Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 305
Samið var sérstakt leiðbeiningarit um fyllingu ganganna þar sem m.a. var nákvæm
áætlun um hver væri ábyrgur fyrir hverju og hvað skyldi mæla og hvar til að fylgjast með
fyllingu og leka ásamt minnislistum vegna lokaúttektar og fyllingarferilsins. Jafnframt
voru tiltekin viðvörunar- og hættumörk leka á hverjum stað.
Eftir að gangagrefti lauk minnkaði heildarleki niður í um 2 m3/s. Þar sem mælingar í bor-
holum í grennd við göngin sýndu umtalsverða lækkun grunnvatns á nokkrum stöðum
mátti búast við verulegum leka út úr þeim þegar þau yrðu fyllt og grunnvatnsborðið
hækkaði að nýju. Erfitt var að meta lekann nákvæmlega fyrirfram en áætlanir sýndu að
hann gæti orðið frá 1 allt upp í 10 m3/s. Þar sem grunnvatn á gangasvæðinu verður
almennt hærra en þrýstingurinn í göngunum eftir að þau komast í rekstur er gert ráð
fyrir að langtímaleki úr göngunum verði óverulegur.
Ákveðið var að fylla göngin varlega, þ.e. að hámarki 10 metra á sólarhring, sem var
vegna hins mikla leka sem búast mátti við en þó aðallega vegna möguleika á því að
vatnsþrýstingurinn opnaði sprungur í berginu þar sem göngin þvera dali og bergþekjan
er takmörkuð (en. hydraulic jacking). Þar sem hækka þarf þrýstinginn alls um 200 metra
tæki fyllingin því a.m.k. 20 daga.
Heildarrúmmál aðrennslisganganna er um 1,7 x 106 m3. Eigi að fylla þau á um tíu dögum
þarf innrennslið að vera að meðaltali um 1,8 m3/s. Aðrennslisgöngin sjálf eru full við
540 m y.s. vatnshæð, en til að auka þrýstinginn áfram upp í 625 m y.s. þarf aðeins að fylla
sveiflugöngin og jöfnunarþró auk inntaksstrokks-
ins og loftunarhola. Lárétt flatarmál þessara hluta
er aðeins um 210 m2 . Til að hækka þrýstinginn í
göngunum um 10 m á sólarhring þarf því aðeins
um 241/s innrennsli umfram leka út úr þeim. Litlar
breytingar í rennsli þýða því miklar þrýstingsbreyt-
ingar svo að nauðsynlegt var að geta stýrt inn-
rennslinu mjög nákvæmlega.
Gert var ráð fyrir að vatn í annan áfanga fyllingar
fengist í gegnum inntakið við Hálslón. I upphaf-
legum áætlunum var áformað að göngin yrðu fyllt
þegar vatnshæð í Hálslóni væri um 550 m y.s, en
vegna seinkunar á gangagerðinni var lónið orðið
fullt eða um 75 metrum hærra þegar göngin voru
fyllt. Þessi hái þrýstingur olli því að ekki var unnt
að nota hjólalokurnar við gangafyllinguna og gera
þurfti aðrar viðhlítandi ráðstafanir. Þegar göngin
verða tæmd vegna viðhalds á rekstrartíma er gert
ráð fyrir að þau verði fyllt með vatni frá Jökuls-
árveitu, sem ekki var tilbúin við fyrstu fyllingu.
í inntakinu við Hálslón eru lokur þar sem gólfhæð
í lokurými er 530 m y.s. Lokurnar eru tvískiptar,
tvær varalokur (b x h= 2,05 m x 6,5m) og tvær jafn-
stórar hjólalokur litlu innar, eins og sést á mynd 3.
Einungis er unnt að taka upp og setja varalokurnar
niður séu hjólalokurnar niðri og þannig engirtn
þrýstingsmunur yfir varalokurnar. Hjólalokunum
er lyft með vökvatjökkum á yfirborði, sem tengjast
lokunum með um 80 m löngum samsettum stál-
stöngum. Lokan fylgir því ekki nákvæmlega hreyf-
ingu tjakksins. Áætlað var að lokan myndi hrökkva
til um minnst 20 mm ef reynt yrði að hreyfa hana,
vegna kyrrstöðuviðnáms lokunnar sem veldur
Tækni-og vísindagreinar i 303