Neytendablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 20
Ef til vill telur JMJ.aS verðmæti flautunnar sé ekki það mikið , að um kaup - bæti sé að ræða, en JMJ veit.að sala buxnanna er undir flautunni komin. Það sést glögglega á sjón- varpsauglýsingunni - þar sem krakkar sjást í ein - hverjum gallabuxum -með eina, sem sagt er í auglýs- ingunni er FLAUTUBUXUR JMJ lætur neytendum ekki í té neinar gæða eða verð- upplýsingar. megin mál BELTI GEFINS? Þafl mætti orða það þannig. Drengjagallabuxur með vönduðu leðurbelti. Stærðir: 6—12 kr. 195.00 Stærðir: 14—18 kr. 200.00 Kynnið yöur hvað leðurbelti kosta og þér munuð sji, að við Itggur að buxumar séu gefnar. Mirmstu númerín eru með tvöfökhi hné. Við hjálpum yður að iitbúa bömin ódýrt i sveitina. TVÍMÆLALAUST KJARAKAUP ÁRSINS. Belti gefins, Egill Jacob- sen Reykjavík. Belti Gefins: Orðið gefins- þrátt fyrir spurningamerkið- á að höfða til þess fólks, sem trúir auglýsingum ótakmarkað og hleypur til og kaupir - af því að eitthvað er gefins. I auglýsingu þessari eru upp - lýsingar um stærðir og verð. Síðar í auglýsingunni er sagt, að við liggi - að buxurnar séu gefnar. Þá er búið að tala um - belti gefins - buxur gefins - eða allt gef- ins. Greinilegt er,að Egill Jacobsen vill íslenzkum neytendum vel - og í aug - lýsingunni eru lesendur að lokum fullvissaðir um, að þetta séu tvímælalaust kjarakaup ársins. Neyt - endur ættu að minnast þess.að hér eru engar upp- lýsingar um gæði buxn - anna, og það er þess vegna ósannað, að hér sé um að ræða þau kjarakaup, sem fyrirtækið talar um.Geti fyrirtækið hins vegar fært sönnur á "jákvæða endingu" og gæði vörunnar - er hér um álitleg kaup að ræða, miðað við það að buxurnar eru næstum því gefins. Sú kenning hefur komið fram, að ein aðalorsök þess að neyt- endasamtök urðu til - hafi verið óskammfeilni auglýsenda og ósvifni auglýsinga þeirra.Neyt- andinn vissi aldrei ,hvort aug- lýsingunum var treystandi eða ekki. Það kom oftlega í ljós , að hin auglýsta vara hafði alls ekki þá eiginleika, sem aug - lýstir höfðu verið. Auglýsingar- nar voru fullar sjálfsánægju - hrópandi á neytandann að kaupa hina frábæru vöru. Margar auglýsingar eru hinsveg- ar heiðarlegar, blátt áfram og upplýsandi um gæði.verð og eig- inleika hinnar auglýstu vöru. Maður sættir sig við það, að auglýsingar eru daglegur þátt- ur í lífi nútfmafólks, en ennþá eru of margar auglýsingar miður góðar. Þær gefa til dæmis engar upp - lýsingar um vörunai, en reyna að afvegaleiða hinn væntanlega kaup- anda . Enn þá birtast auglýsingar, sem eru beinlínis sviksamlegar. ýkjur Sumir auglýsendur segjast á- byrgjast framleiðslu sína.þótt þeir geri það reyndar ekki. Sumir framleiðendur segja.að framleiðsla sfn megri neytandann þótt sú sé ekki raunin. Til eru auglýsendur, sem segja að ákveðin framleiðsla fegri neytandann - þótt hin sama fram- leiðsla geti aðeins hreinsað við- komandi neytanda. Sumir framleiðendur segja.að framleiðsla sín hafi mikið nær- ingargildi , þótt hún hafi það ekki. Þá eru og til framleiðendur, sem segja framleiðslu sfna geta drepið bakteríur, þótt ósatt sé. Þrýstingur Mjög margar auglýsingar fræða þig um það.hvað finna megi að þér - þar eð þú kaup- ir ekki þá vöru , sem auglýs- ingin auglýsir. Þannig van - kantaupptalningu er oft að finna f auglýsingum, sem boða snyrtivörur eða mat. Þessar auglýsingar segja þér minnst um vöruna sjálfa, en meira um þann, sem ies auglýsinguna. Aðrar aug - lýsingar notfæra sér hræðslu afbrýði, einmannakennd, öfund, metnað, snob eða græðgi. Maður mætti halda,að aug - lýsing, sem segir ekkert - eða er bara innantómt pfp - hafi engin áhrif á lesandann, áheyrandann eða áhorfandann. 20

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.