Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 11
Neytendasamtökin 30 ára Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda Megi starf Neytendasamtakanna verða heilladrjúgt Neytendasamtökin á íslandi minnast nú 30 ára afmœlis. Aldurinn er eftil vill ekki hár, en nafnið er stórt. Allir erum við neytendur og þar sem allir eiga að rúmast þarf að vera hátt til lofts og vítt til veggja. Starfsvettvangur- inn er litlum takmörkum háður. Félags- skapur sem hefur að markmiði að ná til allra landsmanna og vinna þeim öllum af heilindum á skilið árnaðaróskir á tíma- mótum, óskir um gagnlegt starf og gott gengi í nútíð og framtíð. Pegar bœndur í Þingeyjarsýslu stofnuðu til samtaka um viðskipti sín við kaupmenn fyrir um það bil 140 árum voru þau nokk- urs konar neytendasamtök en þó framleið- endasamtök jafnframt. Pessi samtök liðu að vísu undir lok fáum árum síðar, en samtök um bœtta verslunarhœtti skutu alltaf annað slagið upp kollinum allvíða um land á nœstu árum, þótt varanlega mótaðist ekki þessi félagsskapur fyrr en með stofnun fyrsta kaupfélagsins 1882. Fyrir 100 árum voru auðvitað allir lands- menn neytendur eins og nú, en auk þess voru þeir nœr allir framleiðendur líka, eða í beinni þjónustu framleiðenda. Kaupfélögin tóku að sér að gœta hags- muna beggja aðila, framleiðandans og neytandans í hverjum manni, og það gera þau enn, þótt verkaskipting hafi aukist í þjóðfélaginu. í þessum sameiginlegu hags- munafélögum framleiðenda og neytenda hafa bœndur jafnan látið mjög til sín taka og viljað með því leggja áherslu á sameig- inlega hagsmuni þessara aðila og raunar leggja áherslu á það sjónarmið, að í sam- skiptum manna eigi fyrst og fremst að ráða sanngirni og tillitssemi. Til þess að slíkt megi lánast þurfa hópar ekki síður en ein- staklingar að byggja stefnu sína og markmið á gagnkvæmri þekkingu og skilningi. í fjölmiðlun þjóðarinnar er oft talað um þéttbýli og dreifbýli sem andstœður, hags- munir fólksins í sveit og borg fari ekki saman. Auðvitað er hœtta á einhverjum hagsmunaárekstrum sem tengjast atvinnu manna og búsetu. Flestir hagsmunir eru þó öllum sameiginlegir og ágreiningur að jafnaði yfirborðskenndur og oft á mis- skilningi byggður. Fjöldasamtök eins og Neytendasamtök- in vilja vera hljóta því að leggja áherslu á, að störfþeirra byggist á þekkingu á hverju því málefni, sem um er fjallað, svo að þeir sem túlka viðhorf samtakanna á hverjum tíma geti stutt mál sitt réttum rökum. Landbúnaðarvörur eru meðal mikil- vœgustu neysluvara hvers heimilis. Bœnd- um er mikilvœgt, að framleiðsluvörur þeirra fullnœgi eðlilegum gæðakröfum og séu neytendum að skapi. Bœndum er líka nauðsynlegt, að kaupendur varanna geti treyst því, að verðlagning sé rétt og sanngjörn. Neytendur eiga rétt á því, að fyrir þeim séu skýrðar ástœður fyrir verði og verðbreytingum hverju sinni. Bœndur eiga rétt á því, að neytendur leggi sigfram um að skilja þeirra sjónarmið og virða þau. Stéttarsamband bænda vill eiga gott samstarf við Neytendasamtökin, samstarf sem byggist á gagnkvæmum skilningi og gagnkvœmri virðingu fyrir sjónarmiðum, sem annað slagið kunna að virðast að ein- hverju leyti mismunandi. Megi starj Neytendasamtakanna verða heilladrjúgt á ókomnum árum. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.