Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 6
Matthías Á. Mathíesen viðskiptaráðherra: Neytendasamtökin 30 ára Neytendasamtökin hafa náð árangrí Neytendasamtökin hafa í 30 ár unnið að því að bœta hag neytenda og stuðla að jafnræði aðila viðskiptalífsins. í þessu efni hafa samtökin náð mikilsverðum árangri, sem ekki má vanmeta þó Ijóst sé, að neyt- endasamtök og neytendastarf hér á landi verður aldrei rekið í sama mæli og hjá milljónaþjóðum. Ríkisvaldið hefur e. t. v. aldrei gefið mál- efnum neytenda þann gaum, sem vert er. Á nœstu árum þurfum við að taka á í þessu efni og breyta löggjöfinni til sam- ræmis við þær reglur, sem gilda um neyt- endur og neytendavernd á hinum Norður- löndunum. Starf í þágu neytenda hér á landi hefur aðallega verið í höndum Neytendasamtak- anna, sem eru frjáls félagasamtök einstakl- inga. Þetta fyrirkomulag er að mínu mati jákvætt og til þess fallið að veita markaðn- um eðlilegt aðhald á hverju tíma og fyrir- byggja stöðnun. Komi til þess að neyt- endastarf fari aðallega fram hjá opinber- um stofnunum er hætta á, að það verði ekki jafn markvisst eins og þaö getur orðið t höndum frjálsra félagasamtaka og mörg brýn mál, sem brenna á Itinum almenna neytandu, verði fyrir borð borin. Hlutverk ríkisvaldsins á sviði neytenda- mála áfyrst og fremst að vera fólgið ísetn- ingu löggjafar sem tryggi jafnræði fram- leiðenda og neytenda svo og stuðningur við samtök neytenda þannig að þau geti haldið uppi eðlilegu starfi. Löggjöfin um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti var stórt skref í neytenda- málum. Á nœstu árum þarf að taka til endurskoðunar og setja lög um ýmis atriði, sem lúta að neytendum. Nefna má lög um afborgunarkaup, verslunarþjón- ustu og endurskoðun kaupalaganna. A öðrum Norðurlöndum eru starfandi sérstakar ríkisstofnanir eða skrifstofur umboðsmanns neytenda. Verkefni þeirra er að skera úr um deilur sem upp koma f viðskiptum og leggja mat á hvað séu eðli- legir viðskiptahættir. Ég tel nauðsynlegt að svipaðri tilhögun verði komið á hér, en athuga þarf með livaða hætti að þessu verði unnið t.d. með samvinnu aðila við- skiptalífsins og þá á ég við Neytendasam- tökin, Versluanrráð, Kaupmannasamtök- in, Félag íslenskra iðnrekenda og Fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Slík skrifstofa ætti að stuðla að eðlilegum viðskiptahátt- um og hafa það verkefni með liöndum að starfa sem gerðardómur í minni háttar málum, sem gœtu þá haft fordæmisgildi. Slík stofnun gæti efvel er að staðið komið í stað smámáladómstóls sem stundum er rætt um, tryggt örugga og skjóta afgreiðslu deilumála, jafnframt því sem skipuð yrði ákveðin viðskiptahefð hér á landi til hags- bóta fyrir neytendur, framleiðendur og seljendur. Sem viðskiptaráðherra vænti ég þess að geta fært neytendum í landinu þá afmælis- gjöf á 30 ára afmæli Neytendasamtak- anna, að á stafstíma mínum nái fram að ganga breytingar á löggjöf sem stuðlar að hagsmunum neytenda. Samráð aðila markaðarins aukist. En síðast en ekki síst að það verði tryggt að á íslandi sé í heiðri höfð sú grundvallarregla að sjónarmið neytenda fái öruggan farveg og verði virt. Takist þetta, tel ég það vera verðuga af- mælisgjöf til Neytendasamtakanna á þess- um tímamótum. Að þessu verður unnið og vona ég að Neytendasamtökin og aðrir aðilar viðskiptalífsins muni njóta góðs af í framtíðinni. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.