Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 290
Eftirlit og vottun
I EN 206-1 er mælt með að viðurkenndir skoðunar og vottunaraðilar skoði og votti fram-
leiðslustýringu steypustöðva. Kveðið er á um að samræmisstýring sé óaðskiljanlegur
hluti framleiðslustýringar, en hún er skilgreind sem: „Samspil aðgerða og ákvarðana sem
taka skal samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum um samræmi, til að prófa samræmi
steypunnar við tæknilýsingu". Þá ber að gera svokallað samræmismat sem felst í að
könnuð er tíðni sýnatöku og gerð tölfræðileg athugun á niðurstöðum prófana á steypu-
eiginleikum (s.s. þjálni, loftinnihald, þrýstistyrkur o.fl.) yfir ákveðið tímabil. Niður-
stöðurnar eru bornar saman við kröfur í staðlinum um lágmarkstíðni sýnatöku og sam-
ræmisviðmið fyrir steypueiginleikana, þ.e.a.s. hvort steypa hafi staðist kröfur tækni-
lýsingar fyrir steypuna. Viðbótarútfærsla á samræmisprófun og mati er svokölluð sann-
kennslaprófun (identity testing). Þá er gerð sérstök sýnatökuáætlun og prófanir fyrir
afmarkað steypumagn og niðurstöður metnar samkvæmt sérstökum reglum.
Mörg CEN-aðildarríki hafa sett laga- eða reglugerðarákvæði um vottun þriðja aðila á
framleiðslu- og samræmisstýringu steypustöðva. Gilda ákvæðin þá yfirleitt jafnt um
aðfengna (reiðublandaða) sem staðblandaða steypu. Algengast er að EN206-1 viðauka C
sé beitt. Sum CEN-aðildarríki gera ekki kröfu um sannkennslaprófun þegar steypa er
vottuð af þriðja aðila en önnur gera aðeins þá kröfu þegar um mikilvæga byggingar-
hluta er að ræða eða stærri opinberar byggingar. Mörg ríki hafa skerpt kröfur um tíðni
sýnatöku frá því sem er í staðlinum og jafnvel aukið sýnatökuna enn frekar fyrir hærri
styrkleikaflokka. Fjölmörg ríki nota aðferðina um „steypuættir" við mat á samræmi og
fylgja þá reglum EN206-1 með undantekningum þó.
1 byggingarreglugerðinni er ákvæði sem verið hefur frá því fyrir gildistöku EN 206-1 og
er þannig, sbr. lið 131.9:
„Steypustöð skal hafa rekstmrteyfi, sem byggingarnefnd veitir, samkvæmt ákvæðum gildandi
staðla. Leyfið er háð því að óháð rannsóknarstofnun, sem umhverfisráðuneytið viðurkennir,
hafi gefið jákvæða umsögn....".
Misjafnt mun vera hvemig þessu ákvæði er fylgt eftir af viðkomandi byggingaryfirvöldum.
Mannvit hf. fékk viðurkenningu umhverfisráðuneytisins 1999 (þá Hönnun hf.) til þess að
veita slíka umsögn.
Engar reglur eða ákvæði hafa verið sett hér á landi um ofangreind atriði eftir að EN 206-1
tók gildi. í útboðs- og verklýsingum fyrir einstök verk er stundum tekið á þessum
atriðum og er það gert með ærið misjöfnum hætti.
Þekking, þjálfun og reynsla starfsfólks
Við gerð EN206-1 á sínum tíma voru staðbundnar kröfur til þekkingar og reynslu starfs-
fólks við framleiðslu á steinsteypu það ólíkar milli CEN-aðildarríkjanna að ekki var hægt
að setja sameiginleg ákvæði um slíkt. Var CEN-ríkjunum því látið eftir að setja reglur um
þau atriði. Misjafnt er hvernig tekið hefur verið á þessum málum. Á Norðurlöndunum og
þá helst í Noregi hefur verið tekið mjög fast á þessum málum og sett víðtæk ákvæði um
þekkingu, þjálfun og reynslu og komið á fót heildstæðu fræðslukerfi fyrir starfsmenn í
steypuiðnaðinum. Engin ákvæði hafa verið sett um þessi atriði hér á landi en á undan-
förnum árum hefur Steinsteypufélagið í samstarfi við Rb staðið fyrir nokkrum fræðslu-
námskeiðum. Hafa þau mælst vel fyrir og aðsókn verið góð.
2881 Arbók VFl/TFl 2009