Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 153
flugstoðir
ISAVIA
ENDURNÝJUN flugprófana-
búnaðar hjá flugstoðum ohf.
Arnór Bergur Kristinsson er stúdent frá MR 1995 og lauk M.Sc.-prófi i rafmagns- og tölvuverkfræði frá Hl 2000, Hann
starfaði við kerfisverkfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla íslands (1997-2000. Arnór starfaði hjá Flugmálastjórn frá
2000-2007, sem sérfræðingur og verkefnisstjóri gervihnattaleiðsögumála frá 2000 og við sérfræðistörf og verkefna-
stjórnun hjá Þróunarstofu frá 2002.Arnór hefur sinnt sömu störfum hjá Flugstoðum.eftir stofnun fyrirtækisins 2007,
og hann gerði áður hjá Flugmálastjórn.
Brandur St. Guðmundsson er stúdent frá MH 1974. Hann lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Hl 1978 og M.Sc. i raf-
magns- og tölvuverkfræði frá University of Massachusetts at Amherst 1982. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá
Raunvísindastofnun Háskóla Islandsl 978-1981, hjá Hugrúnu hf. 1982-1983, Verkfræðistofnun Háskóla Islands
1983-1994 og var jafnframt aðjúnkt við vélaverkfræðiskor Háskóla Islands 1987-1994, hjá flugleiðsögusviði
Flugmálastjórnar Islands 1994-2000 og forstöðumaður þróunarstofu Flugmálastjórnar Islands og Flugstoða ohf.
2000-2008. Brandurtókvið starfi framkvæmdastjóra hjá Flugfjarskiptum ehf. ijúnlá árinu 2004.
Inngangur
^lugstoðir ohf., og áður Flugmálastjórn íslands, hafa um áraraðir sinnt flugprófunum á
flugleiðsögubúnaði og þá sérstaklega aðflugsbúnaði fyrir flugvelli. Samkvæmt alþjóða-
kröfum verður að sannreyna virkni þessa búnaðar með ákveðnu millibili. Til þess reka
^ugstoðir flugvél sem búin er sérhæfðum tækjabúnaði. Starfsemin fer fram innan flug-
Prófanadeildar Flugstoða sem er til húsa í Flugskýli 8 á Reykjavíkurflugvelli. Auk flug-
Prófana á öllum flugvöllum á íslandi sér flugprófanadeildin um flugprófanir á Vágar-
flugvelli í Færeyjum og á öllum borgaralegum flugvöllum í Grænlandi samkvæmt sér-
stökum samningi við dönsk, færeysk og grænlensk stjórnvöld. Flugmálastjórn hefur átt
pg rekið nokkrar flugvélar gegnum tíðina til flugprófana, leitar og björgunar og til flutn-
lnga á starfsmönnum stofnunarinnar sem sinna viðhaldi búnaðar. Tvær síðustu flug-
vélarnar hafa verið útbúnar sérstökum búnaði til flugprófana. TF-DCA sem var af
tegundinni Beechcraft King Air E90 og var í rekstri frá árinu 1979 til ársins 1997 er
TF-FMS tók við. Sú flugvél, Beechcraft King Air B200, sést á mynd 1. Eins og áður segir
eru þessar flugvélar sérstaklega útbúnar til að sinna flugprófunum. Um borð í þeim eru
flugprófunartæki með viðtækjum fyrir hin ýmsu leiðsögumerki ásamt búnaði til að bera
staðsetningu flugvélarinnar, byggða á leiðsögumerkjunum, saman við viðmiðunar-
staðsetningu. Auk flugprófunarbúnaðarins sjálfs eru flugvélarnar búnar sérstökum loft-
netum fyrir flugprófanir umfram það sem venjulegar flugvélar hafa.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana |151