Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.06.1971, Blaðsíða 23
5. 2 Syru- og lútbruni Fái menn brennisteinssýru eöa natrónlút á hörund, á að skola það vel og lengi úr hreinu vatni. Hafivökvi þessi ýrzt 1 augu, á að skola þau með vatni í a. m. k. 15 mínútur. Varast skal, að láta vatn með þrýstingi sprautast í augu. 5. 3 Augnskemmdir Ef augu hafa orðið fyrir ofbirtu frá sterkumljós- boga, getur sársaukafull bólga myndazt. Þá er ráðlagt til fróunar að leggja við augun marg- falda sáragrisju, sem vætt hefur verið íköldu vatni, helzt íblönduðu lítils háttar af matar- salti. Brunasár af völdum rafmagns. 5. 4 Nýrnaskemmdir Slys af háspennu geta oft haft alvarlegar nýrna- skemmdir í för með ser. Til varnar því, er ráðlagt að gefa þeim, sem fyrir slfku slysi hefur orðið, eins fljótt og hann getur drukkið, um 1/3 lítraaf vatni, sem í hefur verið sett full teskeið afnatróni (natriumbikarbonat), ef tiltækt er. Þetta er ráðlagt að endur- taka á klukkustundarfresti fyrst eftir slysið, nema læknir ákveði annað. Síðar á sjúklingurinn að drekka sýrueyðandi vatn (t. d. sóda- vatn), te eða þess háttar. Afenga drykki má ekkigefa. Látið aldrei dropa af vökva ofan í meðvitundarlausan mann. Um nánari fræðslu um fyrstuhjálp almennt, vísast til bókarinnar "Hjálp í viðlögum". Neytendur. Að gefnutilefni - vegna tilmæla ýmissa borgara - viljum við vekja athygli á þessari auglýs- ingu. Sá, sem setur plastpoka á höfuð sér - hvað þá fer í plastpoka og lokar honum, verður ekki lengi í tölu lifenda. Gætið óvitanna. PLASTPRENTh.f. GRENSÁSVEGI 7 VEIZTU hvaö hægt er aö nota plastpoka til margs? 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.