Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 363
Tæknigreinar 361
Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn gisti greinarhöfundur nokkrar nætur á gistiheimili
við Trianglen, lítið torg í borginni norðanverðri, sem ber nafn af formi sínu. Honunr varð
ekki svefnsamt. Umferðarhávaði við torgið var yfir þeim mörkurn sem hann þoldi, enda
góðu vanur. Það er verulegt áhyggjuefni að þetta er hlutskipti alltof rnargra. Ekki í nokkrar
nætur heldur stóran hluta lífshlaupsins. I of miklum hávaða kemst líkaminn ekki í þá hvíld
sem hann þarfnast. Hávaði táknar aðsteðjandi hættu. Eins og dýrin er maðurinn í við-
bragðsstöðu með tilheyrandi adrenalínflæði. Hann hvílist ekki almennilega og streita hleðst
upp. Þetta er eitt af alvarlegri heilbrigðisvandamálum hins vestræna heims.
Við mat á umhverfísáhrifum framkvæmda er hljóðvist einn þeirra þátta sem sjálfsagt
þykir að skoða. Velta mætti fyrir sér hvort ekki sé nokkuð seint að meta fyrst hljóðvist þegar
mannvirki er fullhannað eins og stundum vill við bregða. Með vönduðum vinnubrögðum
strax á frumstigum skipulagsvinnu má fækka verulega þeim íbúðurn sem standa í of miklum
hávaða. í nýskipulagi ætti að forðast í lengstu lög að staðsetja íbúðabyggð þétt við stofnæðar
umferðar. Verði ekki hjá því komist, ætti að huga strax að mótvægisaðgerðum og líta á þær
sem sjálfsagðan hlut. Á síðasta áratug hefúr hugbúnaði til kortlagningar á útbreiðslu hljóðs
fleygt fram. Nú á dögum er hægur vandi að sjá fyrir hljóðvist á hönnunarstigi. Hljóðkort eru
fyrirtaks stjórntæki við skipulagsvinnu. Vandamálin þurfa ekki stöðugt að koma á óvart og
eftir á; eftir að búið er að byggja og óánægja hefur hreiðrað urn sig rncðal vonsvikinna íbúa.
I þessum efnum örlar á jákvæðri þróun. Mjög ánægjulegt er að Akureyrarkaupstaður
hefur tekið upp slík fyrirmyndarvinnubrögð í tengslum við skipulag Naustahverfís.
Sömuleiðis eru fyrirætlanir Hitaveitu Suðurnesja um að mæla og kortleggja hávaða frá
borholum til eftirbreytni. Þar með verður m.a. hægt að meta hæfilegt helgunarsvæði jarð-
hitavinnslu. Hér eru einungis tvö dærni nefnd. Þau eru sjálfsagt miklu fleiri.
í eldri hverfum er eðlilega ekki eins hægt um vik og í nýhönnun. Engu að síður má ýmis-
legt gera, í anda þess átaks sem Svíar hófu fyrir rúmurn áratug og fyrr er frá greint. Það er
engin Iausn að stinga höfðinu í sandinn; reyndar óviðunandi þegar líf og heilsa almennings
er í húfi. Þegar tekið er til hendinni i gamalli byggð, ættu menn að vera vakandi fyrir
möguleikum til að bæta hljóðvist, sé ástandi áfátt.
Hávaða er ekki bara að finna utanhúss. Mjög viða verða íbúar fyrir ónæði vegna ófull-
nægjandi hljóðeinangrunar milli íbúða í fjölbýli. I sjálfu sér er ekki hægt að amast við
hljóðbærni gömlu húsanna. Þau eru börn síns tírna. Menn ættu að hafa í huga, þegar kemur
að viðhaldi, að ýmislegt er hægt að gera til þess að bæta hljóðeinangrun, oft án mikils
tilkostnaðar. I nýrri byggð er bagalegt þegar lágmarksákvæði Byggingarrcglugerðar um
hljóðvist eru brotin. Byggingaiyfirvöld hafa verið að herða róðurinn gegn þessunr brotum
og er það vel. Betur má ef duga skal því óviðunandi er að haldið sé áfram að byggja annars
flokks húsnæði sökum vanþekkingar. Við þurfum enn betra eftirlit og kynningu á réttum
vinnubrögðum til þess að koma málum til betra horfs. I þessu sambandi má nefna að í
sænskum rannsóknum, tengdum fyrrgreindu átaki, sýndi sig að fólk er tilbúið að borga fyrir
betur hljóðeinangraðar íbúðir. Sé hugað að slíku strax í upphafi þarf ekki að kosta meira en
I til 2% af stofnkostnaði að bæta hljóðeinangrun íbúða svo urn rnunar. íslensk verk-
takafyrirtæki hafa verið að fikra sig í þessa átt og ber að lofa það framtak.
Fyrir skóla og kennsluhúsnæði hefur Byggingarreglugerð um árabil haft að geyma
ákvæði sem eiga að tryggja viðunandi hljóðvist. Hér mættu forsvarsmenn sveitarfélaga
ganga betur eftir því við hönnuði að sýnt sé fram á að lágmarkskröfur reglugerðar séu upp-