Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 8
afl vélin tekur inn í sig og hve mikið hún skilar frá sér, þ.e. það afl sem eftir verður í vél- inni þegar frá er farið hita- og mótstöðutap. í þeim vélum sem prófaðar voru, var aðeins 40-70% af því afli sem vélarnar tóku inn í sig, eftir í vélunum við vinnuna. Þar sem það er með því afli sem eftir verður í vélunum sem vinnan erframkvæmd með, eru það þessar upplýsingar sem eru áhugaverðar. Það er hins vegar einungis Bosch sem gefur upp hve mikið afl verður eftir í vél- inni. I langtímaprófuninni á hreyfli og legum reyndi mjög mikið á borvélarnar og að henni lokinni var hreyfillinn athugaðar. Á Bosch CSB-500 2E voru tennurnar á ankersöxl- inum útslitnar og á SKIL 1472- H fór hluti hreyfilsins í sundur. En eins og áður hefur verið nefnt, í langtímaprófuninni reyndi mjög mikið á vélarnar. Sá sem notar vélina aðeins til heimilisnota getur verið áhyggjulaus gagnvart þessu. Vörn gegn heitum mótor Rennigreipið (patrónan) á borvélinni er þar sem bornum sjálfum er fest í með hjálp sér- staks lykils. Það er kostur ef rennigreipið er stórt, þ.e. að stærð borsins getur verið sem breytilegust (með sem minnst og stærst ummál). Það getur verið þægilegt aðgeta notað lít- inn bor, allt niður 1.5 mm. Skil 1472-H og 1474-H geta ekki tekið minni bor er 2.5 mm. Einnig var kannað hvort þægilegt væri að vinna með einstaka vél, hvort þær væru of þungar og klunnalegar og hvort auðvelt væri að komast að rof- anum. Ef mikið reynir á borvélina er hætt við að of mikið álag verði á hreyflinum og hann hitni. í versta tilviki hitnar hann það mikið að hann stöðvast. Á báðum Metabovél- unum og öllum þremur Bosch- vélunum. er útsláttarrofi sem rýfur straum af vélinni er hún ofhitnar. Á sl. hausti hætti framleiðandi Boschvélanna hinsvegar að hafa slíka útslátt- arrofa í borvélum sínum. Allar vélarnar eru með tvö- faldri einangrun. Því er hægt að setja þær allar í samband, hvort sem um er að ræða jarðtengdan tengil eða ójarðtengdan. Með borvél er hægt að gera fleira en að bora göt. Til dæmis er hægt að skrúfa í skrúfur. Ef „bakkgír “ er á vélinni, þ.e. að borinn fer bæði til hægri og vinstri, er einnig hægt að skrúfa úr skrúfur. Athugasemdir með töflu Einkunnargjöf: 1-5, hæsta einkunn er 5. Verð: Miðað er við smásölu- verð innflytjanda með sölu- skatti og var verð kannað 19. apríl sl. Þyngd: Þyngdin er gefin upp án snúru. Við vissa vinnu getur verið kostur að hafa létta borvél. Bakkgír: Borinn getur snúist bæði aftur á bak og áfrant. Minnsta/stærsta unimál á bor: Segir til um stærð rennigreips- ins (patrónunnar). Millimetra- tölur segja til um minnstu og stærstu stærð bors sem passar í rennigreipið. Afl sem vélin tekur inn í sig og sem hún skilar frá sér: Aflið 11 BORVELAR PROFAÐAR Borvélar eru eitt algengasta rafmagnsverkfærið í heimahúsum. Til eru margar vélina til „heimilisnota“, þá er hægt að láta verðið ráða. Tegundarheiti Vörunúmer AEG SBE-401 RL Black& Decker D104R Black& Decker D214R Innflytjandi Bræðurnir G. Þorsteinsson Ormsson hf. og Johnson hf. Smásöluverð 2164,- Væntanleg Væntanleg Lengd ásnúru 2,4 m 1,8m 1,8m Þyngd 1,5kg 1,6 kg 2,1 kg Snúningshraði pr. mín. 0-2 500 0-3 200 0-2 700 0-1200 2ja gíra kassi með tveimur snúningssviðum Nei Nei Já Bakkgír Já Já Já Minnsta-stærsta ummál á bor 1-10mm 1-1 Omm 1,5-13 mm Meðmælt stærsta stærð á bor - Stál 8mm 10 mm 13 mm -Járn 10mm 10mm 13mm Orka sem vélin tekur inn í sig 400 W 400 W 500 W Orka sem vélin skilar frá sér 290 W 263 W 288 W Höggborun í stein með8 mm. hörðumjárnbor 3 2 3 Skrúfuísetning 5 4 3 Hve þægilegt er að vinna með vélinni 4 4 4 Langtímaprófun, höggborunog vanaleg borun Einangruná hreyflinum bráðn- Enginathugas. Enginathugas. aði nærri alveg 6 - NEYTENDABLAÐID

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.