Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 23
Neytendasamtökin 30 ára Tóbaksdreifing fullkomnari en dreifing matvæla. - Nú annaðist þú ritstjórn Neytenda- blaðsins. Um hvað var helst fjallað í blað- inu á þessum árum? - í fyrsta blaðinu sem ég sá um var fjallað nokkuð ýtarlega um hreinlætis og snyrtivörur, fjallað var um mjólkurmálið, bent var á nauðsyn þess að sett væri ný neytendalöggjöf og einnig má nefna um- fjöllun um „au pair“ kerfið svokallaða, en samkvæmt því réðu stúlkur sig fyrir lágt kaup á heimili í Englandi og áttu að læra ensku. Næsta blað kom út í október 1969 og var það raunar tvöfalt að stærð. Þar var fyrst og síðast fjallað um mjólkurmál- ið, m.a. um mjólkurumbúðir, en þá voru hyrnurnar svokölluðu allsráðandi hér á höfuðborgarsvæðinu. Rætt var um sjón- varpsauglýsingar og þess krafist að þeim væri hætt. Sagt var frá ábyrgðarmerkingu á húsgögnum sem þá var að ryðja sér til rúms. Jóhann J. Kúld fjallaði um góða merðferð á neyslufiski. í þessu blaði var fyrsta greinin af fleirum um undraefnin við þvottinn, eða þessi „lifandi þvotta- efni“ sem mikið bar á á þessum árum. Frá og með árinu 1970 er broti Neyt- endablaðsins breytt og það sett í það brot sem það er í enn þann dag í dag. í fyrsta tölublaði þessa árs var fjallað svo til eingöngu um þvottaefni og var birt gæða- könnun á mismunandi vörumerkjum, auk verðs og almennra upplýsinga um þessi efni. í öðru tölublaði var mestu rúmi var- ið í umfjöllun um sjálfvirkar þvottavélar sem Sigríður Haraldsdóttir annaðist. En pláss var einnig fyrir gagnrýna umfjöllun um auglýsingar. í þessi tvö tölublöð var lagður það mikill kostnaður, að fjárhagur Neytendasamtakanna leyfði ekki fleiri blöð það árið. í fyrsta tbl. '71, en þá var útlitinu breytt og útgáfan gerð ódýrari, var birtur verð- samanburður á nauðsynjavörum í Reykjavík, á Austurlandi og á Akureyri. Fjallað var í langri grein um getnaðar- varnarpillur, kosti þeirra og galla. Og einn ganginn enn var deilt á auglýsingar. í öðru tbl. var á annarri síðu birt eftirfar- andi með litlu letri: „Við ætluðum eigin- lega ekki að hafa neitt efni á þessari síðu til þess að forsíðan kæmi betur út, en þeg- ar Morgunblaðið neitaði að birta auglýs- ingu frá okkur sem var svohljóðandi: „Lesið auglýsingar varlega, Neytenda- samtökin", fannst okkur nayðsynlegt að ítreka enn þá einu sinni þessi tilmæli til neytenda: Lesið auglýsingar varlega." í þessu blaði var tekið fyrir lyfið klóram- Gisli Gunnarsson feníkól sem var fúkkalyf, en Alþjóðas- amtök neytenda vöruðu víða um heim við þessu lyfi. Efni þessa blaðs var fjölbreyti- legt og nokkrum blaðsíðum var varið í að hrósa eða lasta auglýsingum, allt eftir því sem þær áttu skilið að okkar mati. Þarna var grein undir heitinu „kartöflupokinn minn“ og var þar gert grín af þeirri móðursýki sem oft hefur gripið um sig í kartöflumálum. í þriðja tbl. 1971 voru á nýjan leik spakmæli á blaðsíðu tvö: „Vegna ákvörð- unar borgarstjórnar um lokunartíma sölubúða í Reykjavík, geta Reykvíkingar nú fagnað því að sælgætis- og tóbaksdreif- ing er miklu fullkomnari en dreifing mat- væla.“ í þessu blaði var fjallað um neyt- endastarf í Bretlandi og var það gert í framhaldi af ferð sem ég fór þangað sumarið áður. Einnig er áfram bent á þörfina fyrir nýja neytendalöggjöf sem ekkert bólaði á. Birtar voru niðurstöður könnunar á verðmerkingum í búðar- gluggum og voru niðurstöður neikvæðar, örfáar verslanir merktu vel og ástandið virðist lítið hafa skánað í þessum efnum. Nær eingöngu var fjallað um afborgun- arkaup í fyrsta tbl. '12 og byggðist sú um- fjöllun á mjög víðtækri rannsókn og raun- ar þeirri umfangsmestu sem ég annaðist á þessum árum. Þess má til gamans geta hér, að fram til þessa hafði Björn Bald- ursson, sem þó var framkvæmdastjóri samtakanna, annast umbrot blaðsins og jafnframt útvegað myndefni. Nú þurfti ég að gera þetta sjálfur og vantaöi myndir. Erfitt var hvað gera skyldi, en að lokum fann ég brandarabók eina þar sem ein- göngu voru dýramyndir. Ég var hræddur um að þetta myndi hneyksla einhvern, þar sem deilt var harðlega á vissa tegund afborgunarviðskipta. En það eina sem hneykslaði var mynd sem ég tók upp úr bókinni „Saga kristindómsins“. Undir myndinni stóð eftirfarandi: „Úr ítölsku handriti frá 14. öld. Hér sést Dante ásamt leiðsögumanni sínum Virgil, þar sem þeir eru að heimsækja þann hluta helvítis þar sem okrarar eru geymdir“. Aldrei datt mér í hug að þetta myndi hneyksla ein- hvern, en það var þó það eina sem menn höfðu út á blaðið að setja. Næsta blað var jafnframt það síðasta sem ég annaðist þar sem ég var þá á förum til Svíþjóðar. í þessu blaði var grein sem hét „Við erum líka neytendur dómstóla“ og var þar deilt á hæstaréttardóm sem þá var nýfallinn um afborgunarviðskipti og þess krafist að lög- gjafinn taki fram í fyrir hendurnar á dómsvaldinu. Þarna er enn einu sinni fjallað talsvert um auglýsingar og tals- verðu rúmi varið í umfjöllun um dreifingu landbúnaðarvara. En fleiri urðu blöðin ekki undir minni ritstjórn. Sjónvarpsauglýsingar ætti að leggja af. - Er eitthvert mál frá þessum tíma sem er þér sérstaklega minnisstætt? - Það mál sem ég kynnti mér mest voru afborgunar- og lánaviðskipti og þar hafði ég mikinn áhuga á að stuðla að breytingum. Það voru ýmsar tillögur sem þar komu fram, en þær miðuðust við 10- 15% verðbólgu og eru því ekki endilega gildar í dag. Annað mál sem var mér hug- leikið var að efla upplýsingar til neyt- enda, til að mynda verðsamanburð sem reyndar var tekinn upp síðar af Verðlags- stofnun. Þriðja málið voru auglýsingar og þá sérstaklega umfjöllun um skrum- auglýsingar sem alltaf er nóg af. Þetta með auglýsingarnar var að mörgu leiti það skemmtilegasta enda oftast mjög auðvelt að gera grín og háðið er jú besta vopnið. Fjórða málinu má bæta við, en það eru þvottaefnin og tengdist um- fjöllunin um slík efni aftur auglýsingun- um, en á þeim tíma fengu innflytjendur þessarar vöru afar sterka stöðu á markaði hérlendis með auglýsingaherferðum fjármögnuðum erlendis frá. Raunar má 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.