Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 19
Virtur sérfræðingur í krabba- meinsrannsóknum í Bandaríkjunum, Dr. Ray Hertz, sagði nýlega í vitnisburði fyrir sérstakri stjérnarnefnd að eitt efni í getnaðarvarnarpillum, - hormón, sem nefndur er estrogen, hefði "fyrir krabbamein í brjósti sömu þýðingu og áburður hefði fyrii kornrækt". Pr Hugh Davis, sem starfar við Johns Hopkins lækna- háskólann, sagði að milljónir bandarískra kvenna "væru að neyta þessara efna næstum eins sjálf- krafa og kjúklingar ætu korn", án þess að vita að efnin (þ.e. í getn- aðarvarnapillunum) gætu e.t.v. or- sakað krabbamein, blóðkökka, sem geta stíflað æð, sykursýki og æða- kðlkun. Hrjnn sagði að pillan hefði haft í för með sér hættur, sem áður hefðu verið óþekktar í lækn- isfræðinni. Sjónarmið mjög frá- brugðin þessum hafa komið fram. Dr. Louis Hellman, sem hefur verið í forsæti í ráðgjafanefnd lyfjaeftirlits bandarísku sam- bandsstjórnarinnar, sagði að nota ætti pilluna með varúð, en hún væri samt bezta getnaðarvörnin fyrir margar konur. Og dr. Robert Kistner sem er viðurkenndum sér- fræðingur í þessu máli, sagði ein- faldlega; "Pillan er örugg". Er pillan örugg eða er hún það ekki? Bandariska stjórnin birti úr- skurð sérfræðinga sinna síðastlið- inn september (1969). há hafði rað- gjafanefnd lyfjaeftirlitsins undir foryztu dr. Hellmans lokið umfangs— miklum rannsóknum. Lokaniðurstöður voru birtar í sérstakri skýrslu sem var 88 blaðsíður. Var þar mikið um tæknileg smáatriði og þau marg— víslegu hliðaráhrif, sem ýmsir hafa talið að fylgdu pillunni, voru at- huguð gaumgæfilega og rækilega skýrt frá niðurstöðunum. Lokaorð rannsóknarinnar voru þessi: "Þegar kostir þessara lyfja eru bornir saman við hugsanlegar hættur vegna þeirra, er nefndin þeirrar skóðun- ar að hlutfall gagns miðað við á- hættu er nægilega hagstætt til að úrskurða lyfin örugg frá sjónar- miði almennra laga.n Síðan hefur dr. Hellman útskýrt skýrsluna þannig að hún gæfi hvorki "rautt ljós eða grænt ljós" fyrir pilluna heldur "gult varúðarljós". Það er vissulega athyglisverð stað- reynd að nefnd, sem skipuð er fær- ustu sérfræðingum Bandaríkjanna og sem hafa við hendina allar fáanlegar upplýsingar, getur hvorki tekið nei- kvæða né jákvæða afstöðu til pill- unnar. Staðreyndin er sú að þótt vitnisburður nefndarinnar sé viða- mikill, er hann fjarri því að vera fullkominn, niðurstöðurnar stang- azt stundum á og oft fást alls engar niðurstöður. - Þetta er í stuttu máli það sem er vitað, - og það sem ekki er vitað, um getn- aðarvarnapi1lur. Pillan er mjög vinsæl vegna þess að hún hefur ýmsa mjög augljósa kosti. Hún er áhrifamikil, - er raunar áhrifameiri en nokkrar aðrar algengar getnaðarvarnir. Pað er auðvelt að nota pilluna, notkun hennar er ekki bundin neinum sér- stökum samförum, - en þetta atriði fellur mörgum hjónum vel í geð. Og ekki er hætt við að pillan bregðist í notkun eins og stundum vill verða þegar um er að ræða getnaðarvarnir af þeirri gerð, sem venjulega eru fyrst teknar í notkun eftir að ást- arleikur er hafinn og kynhvötin örvuð og vilja því stundum gleymast (smokkur, hetta o.fl.). 1 stuttu máli: Kostir pillunnar eru ótvíræðir. En pillunni fylgja einnig vissar hættur. I pillunni eru tvö efni, estrogen og progestin, sem eru lík þeim hormónum sem eggja- stokkarnir framleiða i venjulegum tíðarmánuði. Til að hindra getnað koma þessi efni í veg fyrir þá hormónastarfsemi sem við venju- legar aðstæður orsakar egglos, (þ.e. egg fer frá eggjastokknum niður eggjapípurnar í legið). Um leið og egglos er hindrað, hafa estrogen og progestin ýmis önnur áhrif á líkamann. Sum þessara hliðaráihrifa eru sennilega smá- munir einir. Önnur hliðaráhrif, sem eru tiltölulega sjaldgæf, geta verið hættuleg. hað er i rauninni ekkert nýstár- legt að áhætta fylgi lyfjanotkun. Öll gagnleg lyf hafa hliðaráhrif. Notkunargildi lyfs er komið und- ir því sem læknar nefna hlutfall gagns miðað við áhættu. Ef sjúk- lingur þjáist af mjög alvarlegum ígerðar eða smitunarsjúkdómi, hikar læknir ekki við að nota sterkt sóttvarnarlyf, jafnvel þótt hann viti að það geti or- sakað alvarleg hliðaráhrif og jafnvel skemmt líffæri eða drepið. Hugsanlegt gagn lyfsins er svo mikið að vel er þess virði að taka áhættuna. En þegar kemur að því að meta hlutfall gagns pillunnar miðað við áhættuna vegna hennar, skap- ast mörg vandamál. Kostina þekkja menn vel. En enginn veit i raun og veru hve mikil áhættan er. Kona, sem notar pilluna, sýnir viðbrögð, sem eru lík þeim er verða meðal barnshafandi kvenna. Margar svipaðar breytingar eiga sér stað í líkama hennar. Þess vegna varð enginn mjög undrandi hér áður fyrr þegar konur, sem neyttu pillunnar, fóru að þjást af ógleði og sárs- auka í brjóstunum eða þegar þær þyngdust dálítið. Smám saman fóru að berast fréttir um önnur hliðar- áhrif, sem einnig eru einkennandi fyrir barnshafandi konur: Höfuð- verkur, sinadráttur, uppþemba, taugaveiklun, kvíði, þunglyndi, svimi, stækkun brjósta og þreyta og fleira. Yfirleitt töldu læknar að óþægindi þessi væru þýðingar- litil. Ef kona treysti sér til að nota pilluna áfram í nokkra mánuði, hurfu þessi óþægindi venju- lega. En í mörgum tilfellum voru hliðaráhrifin nægilega slæm til að konan hætti að nota pilluna. Eitt einkenni var sérstaklega slæmt. Sumar konur, sem notuðu pilluna, sýndu aukna tilhneigingu til að fá æðastíflusjúkdóma þar sem blóðkökkur, venjulega í æð í fótlegg, veldur sársatika og bólgum. Slíkur blóðkökkur getur einstaka sinnum farið frá þeim stað í líkamanum, þar sem hann myndaðist, og flutzt með blóð- straumnum. f>á myndast það sem nefnt er blóðtappi. Blóðtappi getur skapað stíflu í lungnaæð- um. Slíkur blóðtappi veldur oft varanlegu heilsutjóni og er stund- um lífshættulegur. Þótt grunur léki á því gat eng- inn verið viss hvort pillan gæti orsakað eitthvað heilsutjón af völdum æðastíflu. Að visu er vitað að barnshafandi konur verða oftar fyrir heilsutjóni af þessri tegund en þær, sem ekki eru barns- hafandi, - og það er ýmislegt likt með konum sem nota pilluna og barnshafandi konum. En var konum, sem notuðu pilluna, nokkuð hættara við að fá æðastiflu en öðrum konum? Margir sérfræðingar töldu að sterkar fræðilegar líkur væru fyrir því. Þegar kona er barns- hafandi, verða storknunarþættir blóðsins áhrifameiri, e.t.v. til að minnka blóðmissi við fæðingu. I ljós hafði komið að sömu breyt- ingar á storknunarþáttum blóðsins höfðu átt sér stað hjá konum, sem notuðu pilluna. En enn þá var samt engin sönnun fyrir því að konur, sem notuðu pilluna, fengju oftar blóðtappa en aðrar konur. En sönnun fyrir því kom fram í april 1968. A grundvelli mikilla 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.