulega uppsetningu, en barkarbeinið myndi þola nokkurra sentimetra
frávik kraftverkunar frá snúningsmiðju ökkla í gólfplani, og örfárra gráða stefnufrávik frá
ásstefnu fótleggs. Breyting upp á ± 30% í efniseiginleikum hefur ckki afgerandi áhrif á þol
frauðbeins. Aukning í stífni barkarbeins gæti haft jákvæð áhrif á þol þess, en upplýsingar um
brottognun lágu ekki fyrir.
Gert var einfaldað líkan af barkarbeini og greint með beinum ljaðurfræðilcgum aðferðum.
Notaðar voru flatartregðuupplýsingar úr ferlum sem mynda útlínur barkarbeins og út frá
þeim er hægt að meta gróflega ásspennur í hverju þversniði í beininu. Niðurstöður þessara
útreikninga eru sambærilcgar við niðurstöður elementgreiningarinnar, þó svo að einföldunin
sé mjög mikil.
Umfjöllun
Niðurstöður þessarar greiningar benda til þess að spennur geti auðveldlcga orðið of háar í
sköflunginum með beintengingu við gervifót. Þó ber að athuga að líkanið þyrfti að vera mun
nákvæmara til að niðurstaða yrði meira afgerandi. Netjun líkansins gerði það að verkum að
element urðu ekki eins góð og nauðsynlegt hefði verið og þau urðu einnig fljótt of mörg og
því reyndist ekki mögulegt að gera það nákvæmara með einfoldum hætti. Igræðlingur var
hafður með einu ákveðnu sniði og endi hans var ekki rúnnaður sem varð þess valdandi að
líklega urðu of miklar spennur í barkarbeini. Margt bendir til þess að með því að húða
ígræðlinga með hydroxyapatite náist betri líming við aðliggjandi beinvef heldur en þegar
notað er bcinlím (methylmcthacrylate) [10]. Gengið var út frá tilfellinu þar sem bcinlím var
notað sem millilag og gert ráð fyrir fullkominni bindingu á skilflötum beins við beinlím og
beinlíms við ígræðling. I raun er binding ekki fúllkomin og getur orðið tímaháð, sem er
algengasta vandamálið við beinígræðlinga. Minni binding gerir það að verkum að spennur
verða meiri á þeim stöðum þar sem binding á sér stað [II]. Hér hefði verið nauðsynlcgt að
skoða áhrif þess að nota hydroxyapatit-húðun á ígræðling og tengja beinið við ígræðling
með snertielementum, með ákveðnu hlutfalli tengisvæðis af heildarsvæði.
I líkaninu er ekki gert ráð fyrir þjálfun beinvefs umhverfís ígræðling. Enduruppbygging
beinvefs er stöðug og undir minna álagi á sér stað niðurbrot, en undir auknu álagi veldur það
styrkingu beinvefs [11]. Mögulegt er því að enduruppbygging beins styrki þau svæði sem