Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 348
Þróuð aðferð fyrir hreinsun fráveituvatns og losun þess um langt útræsi í sjó
ísland hefur umtalsverða sérstöðu vegna sterkra hafstrauma umhverfis landið. Dreifing
á efnum sem losuð er í sjóinn með fráveituvatni er því hröð. Útrennsli þarf hins vegar að
vera það langt frá strönd að öruggt verði að dreifing efna og gerla í sjávarstraumum verði
fullnægjandi. I undirbúningsferli fyrir hreinsun strandlengjunnar á höfuðborgarsvæðinu
var gert reiknilíkan fyrir straumhraða í Faxaflóa og fyrir dreifingu E-kólígerla og meng-
andi efna við á útræsi. Randskilyrði fyrir líkanið eru aðstæður á hverjum iosunarstað, þ.e.
stærð og staðsetning útstreymisopa,
útstreymishraði, magn gerla og
mengandi efna, sjávardýpi og sjávar-
straumar við útstreymisop, dreifi-
stuðlar fyrir mengandi efni og gerla í
sjónum og líftími gerla í sjó við mis-
munandi hitastig. Niðurstöður mæl-
inga á raunverulegri dreifingu efna
og gerla frá útræsum eftir að dælu-
stöðvar og hreinsistöðvar í Reykjavík
voru teknar í notkun voru notaðar til
þess að leiðrétta reiknistuðla í reikni-
líkaninu. Eftir það ferli er hægt að
færa rök fyrir því að fullnægjandi sé
að nota reiknilíkan fyrir dreifingu í
SöfnunöhreinsurH)göÖMÖöfráveÍtuvatnsö| síó tij Þess að ákveða losunarstað
fyrir fráveituvatn.
Iðnaðarskolp úrgangur
í mengunarvarnarreglugerð, sem tók
gildi 1994, komu fram skýrar reglur
um hreinsun og losun fráveituvatns í
viðtaka. Reglugerðin byggist á til-
skipun fyrir Evrópska efnahagssvæð-
ið, Council directive 91/271/EEC.
Sérstök ákvæði voru sett í íslensku
reglugerðina um styrkleika á E-kólí-
gerlum utan þynningarsvæðis,
annars vegar að hámarki 1000 E-kólí-
gerlar í 100 ml sýni fyrir síður
viðkvæman viðtaka og hins vegar
100 E-kólígerlar í 100 ml sýni fyrir
viðkvæman viðtaka. Þess konar
kröfur auðvelda vöktun á því að
hreinsun fráveituvatns og losun í
viðtaka sé með þeim hætti að
mengun við strönd verði innan við-
unandi marka. I reglugerðinni voru
ákvæði um 20% minnkun á lífrænu
efni (BOD) og 50% minnkun á föstu
efni (SS) við fyrsta þreps hreinsun,
þ.e. með síun og skiljun á fráveitu-
vatni. Stór hluti af því efni sem er síað eða skilið úr fráveituvatni í hreinsistöðvunum er
hins vegar grjót, sandur og önnur föst efni eða fita sem reynst hefur erfitt að meta í sam-
ræmi við reglugerðina. Eina framkvæmanlega matið á virkni fyrsta þreps hreinsistöðva
er með vigtun á gámum með síuúrgangi og sandi eða tankbílum með fitu úr fituskiljum.
Ný reglugerð um fráveitur og skólp, reglugerð nr. 798, var gefin út 1999. Þar er breytt
ákvæði um að hreinsun með síubúnaði jafngildi eins þreps hreinsun.
Síur í hreinsistöð. Dælubúnaður og skiljuþrær eru undir gólfi.
3 4 6
Arbók VFl/TFl 2009