Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 23
ur um að lykkjan hafi komizt inn 1 gegnum legið og valdið þar sýk- ingu gefa til kynna að konur, sem nota lykkjuna, ættu að ganga reglu- lega í læknisskoðun. (A Islandi mun vera venja að konur, sem nota lykkjuna, gangi í læknisskoðun reglulega.) Venjulega tekst konum, sem átt hafa börn, bezt að nota lykkjuna, þótt sumar konur, sem ekki hafa orðið mæður, geti notað hana líka. Stærsti kosturinn við lykkjuna er sá að þegar búið er að koma henni fyrir einu sinni, skapar hún getn- aðarvörn um ótakmarkaðan tíma. Lykkjuna má auðvitað fjarlægja ef óskað er. Hettan er getnaðarvörn, sem notuð hefur verið í marga ára- tugi. (Hér er átt við hina svo- nefndu leggangnahettu, eða diap- hragm á erlendum málum). Þangað til fyrir áratug var hettan sú getnaðarvörn, sem bandarískir læknar ráðlögðu mest notkun á. A hettunni eru smyrsl, sem eyða sæðinu. Hettan er enn þá mjög vin- sæl getnaðarvörn. Aðalókosturinn við hettuna er, að hún er venju- lega tekin í notkun fyrst skömmu fyrir samfarir og finnst mörgum sá tími, sem fer til að koma henni vel fyrir vera óæskilegt hlé á kynlífinu og minnka ánægjuna af því. Öðrum er sama um þetta atriði. Andstætt lykkjunni er hettan áhrifa- ríkari í notkun hjá konum, sem aldrei hafa fætt barn, þótt mæður geti notaö hettuna líka. En að sjálfsögðu hefur hettan aðeins notkunargildi ef hún er raunverulega notuð og ekki bara látin liggja í náttborðs- skúffunni. Smokkurinn er eldri tegund getn- aðarvarnar en hettan, en mörgum hjónum finnst enn þá smokkurinn vera hentugasta getnaðarvörnin, e.t.v. vegna þess að frumkvæðið við notkun er hjá karlmönnum. Smokkurinn er álíka áhrifarík getnaðarvörn og hettan en hefur sama ókost. Það vill stundum gleymast að nota hann í tilfinn- ingarhita augnabliksins. Auk þess veikir smokkurinn snerti- skynjun karlmannsins. Margar aðrar getnaðrvarnir eru notaðar. Leghálshettan (cervial cap) er ein þeirra. Hún er áhrifaminni en bæði hettan (leggangnahettan, diaphragm) og smokkurinn og hefur reynzt mörgum konum erfið í notkun. Sumar konur nota enn þá smyrsl, sem eiga að eyða sæðinu, án þess að nota hettu um leið. Það er mjög léleg getn- aðarvörn. Að lokum má geta frjó- semisrímsins, einu gatnaðarvarn- arinnar sem kaþólska kirkjan viðurkennir sem felst einfald- lega í því að konan á að reikna út hvaða daga hún er frjó og forðast að hafa samfarir á þeim dögum. Flestir sérfræðingar telja að þessi getnaðarvörn sé betri en alls engin, en meira gildi hefur hún varla. En það er ein tegund getnaðar- varna enn þá ótalin, sem er mjög lítið notuð þótt hún skili 100 prósent árangri og sé jafnvel áhrifaríkari en pillan. Bæði karl- menn og konur geta notað hana, hún felst í einni lítilli aðgerð og endist ævilangt og hún hefur engin hættuleg hliðaráhrif. Þessi getnaðarvörn felst í því að gera einstaklinginn ófrjóan. Hér er um einfalda aðgerð að ræða á konum og enn þá einfald- ari á karlmönnum. Læknar framkvæma aðeins slíka aðgerð ef þeir eru vissir um að einstaklingurinn vill ekki eing- ast fleiri börn. Samt er oft hægt að framkvæma seinna aðra aðgerð, sem gerir einstaklinginn frjóan afturj er það hægt í um helmingi tilfellanna. Astæða er til að eyða gömlum fordóm í þessu sambandi. Það hefur engin áhrif á kynhvöt og kynlif einstaklingsins, þótt hann sé gerður ófrjór. Ef pillan er notuð Ef kona ákveður. að nota pill- una, á hún að gera allar möguleg- ar ráðstafanir til að draga úr hættunum. Hún þarf að fara í full- komna læknisskoðun á sex til 12 mánaða fresti, þar sem m.a. fer fram krabbameinsrannsókn á móður- lífi og brjóstum og blóðþrýsting- ur mældur. Nota á aðeins þær tegundir pill- unnar, sem innihálda lægsta hugs- anlega hormónamagn. Pillan, sem notuð er, má t.d. ekki innihalda meira en 0.05 mg estrogen. En mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa er þetta. Látið ekkert tal og er.gin skrj f um pilluna orsaka það að þið hættið að nota pilluna i einhverri ofsa- hræðslu. Nýlega voru i Bandariki- unum miklar umræður um pilluna og var tilefnið rannsókn sér- stakrar nefndar öldungardeild- arinnar á hugsanlegri skaðsemi pillunnar. Þar létu m.a. ljós sitt skína fjölmargir vísinda- menn, sem eru mjög andsnúnir víðtækri notkun pillunnar og tíunduðu vandlega allar hugsan- legar hættur vegna hennar. Fjöl- margir skýrðu síðan frá athuga- semdum þessara vísindamanna á jafnvel enn þá vandiegri hátt. Könnun sem gerð var skömmu eft- ir þessar miklu umræður um pill- una leiddu í ljós að 18 prósent allra kvenna, sem pilluna notuðu í Bandaríkjunum, höfðu hætt við notkun hennar af ótta við hættu- leg hliðaráhrif. Það þýðir að um 1 milljón og 700 þúsund banda^ rískar. konur voru skyndilega án þeirrar tegundar getnaðarvarna, sem þær höfðu notað. Sumar konurnar tóku vafalaust í notkun aðrar tegundir getnaðar- varna þegar í staú. En margar konur hættu vafalaust að nota pilluna áður en þær höfðu gert nokkrar ráðstafanir til að út- vega sér aðrar getnaðarvarnir. Dr. E. Elgin Orcutt, forseti fjölskylduáætlunarsamtaka San Francisco borgar hefur áætlað að um 100.000 konur yrðu senni- lega barnshafandi vegna þessa mikla fráhvarfs frá notkun pill- unnar eftir umræðurnar um hana. Af þessum hóp kvenna munu um 25 deyja vegna sjúkdóma af völdum þess að þær urðu barnshafandi. Sumar munu vafalaust láta eyða fóstrinu ólöglega. ttr þeim hópi mun ein af hverjum þúsund deyja. Flestar konurnar, sem hætta að nota pilluna í ofsahræðslu, hafa gleymt því að alls engar eða mjög lélegar getnaðarvarnir eru miklu hættulegri en pillan. Þær konur eru vissulega til, sem ekki geta notað aðra tegund getnaðarvarna en pilluna, og getur það stafað bæði af líf- fræðilegum og sálfræðilegum ástæðum. Fyrir slíkar konur er pillan auðvitað rétta getn- aðarvörnin svo framarlega sem þær hafa ekki þjáðst af neinum sjúkdómi sem hindrar að þær geti notað pilluna. Komst þú samkvæmt áætlun eða ert þú hrein tilviljun? 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.