Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 13
Kvartaö til sam- takanna Kvörtunarþjónusta Neytendasam- takanna er viðamikil og fara raunar 1 hána tiltölulega mestir kraftar og fjármunir samtakanna. Verður reglulega rætt um kvörtunarþjón- ustuna í Neytendablaðinu í fram- tíðinni. MALIN SEM LEYSAST Flest fyrirtæki leysa kvörtunar- mál þannig að neytendur verða á- nægðir. Hér verður birtur listi yfir fyrirtæki, sem leystu kvört- unarmál á viðunandi hátt tíma- bilið október - desember 1970. Neytendablaðið mun í framtíðinni að öllum líkindum halda éLfram að birta slíka lista. Halldór Sigurðsson, skart- gripaverzl., Skólavörðustíg 2 Skeifan, Kjörgarði, Laugav.59 Skóbúð Austurbæjar, Laugav.100 Skóbúðin Eymundssonarkjallara Brúðuviðgerðin, Skólav.stíg 13 Arbæjarbúðin, Rofabæ 7 Faco, Laugavegi 37 Tíðni h/f, Einholti 2 Gleriðja Suðurnesja Skóverzlunin Sólveig, Austur- stræti og Laugavegi Zeta, Skúlagötu 61 GUMA, Hverfisgötu 72 Verzlunin Jacobsen, Austur- stræti 9 Birken Stock, 56 Wuppertal Am Haldenberg 10, hýzkalandi. mAlin, SEM ekki LEYSAST Stundum leysast mál ekki á þann hátt, sem neytendur óska. Stundum er neytandinn með óbilgjarnar kröf- ur; stundum sýnir verzlunin ósann- girni. Nokkur fyrirtæki hafa ekki séð sér fært að leysa mál, sem Neytendasamtökin hafa vísað til þeirra og sem fyrirtækin hefðu átt að leysa að dómi samtakanna. Onýtu stígvélin Skóverzlun í Reykjavík seldi stígvél úr gerviefnum í leðurlíki, sem nefnd eru stretsstígvél, á kr. 1495. Við kaupin var kaupanda sagt þegar hann orðaði það, að bolur- inn væri þröngur, að hann ætti bara að "spyrna í", til að komast í stígvélin. Eftir mjög litla notkun var farið að rifna út úr saumunum á bolnum. Sjá meðfylgjandi mynd af stretsstígvélunum. Neytendasamtökin rituðu skó- verzluninni tvö bréf. Hvorugu þeirra svaraði verzlunin. Kaup- andi fór einnig og ítrekaði málið. Fékk hann enga úrlausn mála sinna. Ovenjulegt er að fyrirtæki sýni tilraunum Neytendasamtakanna til að ná fram rétti neytenda svona mikið virðingarleysi. Fulltrúi frá Neytendasamtökunum hringdi nýlega í þessa sömu skó- verzlun og spurði um áðurnefnd stretsstígvél. Fulltrúinn gaf ekki upp að hann væri frá Neytenda- samtökunum heldur þóttist vera aðeins áhugasamur viðskiptavinur. Verzlunin gaf ýtarlegar upplýsingar. Stretsstígvélin kostuðu nú kr. 1735. Bolurinn væri úr gervileðri og skór- inn væri sennilega líka óekta. Þeg- ar spurt var um almenn gæði stígvél- anna var svar verzlunarinnar að send- ingar væru misjafnarj í sumum til- ■ fellum reyndust stígvélin mjög illa, £ öðrum tilfellum reyndust stígvélin sæmilega. Verzlunin kvaðst ekki áköf að selja þessi stígvél en hins vegar væri eftirspurn hins almenna neytenda eftir stígvélunum mjög mikil. Þessi úrskurður verzlunarinnar um gæði eigin vöru kemur heim og saman við úrskurð trúnaðar- manns Neytendasamtakanna við mat á skóm nema að trúnaðar— maðurinn taldi að svonefnd stretsstígvél væru léleg vara undantekningarlaust. Hver ber ábyrgð á gallaðri vefn- aðarvöru? Verzlun ein í Reykjavík selur tilbúinn kvenfatnað. Kona nokkur keypti þar kápu og segir konan að verzlunarstúlka hafi sagt að káp- una mætti þurrhreinsa. Skömmu síðar lét konan kápuna í þurr- hreinsun. Þá eyðilagðist kápan. Matsnefnd í efnalaugamálum taldi sanngjarnt að tjónið skipt- ist jafnt milli efnalaugarinnar og verzlunarinnar. Verzlunin neitaði hins vegar harðlega að taka þátt í öllum kostnaði vegna kápunnar og lét lögmann sinn senda t Neytendasamtökunum bréf. Þar segir m. a. "Það skal tekið fram að íslenzkar efnahreinsanir hafa ekki skyldu til að hafa nokkurn mann við hreinsunina sem kann sérstök skil á verkinu. Hver sem er getur fengið sér vélar til hreinsunar og litunar flíka án þess að sýna nokkur skilyrði um kunnáttu til verksins". Odýru armbandsúrin Fyrirtæki nefnir sig Melíta heildverzlun og er skrásett sem slíkt á skrifstofu Borgarfógetans i Reykjavík. Nýlega seldi fyrir— tækið fjögur armbandsúr á kr. 1400 stk. Orin gengu í u.þ.b. 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.