Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 10
Opinberir aðilar or neyt- endamal. Þegar hefur veriö vikiS a8 starfi "Citizen'sBureau" í Bret- landi. Hér er um að ræða al- mennar ráðgjafastofnanir, sem einkum fást við ýmis félagsleg vandamál. Komið hafa fram hugmyndir í Bretlandi um að stækka verksvið þessara ráð- gjafastofnana og láta þær einnig fást við neytendafræðslu. 1963 var stofnað í Bretlandi neytendaráð, The Consumer Council. Hlutverk þess var að vinna að hagsmunamálum neyt- enda og vera ríkisstjórninni til leiðbeiningar um neytendamál. Ríkissjóður kostaði rekstur neytendaráðsins. Fyrirmyndin að stofnun ráðsins voru neyt- endaráð í ýmsum Evrópulönd- um,t.d. áNorðurlöndum. Tek- ið var skýrt fram að ráðið skyldi vera óháð í starfi sínu og engum háð nema hinum al- menna neytanda. Ráðleggingar ráðsins áttu að vera almenns eðlis, þ. e. ráðið átti ekki að gera samanburðarrannsóknir eðataka tilmeðferðar starfsemi einstakra fyrirtækja. Neytendaráðið blómgaðist og reyndist óháðari ríkisstjórn og viðskiptahagsmunum en ýmsir bjuggust við. . . 1968-69 hóf það útgáfu tímarits er nefnd- ist FOCUS. Sem dæmi um efni þess rits )og þá um leið starf- semi ráðsins) má nefna marz- heftið 1970. Meðalefnis í blað- inu voru "enzymþvottaefnin" - notkun þeirra fordæmd, starf- semi einkafyrirtækja, sem stunduðu fasteignaverðlán, starfsemin almennt fordæmd, gagnrýni á ýmislegt í starfi brezku járnbrautanna,gasstöðva og lyfjaverzlana. Einnig skýr upplýsingargrein um gfróþjón- ustu. Neytendaráðið gafaukþess út margvíslega handhæga bækl- inga, sem dreift var ókeypis, "að kaupa húsgögn", "að kaupa bifreið", o. fl. Neytendaráðið reyndi að starfa í sem nánustum tengslum við hinar fjölmörgu Leiðbeiningar skrifstofur borg- aranna. Alla tfð var hin bezta sam - vinna með brezka neytendaráð - inu og brezku neytendasamtök - unum (CA) enda var nokkuð glögg verkaskipting milliþess - ara aðila, - annar fékkst fyrst og fremst við samanburðar - rannsóknir, hinn sinnti fyrst og fremst almennum félagslegum skyldum við neytandann. Bæði samtökin CA og Neytendaráðið ^voru ópólitísk og í stjórn sam- takanna og í ráöinu voru menn úr öllum stóru stjórnmálaflokk- um íBretlandi. En eigi að síður fékk Neytendaráðið að kenna á duttlungum stjórnmálanna. Það vakti vissa óvild í viðskiptalíf- inu og í Ihaldsflokknum. Jafn- framt var Neytendaráðið að hug- sjón í Verkamannaflokknum, og vildi sá flokkur stórefla það. Eftir kosningasigur Ihaldsflokks- ins 1970var það afnumið. Stjórn CA samþykkti samhljóða að þessa ákvörðun nýju ríkisstjórn- arinnar bæri að harma. - Al- þjóðasamtök neytenda sendu brezku stjórninni mjög harðorð mótmæli vegna meðferðarinnar á Neytendaráðinu. Afnám Neytendaráðsins hefur haft þau áhrif á starf CA a8 samtökin hafa neyðzt til að yfirtaka sumar þær félagslegu skyldur ,sem áður hvíldu á herð- um Neytendaráðsins. Þó hefur CA ekki treyst sér til að yfir- taka þær allar. Meðferðin á brezka neyt- endaráðinu er lexía, semáhuga- menn um neytendamál mættu minnast: Með einu pennastriki var öflug rfkisstofnun I þágu neytenda afnumin. - Athyglis- vert er að svipaðar deilur hafa átt sér stað um opinber neyt- endaráð t. d. I Þýzkalandi og Danmörku. * Doppler radar er notaður við mæl- ingu á hraðaukn- ingu bifreiðarinn- ar. Rannsóknar stofnun neyt- endamála - RICA Researchlnstitute for Con- sumer Affairs (RICA) - rann- sóknar stofnun neytendamála, var stofnsett 1963 sem sjálfstæð stofnun og skipulag slega óháð öllum aðilum. Hún er skrásett x Bretlandi sem hjálparstofnun og nýtur fríðinda sem slík. Til- gangur stofnunarinnar er að "styrkja stöðu neytendans með því að útvega honum.......... þjónustu við rannsóknir á mál - um, sem varðahagsmunihans". Aðal rannsóknar sviðin eru: Þjónusta sérfræðinga (lækna, lögfræðinga o.fl. ); ríkisfyrir- tæki;neytendahagsmunir þeirra sem ekki ganga heilir heilsu; hvar helzt skorti rannsóknir I málum neytenda. Náin samvinna er milli RICA og CA. Neytendahópar (Consumer Groups. Neytendahópar eru sér - stæðir fyrir Bretland og hafa vakið athygli áhugamanna um neytendamál um allan heim. Neytendahópur er félags - skapur áhugasamra einstaklinga á ákveðnum stað.semvill fórna talsvert af tíma sínum ogþreki til að vinna að hagsmunamálum neytenda á staðnum. Upphaf neytendahópanna var að margir lesendur Which? vildu halda á- fram starfi CA I borginni eða borgarhlutanum , sem þeir bjuggu í. Which? gat skýrt frá því hvaða tegund af þvottavélum hefðigott "gildi miðað við verð" en tímaritið gat ekki skýrt frá því hvort þvottavélin væri til I ákveðinni borg eða borgarhluta. Þetta gat hins vegar neytenda- hópur I viðkomandi stað gert. Neytendahópurinn gat gert ýmis- legt fleira. Hann gat framkvæmt kannanir sem annað hvort voru einkennandi fyrir staðinn eða gátu verið hluti allsherjar könnunar CA. I framhaldi af þessu fór neytendahópurinn að reyna að hafa áhrif á bæjar og borgarstjórnir og önnur yfir- völd á viðkomandi stað, til að koma ýmsum málefnum fram, sem voru neytendum I hag. I október 1962 höfðu 14 neytendahópar vxðs vegar um Bretland verið stofnaðir. Ari seinna voru þeir orðnir 50. I marz 1963 var stofnað Samband neytendahópa ("National Feder- ation of Consumer Groups"). I dag munu vera milli 90-100 neytendahópar I Bretlandi. Motorina Whicti? 10

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.