Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 5
Það, sem verðkarmað var, - 03 það sem elcki var verðkarmað» Flutningskostnaður veldur fyrst og fremst verðmismun á almennri neyzluvöru í Eeykjavílc og á landsbyggðinni. Stór hluti af neyzluvöru landsmanna er óháð- ur flutningskostnaði innanlands og má þar sem dæmi nefna fisk og fiskafurðir og þær landbúnaðar- vörur, sem eru háðar verðlags- grundvelli (fyrst og fremst kindakjöt og mjólk og mjólkur- afurðir). Á sérstökum stað hér í blaðinu er sýnd sundurliðun á framfærsluvísitölunni, þ■e. -■vernig neyzla Reykvíkinga skiptist á tímabilinu 1964-1966 samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Verðlag á fiski er svipað um allt land. beir tímar eru nú að mestu leyti liðnir að auðveidara sé fyrir íbúa kauptúna og kaup- staða landsbyggðarinnar að fá fisk keyptan en íbúa Reykjavík- ursvæðisins. I sumum landshlutum er miklu erfiðara að fá keyptan fisk en á Reykjavíkursvæðinu (þótt mörgum íbúum þar finnist það orðið nógu erfitt). Ef fiskur er sjaldan á boðstólum þurfa neyt- endur að kaupa meira kjötmeti, þ. e. þurfa að kaupa dýrari vöru. I sveitum er víðast hvar erfitt að fá keyptan fisk og sama gildir um suma þéttbýliskjarna eins og Akureyri. Verð á flestum íslenzkum land- búnaðarvörum er sama um allt land; þar sem landbúnaðarvörur eru háð- ar verðlagsgrundvelli er um jafn- aðarverð að ræða. Verðmismunur vegna flutnings- kostnaðar hér á Islandi gildir þvi fyrst og fremst um innflutta mat- vöru (mjölmat og aðra nýlenduvöru) og hreinlætisvörur, bæði innflutta og innlenda framleiðslu.Einnig er verðmismunur vegna flutningskostn- aðar á byggingarvöru, vélum, raf- tækjum, vefnaðarvöru og yfirleitt allri innfluttri vöru nema benzin og olíu (þar sem er jafnaðarverð). Verðmismunur vegna flutningskostn- aðar innanlands er raunar á enn fieiri tegundum af vörum en hér hefur verið minnzt á, en langt mál væri að reyna að telja þær allar upp. Sú verðkönnun, sem Neytendasam- tökin framkvæmdu síðastliðið sumar, var eingöngu á vörum í almennum matvöruverzlunum, sem ekki eru á jafnaðarverði. Var það allur hugs- anlegur mjölmatur, sykur, baunir, kakó, súpur, ávextir, rúsínur og hreinlætisvörur. Verð á bökuðu brauði var ekki athugað, en það verð endurspeglar verð á annarri vöru, sem verðkönnuð var. Láta mun nærri að verðathugun Neytendasam- takanna hafi náð til um 10% af þeirri neyzlu, sem talin er í fram- færsluvísitölunni. Stórir hlutar af neyzlu landsmanna, sem háðir eru flutningskostnaði innanlands, standa þannig utan við þessa at- hugun. Reykjavík - vörudreifingarstöð íslands Nær öll þýðingarmdkil heild- verzlun á Islandi er staðsett í Reykjavík; þar er innfluttu vör- unni skipað upp, hún er sett í vörugeymslur og fyrst þegar heild- sali hefur selt vöruna til smásala er hún flutt úr vörugeymslu hans til verzlunarinnar. Reykjavík er vörudreifingarstöð Islands. Að vísu þekkist það að vara sé flutt beint inn frá útlöndum til staða á landsbyggðinni og má þar fyrst nefna Akureyri. Sá innflutn- ingur virðist þó þjóna nær eingöngu markaðnum á Akureyri; t.d. þurfa Austlendingar yfirleitt að flytja vöruna frá Reykjavík, - Einnig er talsverður efna og matvælaiðnaöur á Akurevri, sem íbúarnir þar njóta góðs af, þ.e. fiutningskostnaður slíkrar vö.ru fyrir Akureyrarmarkað- inn feliur niður. Hreinlætisvörur eru hér gott dæmi. Akureyringar fá auðvitað vörur frá Efnaverk- smiðjunni Sjöfri án þess að flutn- ingskostnaður iinanlands sé í verðinu, - og þetta þýðir að framleiðendur hreirilætisvöru í Reykjavík fella niður flutnings- kostnað á vöru sína til Akureyrar til að standast samkeppnina við Sjöfn. En á sama hátt selur Efna- verksmið.ian S.iöfn vörur sínar í Reyk.iavík án þess að reikna með fiutningskostnaði f rá Akureyri i verðinu, — að sjá.l.i sögðu einnig vegna samk.ei'pninnar. Flutningskostnaður er hirs vegar reikriaður rækilega með 5 verði þessara sömu vörutegunda, þegar þær eru seldar í verzlunum á Austurlandi (sem flestar eru sam- vinnufyrirtæki). Þegar vara er flutt jheð bílum fer flutningskostnaðurinn eftir vegalengdinni sem ekin er. Þegar vara er flutt með skipi er flutn- ingskostnaðurinn sá sami án til- lits til þess hver vegalengdin er Vara flutt með skipi Samkvæmt gjaldskrá Skipaút- gerðar ríkisins, sem gilt hefur frá l.ágúst 1970, og gildir, þegar þetta er skrifað jan. 1971, kostað flutningur á hverju tonrii af vöru frá kr. 800 - 1600 kr. tonnið, og fer verðið eftir teg- und vörunnar. Farmgjald allrar venjulegrar pakkavöru er kr. 1300 tonnið. Til viðbótar farmgjöldum felast í flutningskostnaði með skipi uppskipunar og útskipunar- gjöld (uppskipun kostar kr. 400 - 450 tonnið í Reykjavíkurhöfn og útskipun ’costar hið sama) hafnar- giöld (sem eru mismunandi eftir stööum) og tryogingargjöld. Alls mun láta nærri að það kosti um kr.2800 - kr. 3000 að flytja tonn af pakkavöru frá Reykjavík með skipi til staða á landsbyggðinni, eða kr. 2.80 - kr. 3.00 á hvert kíló. Eins og áður hefur verið getið er flutningskostnaðurinn sá sami hver sem vegalengdin til hafna innanlands er. >ar sem bílaflutningakostnað- urinn er meiri en kr. 2.80 - 3.00 fyrir kílóið er hagkvæmara að flytja vöruna með skipi. Það er því ódýrara að flvtja vöru með skipi en bíl til Vestfjarða og Austurlands. (Þegar um Vestmanna- eyjar er að ræða kemur flutning- ur með skipi auðvitað aðeins til greina.) Ef varan er flutt til landsins beint á sölustað án viðkomu í Reykjavík sparast flutningskostn- aður innanlands að sjálfsögðu. Hér áður fyrr tíðkaðist mikið að varan væri sett í "framhalds- fragt", þ.e. varan var ekki skip- uð upp í Reykjavík heldur sigldi skipið með vöruna áfram til væntan- legra sölustaða á landsbyggðinni. "Framhaldsfragt" er nú að mestu leyti úr sögunni, - Reykjavík er svo rækilega orðin vörudreifinga- stöð landsins. (Aður hefur verið minnzt á helztu undantekninguna,- Akureyri.) 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.