Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 13
SAMSTARF KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Neytendasamtökunum ber- ast alltaf af og til kvartanir þess efnis, að neytendur hafi tapaS innleggsnótum sínum, og verzlanir.semhlut eiga að máli, sjá sér ekki fært að veita við- komandi neytendum neina úr- lausn. Ljóster.að ekki ríkir nægilega góð regla f sambandi við útgáfu innleggsnótna. Verzlanir geta átt útistandandi þó nokkrar fjár- hæðir án þess að hafa um það nokkra vitneskju, þar eð engin bókunferfram um útgáfu þess- ara seðla. Vegna þessa sendu Neytenda- samtökin í júnímánuði sl. Kaup- mannasamtökunum bréf þar sem þess var farið á leit við Kaupmannasamtökin að þau beittu sér fyrir því.að kaupmenn hefðu innleggsnótur í tvíriti. © MARARGÖTU 2 REYKJAVfK fSLAND SfMI 19390 Reykjavík 12. júlí 1971 gr/sbl Neytendasamtökinj Pósthólf 1096, Reykjavík. Vér þökkum bref yðar dagsett 21. 6. 1971 varðandi innleggs- nótur. Kaupmannasamtökin eru sammála þeim sjónarmiðum Neytenda- samtakanna, að æskilegt sé, að innleggsnótur verði ávallt í tvíriti og munum vér koma tilmælum um það a framfæri við alla félagsmenn samtakanna. Hér birtum við svar Kaupmanna- samtakanna við erindi Neytenda- samtakanna. Með virðingu Kaupmannasamtök Islands Guðm. Ragnarsson 13* Atk^ið 1. Verið gagnrýnin. Auglýsendur segja ykkur aðeins frá hinum góðu eiginleikum vörunnar, sem stundum eru ímynd- aðir. 2. Spyrjið ítarlega um gerð og eiginleika vöru áður en þið kaupið. 3. Athugið , hvernig auglýsingu er ætlað að höfða til ykkar. Sé leikið með tilfinningar manna - þá ráðleggjum við ykk- ur að veita viðnám. 4. Berið auglýsingar saman. 5. Takið ykkur nógan tfma áður en þið takið ákvörðun um kaup á stærri og dýrari hlutum. Safnið upplýsingum um hinar ýmsu tegundir - og berið þær saman. fS 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.