Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 9
Neytendasamtökin 30 ára Sigurður E. Haraldsson formaður Kaupmannasamtaka íslands anna hefur verið gott en þarf vafalaust að auka. Ágreiningsefni koma auðvitað upp milli kaupmanna og viðskiptavina þeirra. Slík mál þarf að leysa á þann veg að vel verði við unað. Matsnefndir á vegum Neytendasamtakanna hafa reynst vel, eftir því sem ég þekki til. Kaupmannasamtökin eru reyðubúin til samstarfs um hvaðeina, sem stuðlar að bœttum verslunarháttum. Ef rétt er skilið, hafa forsvarsmenn Neytendasamtakanna mælt með lengri af- greiðslutíma verslana hér í Reykjavík. Sjálfsagt er auðvelt að túlka þá stefnu á þann veg, að slíkt sé til hagsbóta neytend- um. En þá má ekki gleyma hækkun til- kostnaðar, sem hlyti að koma fram í hœkkuðu vöruverði. Vandséð er einnig hvers vegna þörfin telst ekki brýnni á öðrum sviðum, hvað um banka, gjald- heimtu, tollskrifstofur, svo dœmi séu nefnd. Eftir búsetu hér í borginni í 30 ár, jafnlanga tilveru Neytendasamtakanna, minnst ég þess ekki, að heimilið hafi nokkru sinni komist í vanda, þótt verslan- Samstarf Neytendasamtakanna og Kaupmannasamtakanna þarf að auka Neysla hverskonar er inntak í lífi fjöl- margra, raunar yfirgnœfandi meirihluta fólks í okkar heimshluta: Eftirsókn eftir svonefndum lífsins gœðum, vörum, ferða- lögum, þjónustu margskonar, já öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Mörgum þykir þessi eftirsókn ganga út í öfgar og nærtœkt að spyrja sem svo, hvort lífshamingja auk- ist í hlutfalli við þann skerf sem menn ná til sín. Pað er óhætt að slá því föstu, að svo er ekki og er ærið umhugsunarefni. Skiljanlegt er að þeir sem greiða þessi lífsins gæði, ósjaldan með ærinni fyrir- höfn, uni því illa að vera hlunnfarnir. Vara eða þjónusta, sem greidd er á um- samin hátt og því verði sem krafist er, þarf að sjálfsögðu að fullnægja kröfum not- anda. í þeirri hörðu samkeppni, sem á sér stað hérlendis um hylli neytenda, þróast síaukið og bætt framboð. Slík keppni um hylli notenda er raunar besta vörn þeirra. Engu að síður hafa verið stofnuð félög neytenda víða um lönd, í því skyni að gæta hagsmuna þcirra og auka aðhald um viðhlítandi vöru- og þjónustugœði. Slík samtök eru víða sterk og hafa mikil áhrif. Mikið vald er jafnan vandmeðfarið, og hér er sú skoðun látin í Ijós, að afl ýmissa hagsmunafla í þjóðfélaginu nú um stundir sé áhyggjuefni. í tilefni þrítugsafmælis Neytendasam- takanna ber ég fram árnaðaróskir Kaup- mannasamtaka íslands. Samstarf Kaup- mannasamtakanna og Neytendasamtak- ir væru ekki opnar um kvöld og helgar. Ég fæ ekki séð að Neytendasamtökin gæti hagsmuna míns heimilis með því að spenna upp vöruverð við lengingu á opn- unartíma verslana. Langur vinnutími af- greiðslufólks og kaupmanna, sem slíku tengist, er svo kapítuli útaf fyrir sig. Peir, sem veljast til ábyrgðarstarfa í margskonar félögum og samtökum, axla oft þung skinn. Til að vel fari þurfa þessir menn að vera trúir í störfum. Sú von og ósk er sett fram í lokin að Neytendasam- tökin hafi jafnan á að skipa dugandi og réttsýnum forystumönnum. Pá mun sam- tökunum vel farnast. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.