Verktækni - 25.01.1988, Page 10
ÁRSHÁTÍÐ
VERKFRÆÐINGA
Árshátíð VFÍ verður haldin í veitingahúsinu Broadway föstudaginn 4. mars nk.
Dagskráin veröur í aöalatriðum:
I. Formaður VFI býður gesti velkomna.
II. bríréttuð máltíð.
III. Heiðursgestur kvöldsins flytur ræðu.
IV. Skemmtidagskrá meö óvæntum uppákomum.
V. Dans fram á nótt.
Miöaverð er ekki enn ákveðið en veröur á bilinu 2.500 til 3.000 kr/mann. Húsiö
verður lokað öðrum en árshátíðargestum VFÍ.
Á síðustu árshátíð voru pantaöir 460 miðar en þar sem Súlnasalur á Hótel Sögu
rúmar aöeins 360 matargesti þurftu 40 manns að fara í hliðarsal en aðrir hættu við.
Til að forða því að slíkt endurtaki sig var ákveðið að fara í stærra húsnæði í ár og varð
Broadway fyrir valinu, sem rúmar allt að 600 matargesti.
Á mynd 1 er til gamans sýndur fjöldi gesta á árshátíð VFÍ udanfarin tvö ár ásamt
spá fyrir árshátíöirnar 1988 og 1989.
Á mynd 2 er sýnt hvernig pöntun miða þróaðist í fyrra. Fyrst hratt hjá hinum ungu
og bráðu, þá nokkur ládeyða og loks rispa í restina þegar hinir eldri tóku við sér. Enda
urðu fleyg orö eldri verkfræðings, sem alltaf hefur mætt á árshátíðir VFÍ: ,,Ég skil
þetta ekki, þaö hefur alltaf nægt að kaupa miða samdægurs, en nú kemst maður alls
ekki.“
Eins og í fyrra stendur verkfræðistofum til boða að sameina sína eigin árshátíð
árshátíð VFÍ.
Varðandi miða og borðapantanir gildir sama fyrirkomulag og í fyrra, það er:
i) Frá og með kl. 9.00 1. feþrúar n.k. til 19. feþrúar verður hægt að panta miða í
Verkfræöingahúsinu í síma 68 85 11. Ekki verður þó hægt að velja borö á þessu
stigi málsins.
ii) Frá og með kl. 9.00 22. febrúar hefst sala á miðum á árshátíðina og verður fyrstu
tvo dagana eingöngu pöntunum sinnt. Nú veröur hægt að velja sér sæti/borð og
verður það gert í þeirri röö, sem komið er að greiða miðana. Uppdráttur af fyrir-
komulagi borðanna kemur til með að liggja frammi, sjá einnig mynd 3.
Fjölmennum á árshátíöina!
Árshátíðarnefnd VFÍ: Bjarni Bessason
Ellert M. Jónsson
Þorbergur Karlsson
Dagskrá verður auglýst nánar siðar 5£
ARSHATIÐIR VFI
Fjöldi gesta 1986 og 87, og spá fyrir 88 og 89
Spá
V////X