Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 3
INNGANGSORÐ I í þessu blaði erugreinarum alþjóðasamtök neytenda og neytendasamtök f Bretlandi og þá lærdóma sem af þeim má draga. Ljóst er að íslenzka rfkið verður að stórauka styrk sinn til neytendamála ef fsland á ekki að halda áfram að dragast aftur úr öðrum Evrópuþjóðum í þeim málum. Hér koma nokkrar tillögur um skipulagn- ingu og framkvæmd neytendastarfs á vegum ís- lenzka ríkisins. 1. Framlag ríkisins til neytendamála verði stórhækkað frá þvf sem nú er (Styrkurinn til Neytendasamtakanna er nú kr. 125.000 árlega og tilKvenfélagasambands fslands vegna reksturs Leiðbeiningar stöðvar húsmæðra og annarar hús - mæðrafræðslu kr. 650. 000 árlega). 2. Sér stakt Neytendaráð verði stofnað. Við- skiptamálaráðherra skipi meðlimi þess eftir til - lögum frá Neytendasamtökunum.Kvenfélagasam- bandi Islands og verkalýðs og launþegafélöeum . Einnig sitji í þvf fulltrúar frá Rannsóknar stofum atvinnuveganna. Hlutverk ráðsins verði: a. Að vinna að samræmingu neytendastarf s um land allt. b. Að gera tillögur til ríkisvaldsins um mál- efni er varða hagsmuni neytenda. c. Að athuga, hvar helzt sé þörf á að gera ithuganir f neytendamálum og setja fram tillögur til ríkisvaldsins um fjárveitingar vegna slíkra athugana. Fyrst um sinn að minnzta kosti ætti það ekki að vera í verkahring Neytendaráðsins að annast upplýsingarstarfsemi fyrir neytendur. Fyrir eru sjálfstæð félagssamtök sem reynslu hafa af slíkri starfsemi. (Kvenfélagasamband Islands og Neytendasamtökin). Mikilvægari ástæða er þó, að það er tæplega f verkahring ríkisstofnana að útdeila upplýsingum, sem komið gætu einstökum fyrirtækjum illa, - að minnsta kosti er slfkt ekki vani íslenzkra rfkis- stofnana. Hver sem þróun verður í fr ekari skipulagn- ingu neytendamálefna breytir hún engu um þá staðreynd.að Neytendasamtökin munu halda á- fram að starfa sem sjálfstæð félagssamtök. Ef Neytendaráð verður stofnað eftir þeim hugmynd- um, sem settar voru fram hér að framan, munu Neytendasamtökin einbeita sér að útgáfu Neyt- endablaðsins, að sjálfsögðu með stórauknum styrk ríkisvaldsins. Neytenda ráðið - sem á að samræma allt neytendastarf, athugaðiþörf samtakanna fyrir styrk og miðaði þar við, hve kostnaðarsöm verkefni samtökin hefðu með höndum hverju sinni. Félagsgjöld til Neytenda- samtakanna miðuðust við að meðlimir þeirra greiddu prentunar, dreifingar og ritstjórnar- kostnað Neytendablaðsins, en rfkisvaldið bæri allan meginþungann af rannsoknarkostnaði. Einnig er eðlilegt að ríkisvaldið greiði kostnað af kvörtunarskrifstofu Neytendasamtakanna, - að minnsta kosti meðan enginn opinber aðili rekur slíka kvörtunarskrifstofu. Þessar óskir, sem hér hafa verið settar fram um stóraukið starf íslenzka rfkisins í neytendamálum, eru engan veginn mjög róttækar og auðvelt ætti að vera að hrinda þeim í fram- kvæmd. O Neytandinn hornreka ^ Hér í blaðinu er grein á bls. 15 , sem við viljum vekja athygli á. Fjallar hún um viðhorf íslenzkra yfirvalda gagnvart vandamálum neyt- enda og þann skort, sem er á almennri neytenda - vernd hér á landi. 3Rannsókn á afborgunarviðskiptum. Neytendasamtökin hafa nu í meira en eitt ár verið með rannsókn á afborgunarviðskiptum í gangi. Hér er um viðamikið mál að ræða og samtökin hafa aðeins athugað þau afborgunar- viðskipti, sem lúta að húsmunum: Húsgögn, raf- tæki og gólfteppi. Söluhættir um sjötfu verzlana hafa verið kannaðir bæði þannig að verzlanirnar hafa vitað þegar þær ræddu við fulltrúa Neytenda- samtakanna og einnig án þess að þær hafi um það vitað. Allt sem athugað var 1970 var endurathug - að 1971 þannig að hugsanlegar breytingar gætu komið f ljós. Fjölmargir sölusamningar hafa verið skoðaðir. Mikil vinna hefur einnig farið í úrvinnslu þeirra gagna,sem fengist hafa en aðal- markmið þeirrar vinnu hefur falizt í því að komast að eftirfarandi. 1. Hverjir eru hinir raunverulegu vextir, sem neytandinn greiðir við kaup a vöru við af- bor gunar skilmálum ? 2. Hve umfangsmikill þáttur eru afborgunar- viðskipti í starfsemi verzlana? Neytendasamtökin telja sig á þessu stigi málsins getað svarað fyrri spurningunni - að minnsta kosti - nokkuð vel. Það er sjaldgæft að raunverulegir ársvextir við kaup á húsmunum með afborgunarskilmálum séu lægri en 20% og dæmi eru til að þeir séu allt að 80%. Hvernig máþettavera? Tekur ver zlun hærri vexti en lög leyfa? Að sjálfsögðu ekki. Allar þær verzlanir, sem við athuguðum afborgunarviðskipti hjá héldu sér innan ramma núgildandi landslaga og fóru eftir reglugerð Seðlabankans frá 30. 12. 1965 og gjaldskrá fyrir innlánsstofnanir frá 1.4. 1969 um leyfilega vexti og leyfilegan inn- heimtukostnað. Þetta siðasta atriði innheimtukostnaður, er undirstrikað, því að kaupandinn borgar hann þegar hann gerir afborgunarkaup. Við skulum taka dæmi til að útskýra málið frekar. Eitthváð ósköp einfalt og ósköp algengt dæmi: 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.