Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 17
kveðnir hafa verið upp, við þau siðalögmál sem seljendur sjálfir hafa gert fyrir starfsemi sína. Það er sem sagt túlkunaratriði hvað er "ótilhlýðilegt". Önnur spurning vaknar: Hver á að kveða upp úrskurð um hvað sé ótilhlýðilegt? Svíar hafa valið þá leið að láta neytendalögsögu- manninn og markaðsráðið hafa hér aðalúrskurðarvaldið. Þessir aðilar eiga í mati sínu að byggja aðallega á þeim reglum sem hingað til hafa verið settar og verið túlkaðar af ýmsum stofnunum og vinna síðan úr þessum reglum. Jafnframt er ætlunin að láta embætti lögsögumanns atvinnu- frelsis haldast ("lögsögumaður atvinnufrelsisins" hefur starf- svið sem einna helzt líkist starf^ verðgæzlustjóra - aths. þýð.). Lögsögumaður atvinnufrelsis á að sjá um að framfylgt sé reglugerðum og lögum um verðgæzlu og samkeppn- ishömlur. Ákveðið er að náin sam- vinna verði milli hans og neyt - endalögsögumannsins. Neytenda- lögsögumaðurinn á einnig að hafa nána samvinnu við aðrar stofnanir ríkisins, sem vinna að neytendamál- um, og við þau frjálsu samtök neytenda, sem í landinu eru. Neytendalögsögumaðurinn I upphafi munu um 21 maður starfa við embætti neytendalög- sögumannsins. 1 stuttu máli á starf hans að felast í því að stuðla að heilbrigðum verzlunar- háttum á öllum sviðum:, þó er verðgæzla og eftirlit með sam- keppnishömlum utan verkasviðs hans. Ráðleggingar eiga að vera mikill hluti starfs hans. Ef til dæmis framleiðandi vill ráðfæra sig við neytendalögsögumanninn um fyrirhugaða auglýsingaher- ferð, á skrifstofa lögsögumanns- ins að gefa framleiðandanum ráð- leggingar eins vel og rækilega og hugsanlegt er. Auk þess á neyt- endalögsögumaðurinn að reka upp- lýsingarstarfsemi bæði fyrir neyt- endur og framleiðendur um þá verzl- unarhætti sem taldir eru tilhlýði- legir hverju sinni. En sá hluti starfseminnar, sem mikilvægastur er talinn í dag, er sjalft eftirlitið, - starfsemi sem fyrst og fremst miðast við að vernda neytendur gagnvart villandi og óheið- arlegum auglýsingum. Athuga á allar auglýsingar, sem birtast, og auk þess a að taka til meðferðar allar kvartanir um ótilhlýðilega verzl- unarhætti, sem berast. Sérstök ákvæði í sænsku lögunum gefa lögsögumanninum vald til að grípa í taumana þegar um er að ræða auglýsinga- og söluaðferð. sem samrýmist ekki lögum um "ótil- hlýðilega verzlunarhætti". Neyt- endalögsögumaðurinn á að reyna að leysa sem flest mál með samn- ingum við viðkomandi aðila. Takizt það ekki getur hann sent málið til markaðsráðsins. I ein- stökum tilfellum og með vissum skilmálum getur lögsögumaðurinn sjálfur lagt bann við verzlunar- háttum, sem hann álítur að séu ótilhlýðilegir. Markaðsráðið I markaðsráðinu munu sitja menn, sem geta talizt fulltrúar fyrir hina ýmsu hagsmunahópa, - framleiðendur, neytendur, laun- þegasamtök. Alls munu um 9 menn sitja í ráðinu. Hlutverk markaðsráðsins er tvennskonar: Að dæma um brot á lögum um ótilhlýðilega verzl- unarhætti og að dæma um brot á lögum um verðgæzlu og samkeppn- ishömlur. Lagabrot af þessum tegimdum má þó einnig fjalla um fyrir almenntim dómstólum. En ef mál, sem markaðsráðið hefur fjallað um, kemur einnig fyrir dómstól, getur sá dómstóll ekki ógilt úrskurð markaðsráðsins um hvað sé tilhlýðilegur verzlunar- máti. Miög strangar kröfur og sér- stök bönn Mjög strangar kröfur eru gerðar til söluaðferða a vöru eða þjónustu, sem neytendur hafa ekki áður haft tækifæri til að öðlast þekkingu á. Bannaðar verða sérstaklega auglýsingar, sem skírskota einkum til barna og sjúklinga. Auk þess eru villandi auglýsingar bannaðar og bannað verður að selja vöru með hjálp "viðbótarverðmæta" í formi annar- ar vöru. (dæmi um "viðbótarverð— mæti" við sölu á vöru á íslandi er flautan, sem fylgir "flautu- buxunum" svonefndu. Auglýsingin um "flautubuxurnar" skírskotar auk þess nær eingöngu til barna, - aths. þýð.). Villandi framsetning efnis í auglýsingum er einnig bönnuð. Flestir lesa auglýsingar hratt yfir. Við mat á auglýsingtun verður að taka tillit til þessa. Auglýsing getur við nákvæman lestur reynzt gefa alveg réttar upplýsingar, en getur samt talizt villandi ef almenn áhrif hennar við skjótan lestur gefa ranga mynd af því sem auglýst er (Dæmi um slíka auglýsingu er þegar myndin kemur textanvun ekkert við, myndin dregur alla athygli lesandans, en ekki text- inn, sem e.t.v. er sannur að öllu leyti, - aths. þýð.). Er túlkunarfrelsið í hættu? I sænsku lögunum er þessu atriði gefinn sérstakur gaumur. Þar sem mikilvægasti þáttur lag- anna er eftirlit með auglýsingum, verður vissulega að gæta þess að lögin setji prentfrelsið hvergi í hættu. Sérstök áherzla er lögð á það í lögunum að þau verði að túlka á slíkan hátt að hvergi verði vegið að prentfrelsinu. Eru þessi lög til fyrirmyndar i öðrum lögun? I lok greinarinnar í norska blaðinu er spurt að því hvort svipaða löggjöf og þá sænsku ætti að setja í Noregi. Bent er á að reynt hafi verið að samræma sem bezt lög á Norðurlöndum er varða verðgæzlu og samkepphis- hömlur og hafi Svíþjóð ávallt verið hin mikla fyrirmynd hinna Norðurlandanna, þegar slík lög hafi verið sett. Hins vegar hafi þess ekki verið gætt í Noregi eins vel að hafa Svíþjóð sem fyrirmynd þegar löggjöf um neyt- endavernd hafi verið ákveðin, og Noregur standi í þessum efnum langt að baki Svíþjóð. Blaðið kvartar undan því að túlkun framleiðenda og seljenda hafi til þessa verið allt of mikið ráðandi í Noregi þegar úrskurða á hvað séu tilhlýðilegir verzl- unarhættir og hvetur til þess að í Noregi verði sem fyrst sett löggjöf til verndar neytendum, sem verði svipuð þeirri sænsku. Þessu til stuðnings er bent á að á Norðurlöndunum riki almennt svipaðar siðferðiskröfur til aug- lýsinga og annarra verzlunar- hátta, þótt löggjöfin sé mismun- andi. 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.