Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 3
INNGANGSORÐ 1. tbl. Neytendablaðsins 1971 er í sama broti og Neytendablaðið 1970, en er 8 síðum stærra. Myndir og fyrirsagnir taka auk þess minna pláss en áður og eykst lesefni blaðsins því mjög mikið. tmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að spara útgáfukostnað og var setning þessa tbl. þannig gerð á skrifstofu Neytendasamtakanna. Leitazt hefur verið við að hafa efni þessa Neytendablaðs sem fjölbreytilegast. Veigamesta efni blaðsins eru þrjár greinar: Verðsamanburður á nauðsynjavöru á Reykjavíkursvæðinu og lands- byggðinni, Getnaðarvarnarpillan, - kostir og ðkostir, Neytendalöggjöf. Ætlunin er að Neytendablaðið komi út í 3 - 4 tbl. Mikið af efni næsta tbl. er þegar fullunnið eða er í vinnslu. Þannig verður fjallað ýtarlega um af- borgunarviðskipti í næsta tbl., en Neytendasamtökin hafa látið fara fram mikla könnun um þau og er grein um niðurstöður könnunarinnar nú í vinnslu. Einnig hafa Neytendasamtökin hafið herferð til að fá fram- leiðendur til að setja þyngdar- og innihaldsmerkingu á vöru sína, verður grein um það efni í næsta tbl. (Sjá nánar um þetta atriði á bls. 12). Við teljum að árangur þessarar herferðar sé þegar að koma í Eins og sjá má á ofanrituðu hefur ntstjðrn Neytendablaðsins tekið þá stefnu að láta megin- efni blaðsins byggjast fyrst og fremst á atriðum, sem vandlega hafa verið unnin. Sneytt er hjá ó- dýru æsifregnaefni. Þetta gerir efnissöfnun kostnaðarmeiri og gerir auk þess á vissan hátt meiri kröfur til lesenda blaðsins. Stærsti þátturinn í starfsemi Neytendasamtak- anna er eftir sem áður kvörtunarþjónustan, og er grein um hana hér í blaðinu. bar hefur verið unnið mikið starf undanfarna mánuði, matsnefndir hafa verið stofnaðar og Neytendasamtökin hafa fengið faglærða trúnaðarmenn sem ráðgjafa. Um matsnefndirnar er fjallað í sérstakri grein í blaðinu. Vegna þeirra eflingu, sem orðið hefur í kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna, hafa seljendur í vaxandi mæli tekið lögfræðinga í þjónustu sína til viðureignar við Neytendasam- tökin. Virðast lögfræðingar almennt vera öllu fúsari til að sinna málum seljenda en einstaka neytendur. Sýnir þetta e.t.v. eitt og annað um jafnrétti borgaranna gagnvart lögunum í þjóð- félagi okkar. Neytendasamtökin hafa sent til dagblaðanna nokkrar fréttatilkynningar undanfarna mánuði. Dagblöðin hafa sýnt þessum fréttatilkynningum misjafnan áhuga (sjá sérstaka skýrslu um frétta- tilkynningar á bls. 11). Tengsl við neytendasamtök erlendis hafa verið stórefld. Neytendasamtökin sendu Alþjóðasamtök- um neytenda og neytendasamtökum í ýmsum löndum ýtarlegar tillögur um siðareglur vegna endur- prentunar. Var þessurn tillögum alls staðar vel tekið. I nóvember 1970 var hafið mikið starf til söfn- unar nýrra félagsmanna Neytendasamtakanna. Þessi söfnun hefur gengið nokkuð vel; á tímabilinu nóv. 1970 - rnarz 1971 hafa þannig um 600 nýir félags- menn gengið í Neytendasamtökin. Eru þei allir úr Keykjavík og nágrannabyggðum Eeykjavíkur, enda hefur meðlimasöfnun ekki enn þá verið skipulögð utan Eeykjavíkursvæðisins. Þessi auknxng a felags- mannatölu Nevtendasamtakanna er nauðsynleg til^a hagsmunamálum neytenda. Opinberir styrkir eru takmarkaðir; þannig er styrkur ríkissjóðs kr. 125.000 árlega og var beiðni Neytendasamtakanna um hækkaðan árlegan styrk til samtakanna á fjár- hagsárinu 1971 hafnað. Hefur þá styrkur íslenzka ríkisins til Neytendasamtakanna verið óbreyttur síðan 1965. A Norðurlöndum mun venjan að ríkissjóður greiði 50 - 100% af kostnaði vegna neytendamálefna. Árgjald hvers félagsmanns Neytendasamtakanna er kr. 300 og felst í því m.a. áskrift að Neytenda- blaðinu. Síðan 1 október 1970 hefur fast starfslið Neyt- endasamtakanna verið Áslaug Káradóttir, sem annast daglegan rekstur skrifstofu samtakanna, og Björn Baldursson, sem annast almenn framkvæmdarstjórnar- atriði. Björn starfar aðeins að hluta hjá samtök- unum. Önnur aðkeypt vinna er takmörkuð, en felst einkum í rekstri Neytendablaðsins. Stjórn Neytendasamtakanna mun halda áfram að vinna að hagsmunamálum neytenda á þeim grundvelli, sem hún hefur ákveðið, - markvissu starfi án alls skrums. Fjárhagur samtakanna ræður mestu um það hve mikið starfið verður. Gísli Gunnarsson. Utgefandi: Neytendasamtökin skrifstofa Stórholti 1. Simar: 21666 og 19722. Pósthólf 1096. Formaður Neytendasamtakanna: Ottar Yngvason. Framkvæmdarstjóri Neytendasamtakanna: Björn Baldursson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins: Gísli Gunnarsson. Öll eftirprentun á efni Neytendablaðsins er bönnuð nema leyfi stjórnar samtakanna komi til. Hagnýting framleiðenda eða seljenda á einstöku efni í auglýs- ingarskyni fyrir vöru eða þjónustu er óleyfileg. Þetta bann getur þó ekki hindrað það ef einhver aðili vill stuðla að dreifingu blaðsins í óstyttu formi. Engar auglýsingar eru í blaðinu. Stjórn Neytendasamtakanna, kjörin á aðalfundi 8.febrúar 1971. Formaður Ottar Yngvason, héraðs- dómslögmaður, varaformaður dr. Bjarni Helgason, jarðvegsfræðingur, ritari Gísli Gunnarsson, kennari, gjaldkeri Garðar Víborg, fulltrúi, meðstjórnendur Ingólfur Hjartarson, skrifstofustjóri, Sigríður Haraldsdóttir, forstöðukona Leiðbeiningarstöðvar húsmæðra, Kristján Þorgeirsson, skrifstofumaður. Varastjórn: Hjalti Þórðarson, skrifstofustjóri, Hrafn Bragason, dómarafulltrúi, Svanlaug Baidurs- dóttir, blaðamaður, Erika Friðriksdóttir, hagfræð- ingur, Isidór Hermannsson, skrifstofumaður, Bjarni Sigtryggsson, blaðamaður, Jón Oddsson, héraðsdómslögmaður.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.