Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 8
Neytendasamtökin 30 ára María Pétursdóttir formaður Kvenfélagsambands Islands Meðal hinna mörgu stóru félagasam- taka hér á landi má, sem kunnugt er, finna eitt landssamband sem á erindi til allra landsmanna, hvort sem í hlut eiga ungir eða aldnir, karlar eða konur, framleiðend- ur eða launþegar. Hér er auðvitað átt við Neytendasamtökin, því það er sameigin- legt með okkur öllum að við erum neyt- endur. Æviskeið samtakanna er stutt miðað við œvilengd hinna mörgu landssambanda, er ýmsir hugsjóna- og hagsmunahópar hafa myndað, en sé miðað við sögu lands og lýðs er aldur samtakanna ótrúlega skammur. Heimilin voru að vísu meira sjálfum sér nóg forðum daga. Oft hlýtur þó neytandinn að hafa staðið ráðalaus og vonsvikinn, er aðkeypta varan reyndist illa meðfarin, gœðasnauð, stundum jafnvel stórskemmd og ónothœf. Leiðréttinga á málum var sjaldnast að vœnta og óvíða hœgt að sœkja stuðning til að leita réttar síns. Nú á dögum lifir neytandinn í öðrum hr d. Ör tœkniþróun, og nýir hœttir við matvcelaframleiðslu, dreifingu og söluað- ferðir, krefjast töluverðrar þekkingar og árvekni bœði af hálfu neytenda og fram- leiðenda og traustra og heiðarlegra við- skipta. Petta sama þróunarskeið, hefur samtím- is auðveldað á ýmsan hátt upplýsingaöflun 6 og skoðanaskipti í margþœttri fjölmiðlun og fræðslukerfinu, en símaþjónusta og bœttir samgöngumöguleikar hafa gert mönnum léttara að mynda margskonar félagstengsl um landið allt. Löngum var neysla á heimilum undir stjórn kvenna og því er eðlilegt að eitt þessara félagssambanda, Kvennfélagsam- band íslands hafi, allt frá stofnun árið 1930, haft á stefnuskrá sinni „að vera á verði um hag íslenskra heimila“. Var það reyndar á stefnuskrá ýmsra kvenfélaga löngu áður, eða allt frá því að konur fyrst stofnuðu eigin samtök. Það segir sig sjálft, að jafn fjölmenn samtök og Kvenfélagasamband íslands er, hafa miklu hlutverki að gegna sem tengi- liður við heimilin, enda rnegin tilgangur sambandsins „að veita aðalforgöngu í starfandi félagsskap kvenna til eflingar heimilisfrœðslu, heimilisiðnaði og garð- yrkju“. (1. liður) Á liðnum árum hefur K.í. rœkt þessa skyldu með ýmsu móti, gefið út tímaritið Húsfreyjuna frá árinu 1950, en blaðið hefur jafnan flutt marg- háttað frœðsluefni um þessa málaflokka. Pá hafa verið gefin út frœðslurit um neyt- endamál og ráðunautar hafa haldið nám- skeið víðsvegar um landið. Frá árinu 1963 hefur verið rekin Leiðbeiningastöð hús- mœðra og á sínum tíma varð það að nokkurskonar samkomulagi, að Leið- beiningastöðin gegndi aðallega upplýsinga- þjónustu, en Neytendasamtökin sinntu kvörtunum neytenda. í daglegu starfi hafa báðir aðilar unnið sitt hlutverk en vísað hvor á annan, þegar það hefur átt við. Annríkið á Leiðbein- ingastöð K.í. þá tvo tíma sem fyrirspurn- um er svarað, gefur okkur vísbendingu um hvað hinn aðilinn hefur tnikið að gera og áreiðanlega þyrfti fleiri starfsmenn og meira handbært fé til að sinna öllu sem gera þarf til að geta komið til móts við þarfir fjöldans. „Öflug samtök, ykkar hagur“, segir í Neytendablaðinu, og þetta œtti í raun að vera nægileg hvatning til þess að draga að sem allraflesta liðsmenn, svo að góður árangur náist. Lífsmáti húsfreyjunnar hefur gjörbreyst á síðustu árum. Störf hennar eru umsvifa- mikil, þótt ýmis þægindi séu nú til að létta húsverkin. Skilningur hefur aukist á nauð- syn réttmœtrar samvinnu allra heimilis- manna, en eigi að síður eru dagar hús- freyjunnar annasamir nú, þótt örðuvísi sé háttað en fyrr á árum. í mínum skóla, Nýja hjúkrunarskólanum verð ég þessa sér- staklega vör, þar sem flestir nemendur eru konur með fjölskyldu og heimili, en auk þess að stunda nám taka nemendurnir jafnvel aukavaktir á sjúkrahúsunum, þegar mikið liggur á. Pað er hreint ótrúlegt hvað margar nútíma konur afkasta miklu og það með sóma. Enn eru innkaup til heimilanna að miklu leyti gerð af húsfreyjum, oft í mikl- um flýti, og þá liggur í augum uppi að ekki er ætíð tími til gaumgæfilegrar íhug- unar. Langflestar spurningar til Leiðbein- ingastöðvarinnar eru um innkaup og neyslu, og er auðfundið að það þarfkröft- uga starfsemi til að tryggja neytendum vörugœði, rétta meðferð matvæla og ann- arra neysluvara og sanngjarnt verðlag. í þeirri gífurlega öru þróun og þeim breytingum í þjóðfélaginu, sem eiga sér stað á okkar tímum, er mikilvægt að sem flestir taki höndum saman til að gœta hagsmuna heimilanna. Pví skal metið að verðleikum, það starf er hugsjónaríkir stofnendur lögðu grund- völlin að, og áhugasamir félagsmenn og stjórnendur reyna á allan hátt að efla, svo það megi sem best koma öllum lands- mönnum til góða. Á þessum tímamólum, er Neytendasamtökin halda þrítug áfram sínu verðuga hlutverki fyrir þjóöfélagið, fylgja þeim einlœgar óskir um eflingu og farsæld í starfi, góða samvinnu við K.Í., um leið og þakkað er fyrir samstarf lið- inna ára. Neytendasamtökin eiga erindi til allra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.