Alþýðublaðið - 06.02.1924, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.02.1924, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kringlumýri — jarírækt, Lokið er nú vib abalskurbun Kringlumýrar. Færist þá heldur í áttina með ræktun þessarar ágætu mýrar, sem liggur rétt við bæinn. Allmikið er þó ógert áður en húu er ðll takandi til ræktunar, en íátt heppileg vetrarvinna. Varla verður ræktunarkostnaður þarna minni vegna mótekjunnar. Pó mógrafaskurðirnir hafl þurkað mikið, þá þarf miklar endurbætur á þeim, og kostnaður vib jöfnun verður svo mikill, að þetta tvent vegur á móti því, er sparast í lokræaum. Pað, sem nú heflr verið gert, er spor í rétta átt. Bærinn á að taka árlega eitthvað af landi sínu til framræslu. Grafa alla opna skurði á vetrum, þegar mipst er um vinnu, og draga með því ögn úr atvinnuleysinu. En það þarf meira; landið gefur engan arð, fyrr en það heflr verið lokræst til fulls og brotið til ræktunar. Sé það vanrækt, þá borgar sig varla að grafa skurði í það, en sé haldið áfram, þar til landið er komið í rækt, getur jarðræktin orðið bæn- um drjúgur tekjuliður. Þetta hlýtur að kosta allmikið fé, en því að eins er tekjuvon af því, að fé sé fengið til ræktunar- innar. Mörgum efnalitlum áhugamönn- um myndi verða kleift að taka land til ræktunar með góðum ár- aDgri, ef bærinn væri búinn að þurka það og jafnvel tæta með þúfnabana áður, þó þeir ættu að borga fulla vexti af því, sem í það heflr veriö lagt, og ofurlitla landleigu að auki. Mundi það ekki hafa talsverða þýðingu til þess að greiða úr at- vinnuleysinu, ef ríki og bæjarfélög hæfust handa um jarðrækt svo sem framræslu á mýrum nálægt kaupstöbum og í nærsveitum þeirra? Landbúnaðurinn er og verður alt af tryggasti atvinnuyeg- ur landsins frá hagfræðilegu og menningarlegu sjónarmiði séð; því ber að efla hann meir en gert heflr verið. Kristófer Qrímsson. Skýrsla um starfsemt verkamanna- félagsins >Dagshrúnar< árlð 1923. Starfsemin á árinn, sem leið, hefir verið lik og undanfarandi ár. Félagsfundir hata verið haldnir 20, stjórnarfundir 23, samelginleg- ir deildarstjórafundir 4, auk þess 7—8 deildafundir. Nýir fálagar hafa bæzt við á árinu 47; úr félaginu hafa sagt sig 6, en 2 verið reknlr. Þesslr 6 félagar hafa dálð á árlnu: Eyjólfur Bjarna- son, Bergstaðastræti 11A, Guðjón Jónsson Traðarkotssundi, Guð- mundur Aronsson Þórsgðtu 2, Guðmundur Nikulásson Hverfis- götu 47, Kristján Magnússon Óðinsgötu 15, Tómas Jónsson Grundarstfg 3. Félagatalan er nú um 700, og er það meira en nokkru sinni hefir verið fyrr. Fræðsla. Erindl hafa verið haidin 9 á árinu á féiagsfundum um ýmiss konar málefni. Kanpgjaldsmól. í nóvember 1922 var kosin samninganefnd um kaupgjald út af tilmæium atvinnurekenda. Stóðu samningar yfir til janúarioka, en varð þá slitið. Atvinnurekendur vildu lækka kaupgjald verkamanna niður í kr. o 90 um klukkustund en félagið gat ekki fallist á neina lækkun. eins og atvinnuástandið og dýrtiðin var í bænum. Var þó búist við harðri kaupdeilu á vertíðinni, en úr því varð þó ekki, og hefir tímakaup haldist óbreytt alt árið. Á alþingi flutti Bjarni Jónsson frá Vogi frumvarp til laga um lögboðinn gerðardóm í kaup- gjaldsmálum, og var til þess ætlast, að þessi gerðardómur feldl endanlegan úrskurð út af öllum kaupgj aldsdeilum, en ákvörðun verklýðsfélaganna yrði ætfð að lúta þeim úrskurði. Sendi >Dags- brún< ásamt öðrum verkiýðs- félögum alþingi mótmæli gegn slíkum lögboðnum gerðardómi, og var málinu vísað frá á al- þingi til landsstjórnarinnar. Félagið tók upp þann sið á árinu að taka að sér tll inn- heimtu fyrir félagsmenn réttmæt- ar, en illheimtanlegar innlelgnir Afgreiðsla blaðsÍDS er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sími 988. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir útkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. Á nýju rakarastofunni í Lækj- argötu 2 fáið þið bezta og fljótasta afgreiðslu. Einar og Elías. þeirra hjá atvinnurekendum fyrir vlnnulaunum. Tókst á þann hátt að innheimta vlnnulauú hjá einni stofnun, en við annan varð fé- laglð að tara ( mál, og hefir það nú unnist, en þar sem maðurinn er nú févana, er óvíst, hvort pen- ingarnir nást. Þriðja innheimtan er nú á ieiðinni. Er ætlast til, að féiaglð haldi áfram þessum inn- heimtustörfum, þegflr með þarf, og hefir verið samið við lög* fræðing um það. Yatnsveitau. Við lagning hinn- ar nýju vatnsveitu bæjarins voru gerð fyrst útboð á skurðagreftri og pfpulagningu úr bænum inn að Elliðaám. Bauðst >Dagsbrún< til að taka skurðgrö'tinn tyrir 38000 kr., og var það lægsta tilboðið að einu undanteknu, 8em var 9000 kr. iægra og mjög þóttl vanséð að hægt yrði að standa við. Vatnsnetndin tók samt lægsta tilboðinu, sem mun svo hafa verlð breytt í fram- kvæmdioni. Tilgangur >Dags^ brónar< með tilboðinu í skurð- gröftinn var að tryggja félags- mönnum vinnuna fyrir sómassm- legt kaup án hagnaðar eða halia fyrir félagið. Styrktarsjóður verkamanna ogsjómannaiélagannaí Reykja vík var f ársbyrjun kr. 108,115,33, en f árslok kr. 108,992,14. >Dagsbrún< greiddi samkvæmt félagssamþykt f sjóðinn 1 kr,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.