Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 13
Neytendasamtökin 30 ára hvað -, en það er eins og þetta geti gleymst, og stundum jafnvel snúist við, svo að það er eins og neyslan sé til fyrir framleiðsluna, neytandinn fyrir seljandann, svo að hann geti lifað áhyggjulítið, og að opinber starfsemi sé nokkuð, sem hinn óbreytti borgari eigi ekki að skipta sér af • ■ . . .En í heild sinni verða afleiðingarnar þœr, að allt vort daglega líf verður erfiðara og óþœgilegra, úrslitakostirnir, boðin og bönnin, fylla flesta okkar vanmáttarkennd - í okkar eigin þjóðfélagi. Við erum eins og menn, sem láta kúga sig á sínu eigin heimili, en eru hinir mestu harðjaxlar út á við. . . . . . Pað þarf engan spámann til að skynja, að það muni vera hœgara sagt en gert að breyta þessu. En því er ég hingað kominn, að ég er í fyrsta lagi sannfœrður um það, að það sé tilvinnandi að leggja mikið á sig til þess að gera neytandann máttugan, og í öðru lagi, að hér á íslandi höfum við betri aðstöðu en nokkur önnur þjóð til þess að koma miklum breytingum til leiðar. . . . . . Við skulum nú líta á þjónustuna frá hagsmunasjónarmiði neyt- andans, og eftil vill vœri hœgt að ná ennþá skjótari og engu veigaminni árangri með því að endurskoða þá þjónustu, sem innt er afhendi fyrir okkur, heldur en með því að rannsaka vörurnar. Við krefjumst þess, að vörurnar komi að fullum notum fyrir kaupandann, og hin sama meginregla á að gilda um þjónustuna. Þjónustan er fyrir neytand- ann. . . . . . Ég vil taka eitt mjög skýrt dœmi um hagsmuni neytandans í þessu sambandi. Þegar við greiðum fyrir vöru í smásölu, greiðum við samtímis fyrir framleiðslu hennar, flutning á sölustað og afgreiðslu þar. Þá kemur til álita, hvort sölubúðirnar láti í té afgreiðslu á vörum á þeim tíma, sem hentugastur er fyrir neytandann, hvort lokunartím- inn sé miðaður við hagsmuni hans eða þá, sem afgreiða, eða hvort reynt hafi verið að samrýma hagsmuni beggja. Neytendur hafa aldrei verið spurðir, enda enginn viðbúnaður af þeirra hálfu íþessu efnifrek- ar en öðrum. Þó heyrist ekki annað en að þeim finnist lítið tillit tekið til sín og erfitt sé að fá tíma til að versla, og nœr ókleift um sumarmán- uðina. Mikill fjöldi manna getur yfirleitt aldrei verslað nema með því að fá frí úr vinnunni - eða laumast burt. Öllu er lokað samtímis, - að viðlögðum sektum, og það skiptir engu máli, þótt mönnum sé brýnasta nauðsyn að komast í búðir eftir hinn mikla lokunartíma. Það er þó neytendanna vegna, sem verslanir eru til, en ekki vegna þeirra, sem af- greiða þar eða reka þœr. Er ekki til önnur lausn og hagstœðari fyrir neytendur en sú, að allir steinhœtti á sama tíma? . . . . . . Tillitsleysið gagnvart neytandanum, hinum óbreytta borgara, kemur hróplega fram íþví, hve lítið er og hefur verið skeytt um það að gefa almenningi allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar, ekki síður um opinbera þjónustu en á öðrum sviðum. Ég leyfi mér aö taka eitt dœmi, þar sem ég veit, að breytingar til úrbóta standafyrir dyrum. í fjölda mörg ár hefur ekki verið hœgt að lesa það nokkurs staðar, á hvaða tímum sjálfir almenningsvagnarnir, strœtisvagnarnir, komi og fari né heldur hvaða leiðir og hverjir viðkomustaðirnir séu. Lengi mátti lesa um burtfaratíma strœtisvagnanna á klukkunni á Lœkjar- torgi, líka eftir að þeim hafði verið breytt. En svo hurfu þeir stafir, og nú er þar Persilauglýsing. Aldrei hefur verið hœgt að lesa það á við- komustöðunum, hvernœr vagns vœri von þar eða hvaðan né hvert vœri hcegt að fara með honum. . . . . . Það er eins gott að taka það fram vegna þeirra dœma, sem ég heftekið, að ég er ekki að ráðast gegn neinum sérstökum mönnum eða stofnunum, heldur á þœr reglur og óskrifuðu lög, sem nú ríkja um samband neytendanna og hinna, sem láta í té vörur eða þjónustu. Á þeim reglum berum við allir ábyrgð, við höfum sett þœr sjáflir smám- saman, og við getum alveg eins breytt þeim. Og eitt er víst, þœr valda okkur öllum miklum skaða, þœr gera okkur lífið erfiðara og stirðara en nokkurt vit er í. . . . . . Neytandinn getur leitað til dómstólanna, ef hann telur sig órétti beittan. En sú leið er svo seinfarin, áhœttusöm og dýr, að hún veitir neytandanum mjög litla vernd í hinum daglegu viðskiptum hans. Það hallar alltaf á neytendur, því að þeir eru sundraðir gagnvart sam- tökum, en langoftast er það það lítið í einu, að þeim þykir ekki borga sig að „fara í hart". Og aðstaða þeirra hefur líka kennt þeim að láta alltaf undan nema þegar mœlirinn gerist yfirfullur. . . . . . Hér þurfa sterk neytendasamtök að grípa í taumana. Ég hugsa mér, að þau gœfufólki kost á almennri réttarþjónustu: þannig að neyt- endur gœtu leitað þangað, er þeir þœttust órétti beittir, og þessi deild innan samtakanna tæki þá málið að sér. Þau gœtu einnig gefið skjótar upplýsingar um það, hvort um lögbrot vœri að rœða, og ef það vœri skýlaust, efast ég um, að menn vildu eiga í málarekstri við samtökin, en kysu að sœttast. Samtökin þyrftu eflaust að leita til dómstólanna í ýmsum málum, sérstaklega fyrst, en brátt myndi fordœmum fjölga, svo að fyrirfram œtti að vera fullvíst, hvernig dómurinn yrði. Málgagn samtakanna myndi að sjálfsögðu skýra ítarlega frá allri starfsemi þeirra, ekki síst málaferlum, og mœtti búast við, að tilvera slíkrar réttarþjónustu vœri ein nœgileg til að afstýra mörgu óréttlœtinu, svo að jafnvel jaðraði við tillitssemi við neytendur, þar sem hennar hefði ekki áður verið vart. Þessi deild myndi einnig fljótt geta vísað veginn, hvar þörfvœri að endurskoða relgur og koma á breytingum á viðskiptahátt- um. . . . . . Það liefur verið œtlun mín með þessum erindum um neytendasamtök að vekja athygli manna á því, um hve alvarlegt jafn- vœgisleysi sé hér að rœða, og hve margar misfellur megi einmitt rekja til þess. . . . . . Þjóðfélagið og reglur þess eru þó einungis til þess að gera fólk- inu, sem lifir í því, lífið auðveldara og tryggara. Með skammsýni okk- ar og tilitsleysi höfum við sett reglur, sem torvelda í stað þess að auð- velda, gera lífið leiðinlegra, en ekki bjartara, auka áhyggjur þegnanna, en dreifa þeim ekki, en losa þá aftur á móti við ábyrgð, þegar þeir vinna hver fyrir annan, þannig að þœr reglur geta bókstaflega staðið í vegi fyrir aukinni velmegun þjóðarinnar. Það er kominn tími til að líta á málin frá tveim hliðum, ef nokkurt vandamál á að verða leyst. Við komumst ekkert áfram með því að stappa niður fætinum. . . . . . En bjartsýni mín er þó ekki meiri en svo, að ég er viss um, að hið eina, sem dugar, eru máttug neytendasamtök, borin uppi afþeim, sem verst eru leiknir afríkjandi viðskiptaháttum, og sem fylgja kröfum sínum um gagnkvœmt tillit fast eftir, - eins fast og þörf gerist. - En að einu leyti er ég bjartsýnn. Þjóðfélag okkar er þeirrar stœrðar, að senni- lega gœtu engir breytt þessu jafnfljótt og vel - og einmitt íslending- ar. . . 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.