Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 291
Lokaorð
Eitt af markmiðum Evrópusambandsins er að opna fyrir viðskipti og þjónustu á milli
aðildarríkjanna og hefur Island, með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, fengið óhindr-
aðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Til að ná þessu markmiði hefur
Evrópusambandið unnið að því að koma á sameiginlegu staðlaumhverfi á efna-
hagssvæðinu, í gegnum starf evrópsku staðlasamtakanna CEN, en það er ein af mikil-
vægustu forsendum opinna viðskipta milli aðildarríkjanna.
EN206-1 er eitt dæmi um sameiginlegan staðal til þess að ná þessu markmiði. Það hefur
hinsvegar reynst erfitt að koma á samkomulagi um hvernig skuli standa sameiginlega að
framleiðslu og eftirliti með steinsteypu, til þess eru staðbundnar aðstæður og hefðir of
margbrotnar og því nauðsynlegt með þjóðarákvæðum að lýsa „ákvæðum sem gilda á
notkunarstað".
Hér á landið hafa enn ekki verið sett nein þjóðarákvæði í tengslum við EN 206-1 steypu-
staðalinn og þurfum við enn um sinn að styðjast við eldri ákvæði byggingar-
reglugerðarinnar og hönnuðir þurfa að fylla upp í það sem á vantar í verklýsingum.
Dags daglega skipta stór orð um aðgang að Evrópska efnahagssvæðinu ekki aðalmáli
fyrir steypumannvirkjagerð á fsland og ekki er endilega þörf á að tekinn sé upp
Evrópskur steypustaðall. En EN206-1 hefur samt verið vel tekið hér á landi, sem heil-
steyptri lýsingu á skilgreiningum og sem tæki til tryggingar á steypugæðum. Það lýsir sér
m.a. í því metnaðarfulla afreki Staðlaráðs íslands að þýða og gefa staðalinn út á íslensku.
Þar sem byggingarreglugerð er engan veginn nægileg til að lýsa „ákvæðum sem gilda á
notkunarstað", eru menn í „bransanum" almennt sammála um að brýn þörf sé á að
fylgja EN206-1 eftir með heilsteyptum þjóðarákvæðum til þess að fylla upp í það sem á
vantar. Því er það fagnaðarefni að stjórn Steinsteypufélags íslands hefur á nýhöfnu starfs-
ári sett ofarlega á dagskrá hjá sér að beita sér fyrir því að hafist verði handa við gerð
þjóðarviðauka við EN206-1 steypustaðalinn, enda eru margir aðilar sem hafa hagsmuna
að gæta í byggingariðnaðinum, hjá opinberum aðilum, í lánastofnunum og ekki síst
eigendur steinsteyptra húsa og mannvirkja.
Tilvísanir
[I] CEN/TR 15868:2009. Survey of national requirements in conjunction with EN206-1:2000.
[II] NS-EN 206-1:2000+NA:2007 - Betong - Del 1. Spesifikasjon, egenskaper, fremstilling og samsvar + Nasjonalt Tillegg.
[III] DS 2426:2009 Beton - Materialer - Regler for anvendelse af EN 206-1 iDanmark
[IV] Byggingarreglugerð nr. 441 /1998 með breytingum - Umhverfisráðuneytið.
[V] Grein í Árbók VFÍ/TFÍ 2008. Endingarhönnun steinsteypu, bls. 319-328, Börge Wiigum, Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Gísli Guðmundsson og Karsten Iversen - MANNVIT.
[VI] FS ENV 1992 Eurocode 2: Hönnun steinsteypuvirkja.
Tækni-og vísindagreinar i 2 8 9