Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 15
'»«t>.o.o.t>.o.o.c}.o.o.o.oo.u.<a.ooo,oooto.o«tuloyf ©ffla©©&G>o&G>* y • O'fto’OCJOrtflOOCíO'OOO'OOOO'OO'OO'O-, RÉTTURINN 8 TIL AÐ VITA John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, samdi 1962 yfir- lýsingu í fjórum liðum um grundvallarrétt neytenda. Hún hljóðar þannig: Rétturinn til að velja, - geta gert kaup á fjölbreytilegu úrvali vöru og þjónustu, sem er fullnægjandi um gæði og dreif ingu og er á hæfilegu verði. Rétturinn til öryggis, - að ekki verði til sölu vara sem getur haft í för með sér hættu fyrir líf og heilsu. Rétturinn til áheyrnar, - aö tryggt sé að opinber yfir- völd taki nægilegt tillit til hagsmtmamála neytenda. Rétturinn til að vita, - vera verndaður gagnvart hættu- legum auglýsingum og að fá þær upplýsingar sem eru nauðsyn- legar til að geta valið vöru af fyrirhyggju. Hver er aðstaða íslenzkra neytenda gagnvart þesstim fjórum grundvallaratriðum neytendaréttar? vö,ru merk- ing! Við viljum vekja athygli enn þá einu sinni á nauðsyn þess að íslenzkir fram- leiðendur merki á umbúðir framleiðslu- vöru sinnar hver sé þyngd hennar og innihald. Þetta er grundvallaratriði í rétti íslenzka neytendans til að vita. Sjá nánar um þennan grundvallarrétt á bls. 12.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.