Verktækni - 25.01.1988, Page 3

Verktækni - 25.01.1988, Page 3
FRÁ ÚTGÁFUSTJÓRN EFNISYFIRLIT VERK T/EKNI Fréttablaó gefið út sameiginlega af Tæknifræðingafélagi íslands og Verkfræðingafélagi islands 5. árg. 1. tbl. 25. Jan. 1988 Útgáfustjórn: Guðmundur Hjálmarsson, formaður Ritnefndar TFÍ Rögnvaldur S. Gíslason, formaður Útgáfunefndar VFI Ritstjóri (fréttir, greinar, augtýsingar): Jón Erlendsson — Pósthólf 7043, 127 Reykjavík, heimasími 65 22 38 vinnusímar 62 99 20, 62 99 21 og 69 46 65. Skrifstofa og áskriftir: Verkfræöingahúsi, Engjateigi 7—9, 105 Reykjavík, sími 68 85 11 Auglýsingasafnendur: Jón Björgvinsson, sími 1 09 16 Gunnar Svavarsson, sími 2 89 91 Prentun: Steindórsprent hf., Ármúla 5, 108 Reykjavík, sími 68 52 00 BLS. • Félagstilkynningar 2 • Frá útgáfustjórn 3 • Félagsfréttir: Stóriðja: Hvert stefnir? — Ráðstefna 5-10 • Fréttir: Dagskrá norræns tækniárs á íslandi 11 Stofnað Byggingarstaðlaráð 11 • Vörukynning: Helgi Pétursson og Guðmundur Hannesson: IBM einvalatölvan og OS/2 stjórnkerfið 12 • Orðabelgur: Frá orðanefnd byggingaverkfræðinga 15 Forsíðan sýnir að þessu sinni nýju PS2 einvalatölvuna frá IBM. Sjá nánar grein í blaðinu. Tækni, fjármál og framfarir. Fyrr á þessari öld nutu tæknimenn hlutfallslega mun meiri viröingar en nú er raun ef marka má af frásögnum frá þeim tíma. Um langt skeið ríkt ástand sem einkennist af miklum uppgangi manna sem stunda fjármál og viðskipti. Virðing og athygli sem þessir hópar hafa fengið hefur verið með ólíkindum. Og umbununin hefur verið í samræmi við það. Virð- ing og áhrif tæknimanna hefur hrakað að sama skapi. Margir fjármálamanna hafa átt greiða leið í æðstu stöður fyrirtækja víða um heim. í Bandaríkjunum hefur það til að mynda gerst eftir stríð að fjöldamargir svokallaðir ,,atvinnustjórnendur“ hafa komið úr þess- um hópi. Lítið er nema gott um það að segja sem slíkt að menn, sem hafa vit á þeim þýðingarmikla þætti sem fjármál eru, séu (hópi æðstu stjórnenda. Hitt er verra þegar slíkir menn, sem hafa gjarnan oft lítil sem engin tengsl við raunveruleika vinnustaðarins, framleiðsluna og tæknina sem beitt er, verða allsráðandi. Reyndin hefur nefnilega verið sú að margir fjármálamennirnir hafa átt erfitt með og lítinn áhuga á að reyna að skynja annað en það sem tölurnar segja. Árangurinn af sívaxandi völdum fjármálamannanna hefur ekki látið á sér standa. Þeir sem haft hafa tæknilega ábyrgð á framleiðslu og nýsköpun innan fyrirtækjanna hafa átt í miklum og sívaxandi erfið- leikum með að fá fé til að viðhalda framleiðslutækjum og eins til að undirbúa mjólkurkýr framtíðarinnan (þ.e. þróa nýjar vörur). Vandinn er nefnilega sá að sé nærsýn fjármálahyggja yfirgnæfandi viðhorf hjá æöstu stjórnendum þá á framleiðslan og nýsköpunin alltaf undir högg að sækja. Vara sem einhver vill þróa skilar sjaldnast árangri fyrr en að nokkrunh árum liðnum og eftir töluverðar fjár- festingar. Fjármálahyggjunni virðist á hinn bóginn fylgja einhver innbyggð óþolinmæði sem ekki getur beðið eftir slíku. I Bandaríkj- unum er þessi „óþolinmæði" komin í ,,kerfi“ a.m.k. hjá þeim fyrir- tækjum sem skráð eru á Wall Street eða öðrum verðbréfamörkuðum. Þar snýst allt um að geta sýnt sem mestan hagnað á ársfjórðungs- fresti. Baráttan um hylli hlutafjáreigendanna snýst því iðulega gegn langtímahagsmunum og þróun fyrirtækjanna. Fyrirtækin grípa til allskyns ráða til að mælingin á Wall Street komi vel út. Þar með talið er að sjálfsögðu það að spara sem mest fé til rannsókna- og þróunar- starfs eða skera það jafnvel allt niður. Japanir fara öðru vísi að og hafa gert það um langan tfma. Þeir veðja markvisst á framtíðina og láta sig stundarhag ekki varða eins miklu. Þessi stefna þeirra og fleira sem þeir hafa gert hafa fært þeim hkulega ávexti. Japanski bílaiðnaðurinn stendur nú þeim bandaríska á sporði og betur en það. Merkilegt er að athuganir sýna að tækni- menn eru hlutfallslega miklu fjölmennari í Japan en í Bandaríkj- unum. Á sama hátt skera lögfræðingar og bókhaldarar í Bandaríkj- unum sig mjög úr. Hlutfall þeirra er ótrúlega hátt. Ekki er fráleitt að tengja þessa almennu vitneskju við það atvik þegar bandaríska Umverfisráðuneytið krafðist þess af þeim sem framleiða bíla fyrir Bandaríkjamarkað að vélar þeirra skiluðu verulega bættri eldsneytis- nýtingu og menguðu umhverfið minna. Bílaframleiðendur í Detroit brugðust við þessu með því að virkja lögfræðinga sina til að deila um kröfugerðina. Japanir settu á hinn bóginn tæknimenn sína í málið (!!). Og niðurstaðan lét ekki á sér standa. Að nokkrum árum liðnum komu Japanir með fullnægjandi tæknilega lausn og bílaframleiðendur í Detroit, sem allan tímann höfðu borið því fyrir sig að kröfurnar væru óraunhæfar, stóðu uppi sem þvergirðingslegir ósannindamenn. Enn verra var að Japanir höfðu nýtt tímann til að ná raunveru- legu forskoti og eftir að þeir voru búnir að sanna að lausnin var til þá þýddi ekkert fyrir Bandaríkjamennina að halda öðru fram. Þetta dæmi sýnir í hnotskurn það sem margir vita en færri viður- kenna, þ.e. að raunverulegar framfarir byggja á bættum vinnu- brögðum, hagkvæmari hráefnisnotkun, bættri aölögun að markaði og tengslum við hann þ.e. á tækni og markaðssókn. Margir fjár- málasnillingar hafa áttað sig á því aö til þess að geta skilað per- sónulegum eða staðbundnum stundarhag er ekki þörf á neinu slíku umstangi. Nóg er að kunna á undarlegar leikreglur fjármagns- markaðarins til að hagnast vel. Árangurinn fyrir heildina er á hinn bóginn iðulega enginn þegar ekkert gerist annað en það að fært er fé úr einum vasanum í annan. Fjármagnsstærðir eru nýtilegar sem mæling eftirá á það hvort ákvarðanir manna hafa verið skynsam- legar. Sé þessi mæling yfirvofandi í sífellu knýr hún einstaklinga, fyrir- tæki og þjóðir til hættulegrar nærsýni. Og reynslan sýnir að ekkert er auðveldara fyrir menn en að rugla saman markvissum langtíma- árangri og stundargróða. Og það eru ekki einungis einstaklingar og fyrirtæki hér á íslandi sem hafa lent í slíku. Stærstu fyrirtæki heims hafa gert hverja vitleysuna á fætur annarri sem byggjast á sama hlut. Jón Erlendsson Þeim sem vilja kynna sér ofangreint efni betur skal bent á eftirtalin rit sem eru öll nýleg: „The Reneval Factor", „Passion for Excellence ,, (Bækur þessar eru eftir höfunda metsölubókarinnar „In Search of Excellence'). Nefna má einnig bækurnar „lacocca" og „The Reconing" sem fjalla sérstaklega um bandariska bílaiðnaðinn og erfiðleika hans. VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988 3

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.