Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 22
Neytendasamtökin 30 ára Rætt við Gísia Gunnarsson, fil.dr., fyrrverandi ritstjóra Neytendablaðsins. Gísli Gunnarsson sagnfræðingur var ein helsta driffjöðrin í starfi Neyt- endasamtakanna á árunum í kring- um 1970. Hann var ritari samtak- anna þau ár sem hann starfaði þar, samhliða því sem hann ritstýrði Neytendablaðinu. í viðtalinu hér á eftir segir Gísli frá því helsta í starfi Neytendasamtakanna á þessum árum. - Ég var kjörinn í stjórn Neytenda- samtakanna á aðalfundi haustið 1968. Þegar svo stjórnin skipti með sér verkum, var ég kjörinn ritari samtakanna og skömmu síðar tók ég að mér að ritstýra Neytendablaðinu. Formaður hafði verið kosinn Sveinn Ásgeirsson, en hann hætti seinna formennsku og tók þá varaformað- urinn Hjalti Þórðarson frá Selfossi við henni. Samstaðan innan stjórnarinnar var góð. Þegar Sveinn lét af formennsku, hætti hann einnig sem framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Var Kristján Þor- geirsson ráðinn í hans stað, en Kristján auk mín, Hjalta og Jóns Oddssonar lög- fræðings voru þeir sem mest störfuðu að stjórn samtakanna þetta fyrsta starfsár mitt. Þetta ár var að mörgu leiti erfitt ár, mikil endurnýjun hafði orðið á stjórninni og ýmsum aðilum þótti að þar vantaði fulltrúa frá stærsta stjórnmálaflokknum. Þetta olli því m.a. að á næsta aðalfundi haustið 1969 var gert samkomulag við fulltrúa þess flokks um eins konar „þjóðstjórn". Stjórnin sem kosin var á þessum aðal- fundi 1969 var þannig skipuð mönnum úr öllum stjórnmálaflokkum og pólitísku jafnvægi a.m.k. höfuðborgarsvæðisins haldið nokkuð vel, en í þá daga störfuðu þau fyrst og fremst þar. Óttar Yngvason var kosinn formaður og hann var eftir það formaður þann tíma sem ég starfaði í stjórninni. Auk þess vil ég sérstaklega geta dr. Bjarna Helgasonar jarðefnafræð- ings sem var gjaldkeri og það má segja að það hafi verið við þrír sem mest störfuð- um við stjórn samtakanna. Samstarf okk- ar á milli var mjög gott og þótt við værum einstaka sinnum ósammála, þá leystum við þau mál með viðræðum og samkomu- lagi. Við komum allir úr mismunandi stjórnmálaflokkum og segja má að við vorum á margan hátt burðarásinn í Neyt- endasamtökunum á þessum tíma. Þó má ekki gleyma Sigríði Haraldsdóttur sem kom inn í stjórnina fyrst sem varamaður haustið 1969. Sigríður var ekki aðeins virkur stjórnarmaður vegna þekkingar sinnar á neytendamálum, heldur hafði hún einnig það hlutverk að tengja starf samtakanna við Kvenfélagsamband íslands. Milli þessara tveggja samtaka ríkti það óskrifaða samkomulag að Neyt- endasamtökin sinntu aðallega neytenda- málum höfuðborgarsvæðisins en Kvenfél- agasambandið aðallega landsbyggðinni. Síðla árs 1970 hætti Kristján sem fram- kvæmdastjóri og var þá Áslaug Káradótt- ir ráðin í fullt starf sem starfsmaður á skrifstofunni en hafði undanfarið ár verið þar í hálfu starfi og var hún að mörgu leyti burðarásinn á skrifstofu samtakanna 1970-1973. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.