Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 14
viku til hálfan mánuð að sögn kaupanda. (sjá meðfylgjandi mynd af úri). A úrunum stóð Lucerno, calender, Swiss Made. Skrifleg umsögn úr- smiðs kveður úrin vera svo léleg að ekki borgi sig að gera við þau. Eigandi neitaði að endurgreiða úrin en lét lögmann sinn senda Neytendasamtökunum bréf. Þar segir m.a. "Hverju úri fylgdi ábyrgðarskír- teini. 1 ábyrgðarskírteininu er svo kveðið á, að komi gallar fram á úri innan 12 mánaða, þá skuli senda það til viðgerðar hjá fram- leiðanda, er tilgreinir adressu sína í skírteininu. Þetta mátti kaupanda því ljóst vera við kaupin og á kaupandi því engar kröfur á hendur umbj. mínum." A ábyrgðarskirteini sést að "framleiðandinn" er Express Watch Repairs, heimilisfang London, Englandi. Neytendasamtökin eru með mál þetta í rakilegri rann- sókn. Fleiri fyrirtæki■■■ Við gættim nefnt hér mál fleiri fyrirtækja, sem sýndu neytendum óbilgirni að dómi okkar. Stór vefnaðarvöruverzlun, sem yfir- leitt hefur leyst kvörtunarmál sómasamlega, móðgaðist einn dag í desember svo rækilega við Neytendasamtökin vegna ákveðins máls að verzltinin neitaði að af- greiða algerlega óskilt mál sem þó hafði skömmu áður verið gefið loforð um að leysa. Annað fyrir- tæki, sem verzlar með byggingar— vörur, neitaði að borga 30.000 kr. innleggsnótu, sem veitt hefði verið vegna skila á gallaðri vöru, og fékk fyrirtækið lögfræð- ing sinn til að rökstyðja neitun sína með því að viðskiptavinur- inn hefði átt kost síðar meir að fá í stað innleggsnótunnar aðra vöru "mjög svipaða" þeirri, sem skilað var. En ekki eru tök á því í þessu blaði að rekja fleiri mál. Þetta ER MJÓLK Hvað er mjólk? eða réttara sagt: Hvaða efni eru í mjólkinni, sem við kaupum. Efnisinnihaldið er yfirleitt eitthvað þessu líkt: Vatn u.þ.b. 87.2% Mjólkurfita 3.8% Sykurefni 4.7% Sölt o.fl 0.8% burrefni samanlagt 12.8% Alls 100.0% Eitt glas mjólkur (u.þ.b. 2 dl.) inniheldur: u.þ.b. 136 hitaeiningar -"- 0.236 g. kalk -"- 0.186 g. fósfór -"- 0.0002 g. járn A vitamín u.þ.b. 200 einingar B-j vitamín 2.08 mg. vitamín -"- 0.34 mg. Niacin vitamín -"- 0.2 mg. C vitamín -"- 10.00 mg. Mörgum mun vafalaust finnast að mjólk innihaldi nokkuð mikið vatn, en ef mjólkin er borin saman við ýmsar aðrar fæðutegundir sjáum við að vatns- innihald mjólkur er minna en margrar matvöru, sem ekki er í fljótandi formi. % vatn Hitaeiningar á hverjum 100 gr. Mjólk u.þ.b. 87.2% u.þ.b. 68 Epli -"- 84.1% -"- 50 Laúkur 87-5% -"- 50 Gulrætur -"- 88.2% -"- 40 Kál -"- 92.4% 35 Tómatar -"- 94.1% -"- 20 Agúrkur -"- 96.1% -"- 15 14

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.