Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 9
Formálar
ÁVARP FORMANNS VFÍ
Starfsárið 2008 til 2009 var fyrir margra hluta sakir frábrugðið
fyrri árum í starfi Verkfræðingafélags Islands. Frábrugðið að því
leyti að í ljósi þjófélagsaðstæðna voru verkefnin önnur. Reynt
var að bregðast við og í samstarfi við Stéttarfélag verkfræðinga,
og Tæknifræðingafélag íslands voru haldnir fundir og námskeið
sem miðuðu að því að aðstoða þá einstaklinga sem á einhvern
hátt stóðu frammi fyrir breyttum aðstæðum. Innan stjómar VFI
var leitast við að finna mögulegar leiðir að því hvernig félagið gæti
félagsmenn. Vinnuhópur, leiddur af tveimur stjórnarmönnum, varð til og verkefninu
„Sköpum framtíð fyrir tæknifólk" var ýtt úr vör. Markmiðið með því var að skapa
vettvang fyrir verk- og tæknifræðinga sem höfðu áhuga á að hittast og vinna saman að
því að skapa sér framtíð. Þá var tekin upp sú nýbreytni að leggja inn á heimasíðu VFI
upplýsingar um laus störf erlendis. Á undanförnum mánuðum hafa erlendar
ráðningarstofur og fyrirtæki haft samband við skrifstofu félagsins. Þessir aðilar óska eftir
aðstoð við að koma upplýsingum á framfæri við þá sem hugsanlega hefðu áhuga á að
kanna þá atvinnumöguleika. Mlliganga þessi er hugsuð sem tímabundin ráðstöfun og
mun vonandi leggjast af þegar atvinnutækifærum fer aftur að fjölga hérlendis. Ekki var
framhjá því litið að fólk horfði út fyrir landsteinana í kjölfar atvinnumissis og fárra tæki-
færa hér á landi. Hið jákvæða er þó að einna mesta eftirspurnin erlendis frá hefur verið
eftir fólki með verkfræðimenntun.
Starfsemi fagfélags eins og Verkfræðingafélags íslands mun ávallt byggjast á framlagi
þeirra einstaklinga sem í félaginu eru. Við sjáum nú að ytri aðstæður hafa áhrif á
félagsstarfið og virkni félagsmanna. í árferði þegar atvinna er nóg og efnahagsástand gott
virðast félagsmenn leita minna í það starf sem fram fer á vegum félagsins. Beinast liggur
við að draga þá ályktun að þegar næga vinnu er að hafa gangi hún fyrir. Þeir sem ekki
hafa áður upplifað djúpar dýfur hagsveiflunnar og reynt á eigin skinni minnkandi vinnu-
og verkefnaframboð sjá hugsanlega ekki ávinninginn sem felst í því að verkfræðingar
standi saman að rekstri félags og kjósa jafnvel að standa alfarið fyrir utan félagið. Sjá ekki
þá hagsmunabaráttu sem stöðugt er unnið að, s.s. að halda gildi menntunarinnar á lofti,
standa vörð um starfsheitið, samræður við stjórnvöld, ráðamenn og önnur hagsmuna-
samtök. Þegar harðnar á dalnum reynir á baklandið. Þá reynir á að félagið sýni hversu
megnugt það er í að styðja við bakið á sínu fólki, að það sé byggt á traustum grunni og
innviðir þess séu nægjanlega sterkir til að rísa undir ábyrgðinni að hlúa að einstakl-
ingnum - félagsmanninum.
Dýrmætt er að hafa í hús að venda með fundi og viðburði á vegum félagsins, sem voru
mjög vel sóttir á starfsárinu. Hádegisfundirnir, eða samlokufundirnir þar sem félags-
mönnum er boðið upp á samlokur og drykki, kynna framsögumenn áhugaverð málefni.
Þessir fundir eru fastur liður í starfsemi félagsins og hafa mælst afar vel fyrir. Mánaðar-
legir morgunfundir hófu göngu sína undir heitinu „Heiti potturinn" og þoðið er upp á
kaffi og rúnstykki. Ekki er um formlega dagskrá að ræða þar sem tilgangurinn er fyrst og
fremst að gefa félagsmönnum tækifæri til að hittast og ræða málin. Stutt framsaga er um
tiltekið málefni og svo fyrirspurnir og umræður í framhaldi. Þá hafa fagdeildir, nehidir
og hópar boðið upp á fjölbreytt starf bæði á fundum og í fyrirtækjaheimsóknum. Hið
Jóhanna Harpa Ámadóttir
formaðurVFf
stutt sem best við sína
Félagsmál Vfl/TFf
7