Neytendablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 8
Stöðugur áróður lyfja- framleiðenda flæðir yfir læknana allan ársins hring. lækna, ekki til þess að gera þá neikvæða gagnvart notkun lyfja, heldur til þes s að minna þá á að nota lyf með gætni". (Bls. 81-82, Læknablaðið 3. hefti 1969). 1 áðurnefndri grein í Consum- er Reports er mælt með tvenns konar ráðstöfunum. 1. Notkun klóramfeníkóls ætti einungis að binda við sjúkra- hús. Þau tilfelli, þar sem eðlilegt er að nota klóram- feníkól, eiga yfirleitt ekki heima annars staðar en á sjúkrahúsi. 2. Meðan klóramfeníkól er veitt út á lyfseðil, ætti að setja skýra aðvörun um hættuleg hliðaráhrif lyfsins utan á umbúðir þess. - Hér er raunar komið að nokkuð viðkvæmu atriði. Er ekki með slíkri aðvörun verið að lýsa vantrausti á lækna. ? Hér er því til að svara, að læknar er skeikulir eins og aðrir menn og reynslan af sölu klóramfeníkóls sýnir , að sumir læknar í Bandaríkjunum eru of mót tækilegir fyrir ötulum og lævísum áróðri lyfjafram - leiðenda. ( Engar svipaðar heimildir eru til um íslenzka lækna ). Vegna þessa máls hafa Neyt- endasamtökin skrifað heil - brigðismálaráðuneytinu bréf, þar sem beðið er um rann- sókn á notkun klóramfeníkóls á fslandi í dag. Víða erlendis eru tölur um notkun hættulegra lyfja ávallt við hendina - og eru opinber skjöl. Er því ekki til of mikils mælzt að heil- brigðismálaráðuneytið láti safna upplýsingum um notk- un lyfs eins og klóramfení- kóls - slíkar upplýsingar eru auðfengnar úr tollskýrsl- um. Ennfremur er þess farið á leit við ráðuneytið , að það láti sérfróða menn athuga , hvort ekki sé full ástæða til að setja strangari reglur um notkun klóramfeníkóls en nú gilda. Það er von Neytendasamtak- anna.að heilbrigðismála - ráðuneytið ( og þá auðvitað um leið - ráðgjafi þess, Lyfjaskrárnefnd) bregði hér skjótt við. LYFJASKRÁRNEFND (THE ICELANDIG PHARMACOPOEA COMMISSION) (DEN ISLANDSKE FARMAKOPÉKOMMISSION) HVERFISGATA 39, REYKJAVÍK ÍSLAND (ICELAND) NEYTENDASAMTÖKIN SENDU LYFJASKRAR- NEFND LJÖSRIT AF ÞESSARI FRÉTTATIL- KYNNINGU ALÞJÖÐASAMTAKANNA. MEÐ LJOSRITINU VAR SENT BREF, ÞAR SEM LYFJASKRARNEFND VAR BEÐIN UM AÐ SEGJA ALIT SITT A LYFINU CLOROMYCE- TIN I LJOSI FRETTATILKYNNINGARINNAR . BRÉF OKKAR VAR DAGS. 28. 10. 19?0. BREF BARST FRA lyfjaskrarnefnd 7.12. 1970. EINS OG SJA MA ER ENGAN VEGINN HÆGT AÐ TELJA BREF ÞETTA SVAR, HVAÐ ÞA ALIT. BRÉFIÐ ER SVO- HLJOÐANDI Reykjavik, 7. 12. 1970 Varðandi bréf neytendasamuakanna, sem dagsetL er 28. 10. 1970, með fyrirspurn um lyfið CHL0R0MYCETIN ásamt fylgiskjali skal tekið fram, að lyf þetta er á sérlyfjaskrá í 3 formum: augnsmyrslj, hylki og stungulyf. Lyfið hefur því að dómi lyfjaskrárnefndar verið talið standast þœr kröfur, sem gerðar eru til sériyfja samkvæmt lyfsclulögum. F.h. lyfjaskrárnefndar, Til N e y t e ndas amt-akanna, Pósthólf 1096, Reykjavík. 8

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.