Alþýðublaðið - 05.02.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.02.1924, Blaðsíða 4
 eru taö, sem hið sjúka samfólag tímaDs eftir styrjöidina með allri þeirri hugmyndatruflun, sem jafnan fellur í spor hinna miklu styrjalda, hefir langbrýnasta þörf fyrir. Umdagmnogveginn. Áðalfnndnr verkamannafé- lagsins »Dagsbrúnar< var hald- inn 30. f. m. í stjórn voru kosnir: Héðinn Valdimarsson formaður, Jón Jónsson, Bræðra- borgarstig 21, varaformaður, Guðmundur Ó. Guðmundsson fé- hirðir, Filippus Ámundason ritari og Kristján Bjarnason fjármála- ritari. í varastjórn voru kosnir: Jón Halldórsson vararitari, Kristó- fer Grímsson varaféhlrðir og Magnús V. Jóhannesson fjár- málaritari. Endurskoðendur voru kosnir: Ottó N. Þorláksson og Jónbjörn Gíslason og til vara Ágúst Jósefsson. Dánarfregn. Friðrik Wathne kaupmaður á Seyðisfirði andaðist f fyrri nótt. Hann var vanheill mjög síðustu ár æfi sinnar (þjáð- ist af sykursýki) og orðinn nser blindur. Hann var um sjötugt. Kolaverð hefir nýlega hækkað um 1 kr. á skippund. Botuíu hefir nú verið náð út, og er hún komin til Kaup- mannahafnar. Fjalla-Eyvindur var leikinn f fyrra kvöld fyrir troðfullu húsi. Meðferð leikenda lýsir betur en nokkur gagnrýning, að kona úr hópi áhorfenda fékk krampa f lok 3. þáttar, og önnur grét mestan hluta 4. þáttar. % Yiðeyjarstoðin er nú seld h.f. »Kárá<. Um kaupverð hefir ekki heyrst. Þrátt fyrir þáð, þótt félagið hafi tapað á hverju ári samkvæmt yfirlýsingu fram- kvæmdarstjórans f sumar, getur það keypt stærstu fiskverkunar- stöðina hér í nágrenninu. Bendir það á, að hagurinn sé betri en af er látið, þegar um kaup sjó- manna er að ræða, X. Ofanírekstúi' Bsejarfógetinn á ísafirði hefir nú í embættisnafni rekið ofan í >Morgunbiaðið< með sfmskeyti nafnlausan rógburð þesB um fjárhagsástæður ísa- fjarðarkaupstáðar, er birtist f blaðinu um bæjarstjórnarkosn- Ingarnar hér. Hefir bæjarfógeti með þessu staðfest frásögn Al- þýðublaðsins um mállð. Segist bæjarfógeti munu senda >Morg- unblaðinu< nákvæma leiðrétting sfðar bréflega, og fá burgeisar hér þá að sjá muuinn á stjórn samherja sinna og jatnaðarmanna. Inllúenzan. Landlæknir ákvað f gær, að mentaskólanum skyldi lokað vegna þess, að þar voru orðnir fjarverandi f gær eftir há- degið 97 nemendur af 247 alls. Þessi ákvörðun var tekin f sam- ráði við skólastjórnina og er einkum gerð kenslunnar vegna, en ekki sóttátinnar. í Barnaskól- anum vántaði í gær um þriðj- ung nemenda, en f Kennaraskól- anum ekki nema 4 af 46 eða 47, og í Stýrimannaskólanum vant- aði líka að eins 4 af álíka mörg- um nemendnm. í Samvinnuskóí- ánum vantaði f gærmorgun 8 nemendur af 27, en 3 féllu írá yfir daginn. Við verksmiðjuna á Álafossi lágu í gær 11 manns. Þessi inflúenzufaraldur fer úr þessu að verða all-ískyggilegur. Væri sjálfsagt ráð að athuga þegar, hvort ekki væri ástæða til meiri opinberra aðgerða, svo sem skipunar nefndar til eftlrlits og hjálpar, ef þyrfti, svo að ekki fari eins og 1918. í byrjun voru allir öruggir þá, en svo þirmdu ósköpin yfir. Ekki er alveg víst, nema veikin ieggist þyngra á, er hún útbrelðist meira, og svo ilia sem þorri fólks var vlðbú- inn þá, eru margir enn verr við- búnir nú að fá veikina ofan á atvinnuleysi og bágindi um há- vetur. Hver segir tll eða hjáipar, þar sem aiiir falla í valinn ( einu? Opinberan. Ungfrú Fríða Ara- dóttir Lindargötu 9 og Guð- mundur Haildórsson prentári Bar- ónsst g 10 hafa birt trúlofun sína. M u n i ö fyririestur major Grauslunds um John Wesley f kvöld kl. 8 í samkomusal Hjálpræðishersins. Ókeypis aðgángur. í þrjá næstu daga verðá seldar ýmsar vörur afaródýrt. Sérstaklega má netna í Herradeildinni: Ullarpeysur, áfaródýrar, en sterkár. Manchettskyrtur. Alfatcaður, unglinga, 19.50 settið. Sokkar, 3 teg. Gúmmfkápur. í vefnaðarvörudeildinni: Kveosjöl. Ymis jullartau. Rekkjuvoðir með vaðmálsvend. Náttföt fyrir börn. Enn fremur nokkuð af taubútum. Hailur Hallsson tannlœknlr hefir opnað tannlækningastofu í Kirkjustræti 10 niðri. Síml 1503. Yiðtalstími kl. 10—4. Sími heima, Thorvaldsensstræti 4, nr. 866. Olíugasvélar, þýzkar, selur Hannes Jónsson, Laugavegi 28. Kartöfiur, fslenzkar, selur Hannes Jónsson, Laugavegi 28. Rltstjjóri eg ábyrgðarmaðar: Halibjörn Halidórssen. Fraatsísiðja HáEgrfas Beaeáiktssecar, Bergstsðsxírstti 59,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.