Verktækni - 25.01.1988, Page 6

Verktækni - 25.01.1988, Page 6
FÉLAGSFRÉTTIR Hluti framsögumanna. F.v.: Birgir Árnason, Kristín Einarsdóttir og Geir A. Gunn- laugsson. áhersla á, að aðbúnaður starfsfólks verði sem bestur." Guðrún minnti á að löngum hefur verið talað um að byggja upp úr- vinnsluiðnað í eigu íslendinga, a. m. k. að hluta, (tengslum við stóriðju hér á landi. Iðnaðarráðherra hefur nú ráðið svissneskt ráðgjafafyrirtæki til að kanna möguleika á slíku, m. a. álsteypu í tengslum við ÍSAL. Varðandi möguleika á samskiptum við EB og tollfrjálsan innflutning á áli héðan til Evrópu sagði Guðrún að nú flyttu Evrópulönd inn hálfa milljón tonna hrááls af þeim fjórum milljónum sem þeir nota á ári, en um aldamót er áætlað að þessi innflutningur verði l. 1 milljón tonna og áhrif innflutnings- tollsins - því mun meiri. ,,Af þeirri ástæðu, og með hliðsjón af aukinni þýðingu innri markaðar EB fyrir iðn- aðarframleiðslu hér á landi, hefur Iðn- aðrráðuneytið beitt sér fyrir auknu samstarfi við EB á iðnaðarsviðinu." Guðrún drap aðeins á möguleika á sölu rafmagns til Bretlands um sæ- streng og kvaðst verða fylgst vel með þeim möguleikum, ,,en þó virðist, eins og sakir standa a. m. k., væn- legra að leggja áherslu á að laða að erlend iðnfyrirtæki, sem nota mikla orku, eins og gert hefur verið. Ávinn- ingur okkar af slikum fyrirtækjum hér á landi er margvíslegur og mun meiri en orkusalan ein, enda þótt hún sé mikils virði." Að lokum sagði Guðrún: „Því legg- ur iönaðarráðherra áherslu á, að áfram verði haldið á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið og lýst hér á und- an. Okkur ber að nýta auðlindir okkar á sem skynsamlegastan hátt og stór- iðja og annar orkufrekur iðnaður er ein leið til þess. Skynsamleg nýting auðlinda er ein af forsendum efna- hagslegs sjálfstæðis okkar, en efna- hagslegt sjálfstæði er forsenda tilveru okkar sem mennningarþjóðar." Jafnar tekjur — ekki upp- grip Jóhannes Nordal sagöi að um- ræður um stóriðju á Islandi hafi haft tilhneigingu til að mótast af öfgum. Stærð stóriðjuáformanna hefur heill- að suma, en ógnað öðrum. Þá sagði hann. ,,Eftir þá reynslu, sem nú er fengin, einkum af nær tveggja ára- tuga rekstri Álbræðslunnar í Straums- vík, ættu menn nú að geta metið kosti og vandamál stóriðju af nokkru raun- sæi. Reynslan hefur sýnt okkur, að orkufrekur iðnaður af þessu tagi get- ur fært öruggar og býsna jafnar tekjur í þjóðarbúið, en tæpast nokkur upp- grip. Og honum þurfa ekki að fylgja sérstakar hættur fyrir umhverfi Is- lands, þjóðlíf eða efnahagslegt sjálf- stæði, ef rétt er á haldið. Nú er gert ráð fyrir því, að minnsta hagkvæm stærð álbræðslu, þar sem beita á nýjustu framleiðslutækni, sé 180.000 tonn á ári. Sé slík bræðsla staðsett nálægt Straumsvik, þannig að hægt sé að nota aðstöðu og ýmsa þjónustu, sem þar er þegar fyrir hendi, er beinn stofnkostnaður áætl- aður um 500 millj. dollara. . . Stofn- kostnaður virkjana til þess að sjá ál- verinu fyrir raforku er nálægt 600 millj. dollara. . . Alls er því hér um heildarfjárfestingu að fjárhæð 40-50 milljarða króna að ræða, sem dreifast mundi á 7-8 ára tímabil, eða 6 millj- arðar á ári, sem er um 3% af þjóðar- framleiðslu íslendinga í ár. Mannafla- þörf verður mikil á byggingartíma. . . en fjöldi starfsmanna til frambúöar ekki meiri en nú er hjá (SAL." Þróun álframleiðslu og verðlags á áli síðustu 3 áratugi sýnir mikil um- skipti upp úr 1970, en fram til þess tíma var framleiðsluaukning jöfn og verð stöðugt. Þetta jafnvægi raskaðist m. a. vegna óstöðugleika i gengi, orku- kreppunnar 1973-74 og eins vegna þess að um þetta leyti fór álbræðslum fjölgandi, margar þeirra i eigu nýrra fyrirtækja sem seldu framleiðslu sína á frjálsum uppboðsmarkaði. Þetta riölaði verðstýringu álrisanna og er nú bæði álverð og framleiðsla mjög sveiflukennd. Vöxtur álmarkaðarins er nú að meðaltali aðeins um 1% á ári, eða ca. eitt 200 þús. tonna álver. Álmarkaðurinn hefur nú einkenni sveiflukennds hrávörumarkaðar með skammtimaverðtoppum og eru fjár- festingar i iðnaðinum yfirleitt gerðar þegar þeir standa yfir. Til þess að notfæra sér þetta sagði Jóhannes: ,,í fyrsta lagi þurfum við ætíð að eiga fyr- ir hendi undirbúnar virkjanir, sem hægt er að ráðast í og Ijúka með til- tölulega skömmum fyrirvara. I öðru lag i þarf að vera fyrir hendi nægileg þekking á áliðnaðinum og þróun hans, svo að við getum réttilega met- ið samningsstöðu okkar og tækifæri. Og í þriðja lagi verður afstaða stjórn- valda til rekstrarskilyrða stóriöju hér á landi að vera nægilega skýr og raun- sæ til þess að erlendir samningsað- ilar viti ótvírætt að hverju þeir geti gengið." Jóhannnes sagðist að lokum telja að .....tækifæri til uppbyggingar stóriðju á sviði áliðnaðar verði enn fyrir hendi hér á landi á næstu einum til tveimur áratugum. Hvort þau hins vegar nýtast okkur eða ekki mun ekki síst velta á því, hvort við verðum sjálfir reiðubúnir, þegar tækifærin gefast, QÐ HEILDSALA SMÁSALA ÓTRÚLEG FJÖLBREYTNI í FRAMLEIÐSLU NIÐURFALLA OG GÓLFVATNSLÁSA Abbíldung 1 J. ÞORLAKSSON & NORÐMANN Réttarhálsi 2 - Sími 83833 - Pósthólf 10113-130 Reykjavík 6 VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.