Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 11
Hver neytendahópur heíur sín eigin lög og sinn eiginn íjár- hag. Stundum njóta neytendahop- ar fjárhagslegs stuðnings frá viÖkomandi bæjarfélagi.Algeng- ara er þó aö um engan slíkan stuðning sé að ræða. Neytendahóparnir eru sem sagt algerlega óháðir CA skipu- lagslega. Hins vegar eru aðilar háðir hvor öðrum á annan hátt. Neytendahóparnir mundu tæp- lega vera til ef ekki kæmi til sú örfun, sem rit CA gefa. Og CA fær frá neytendahópunum margvíslegar upplýsingar, eins og hvað eigi að rannsaka, og spurningarlistar íkönnunum CA fyrir Which? fást mjög oft að- eins útfylltir með hjálp neyt- endahópa. CA hefur því reynt að stuðla að myndun sem flestra hópa. Fjárhagsstuðningur CA til þeirra felst í því að CA kost- ar starfsemi Sambands neyt- endahópa (National Federstion of Consumer Groups). * Neytendahópurinn í Isling- ton. Islington er "borg" íNorð- ur London. Ibúar eru alls um 250.000. Islingtoner miðað við flatarmál einhver þéttbýlasti hluti London. Islington hefur sína eigin borgarstjórn. ílslington starfar neytenda- hópur. Meðlimir hans eru um 300. Meðlimagjöld eru um eitt pund árlega á einstakling, þann- ig að heildartekjurnar eru um 300 pund árlega. Fyrir þetta eina pund fá meðlimir fjölritað blað, "Fair Deal", sem kemur út 2-3 á ári og fjallar um hin ýmsu vandamál.sem varða neyt- endur í Islengton sérstaklega. Meðlimir hópsins eru yfirleitt miðstéttarfólk,flest vel menntað með tiltölulega háar tekjur, ungt fjölskyldufólk. Að sögn þess talsmanns hópsins, sem ég ræddi við, munu 60-70 manns vera virkir. Virkurhópur 60-70 manna, sem hefur bakstuðning hinna öflugubrezku neytendasamtaka, getur gert ýmislegt á 250. 000 manna svæði. Og eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist Islingtonhópurinn vera fær um að gera eitt og annað, - bæta skilyrði þeirra, sem bíða eftir læknisviðtali .hindra lokun sund- halla.og vera ráðgjafi borgar- stjórnarinnar í ýmsu, sem Is- lington varðar. Blað hópsins "Fair Deal" inniheldur ýmislegt athyglisvert. Athugun á fiskbúð- um í Islington. Athugun á skemmtanalífi íNorður London. Athuguná áfengisverði í Isling- ton. Athugun á sorphreinsun í Islington. En frumlegast virðist vera hvernig hópurinn blandar saman"starfi og ánægju". Ars- hátíð er haldin fyrir virka með- limi og þar virðist alltaf vera framkvæmd einhver athugun. A ár shátíðinni í nóvember 1968 var gestunum boðið upp á að taka þátt í athugun á bragði 16 teg- unda af pylsum úr svínakjöti, sem fengust í Islington. Hver þátttakandi gaf hverri pylsu einkum viðvflcjandi fitubragði, kryddbragði.kjötbragði og þétt- leika". - Síðan var unnið úr skýr slum þátttakenda og úrslit- in birt í "Fair Deal". Að sjálf- sögðu fylgdi nákvæm verð- skýrsla bragðskýrslunni. A næstu ár shátíð, f október 1969, virtist athugunin ekki síður hafa verið spennandi. Þá var gestum boðið að taka þátt í athugun á bragði rauðvíns. . . Mér hefur verið tjáð að neytendahópurinn í Islington sé með virkustu hópum í Bretlandi. Jafnframt er hann hvað meðlimi og starfi viðvfkur táknrænn fyrir enska neytendahópa. Þótt neytendahópur eins og sá í Islington sé á ýmsan hátt táknrænn fyrir Englendinga, er enginn vafi á því að stofna má neytendahópa í öðrum löndum, t. d. á Islandi. En nauðsynlegt er að staðbundnir neytendahóp- ar hafi einhverja kjölfestu stofn- unar eða samtaka, sem vinnur vísindalega að samanburðar- rannsóknum á vöru og þjónustu. * Og hvað getum við lært af Bretum? Fyrst og fremstþað að Is- lendingar eru skemmra á veg komnir í flestum málum, er varða neytendur en aðrarþjóð- ir í Vestur og Norður Evrópu. Einnig að samanburðarrann - sóknir a vöru og þjonustu eru grundvöllur raunhæfs neytenda- starfs eins og upplysingaþjon- usta fyrir neytendur. En slikar samanburðarrann- sóknir eru dýrar. Þótt vel hafi tekizt að skipuieggja sjálfstæð neytendasamtök.sem kosta sam- anburðarrannsóknir sínar að öllu leyti sjálfar í stórum ríkj- um eins og Bretlandi og Banda- ríkjunum, hafa "lítil" ríki eins og Noregur og Danmörk látið opinbera aðila standa að miklu leyti undir kostnaði samanburð- arrannsókna. Talið er að á- skrifafjöldi tímarits , sem gengst fyrir nákvæmum og víð- tækum samanburðarrannsókn - um á vöru og þjónustu, þurfi að vera minnst 250. 000 til að tímaritið geti sjálft að öllu leyti kostað rannsóknir sínar. Hér má taka nor ska Forbruker- rapporten, sem kemur út í 200.000 eintökum. -þráttfyrir þetta nýtur Forbrukerraadet mikils rfkisstyrks. En t eru önnur dæmi um riki sreknar neytendastofnanir. "Aðalgallinn við slíkar stofnanir er,að stundum dettur stjórnmála- mönnum í hug að leggja þær niður", sagði Jan van Veen, framkvæmdastjóri Alþjóðasam- taka neytenda við eitt tækifæri. Hér hefur verið skýrt ýtarlega frá harmsögubrezkuneytenda- ráðsins. Danska neytendaráðið á í miklum erfiðleikum, enda virðist einn stjórnmálaflokk - anna í Danmörku hafa sett á stefnuskrá sína að eyðileggja það. I þýzka sambandslýðveld- inu er framtíð neytendaráða hinna ýmsu fylkja f hættu við hverjar kosningar. - í flestum löndum,þar sem opinber neyt- endaráð hafa orðið voldug og tekið upp áhrifamikla gagnrýni á vissa þætti viðskiptalífsins, hafa neytendaráðin orðið pólit- ískt bitbein að einhverju leyti. En fleira ber að athuga í þessu sambandi. Jafnvel þótt allar samanburðar rannsóknir væru kostaðar af gjafmildum ríkissjóði, er vonlaust fyrir smárfki eins og Island að standa eitt að sumum þessara rann - sókna. T.d. vantar rannsóknar- stöðvar til að athuga raftæki og bifreiðar. Slfkar rannsóknir er aðeins hægt að framkvæma T alþjóðasamstarfi. Alþjóðasamstarf við sam- anburðarrannsóknireykststöð - ugt, - og raunar er það megin- hlutverk Alþjóðasamtaka neyt - enda að stuðla að slíku alþjóða- starfi. Það eru nefnilega aðrar þjóðir, miklu fjölmennari en Islendingar, semhafa uppgötvað að séu þær einar þá eiga þær f erfiðleikum með að vinna að 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.