Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 25

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 25
Neytendasamtökin 30 ára Fulltrúar á fundi norrœnu neytendanefndarinnar sem haldinn var sumarið 1972. Á myndinni má m.a. sjá Björgvin Guðmundsson, Sigríði Haraldsdóttir og Gísla Gunnarsson. segja að Neytendablaðið undir minni stjórn hafi mótast mjög af þessum fjórum atriðum hér og það sem þar var fjallað um hafi verið það sem mestu máli skipti hjá okkur í starfi Neytendasamtakanna á þeim tíma. Áður en ég hverf frá auglýsingunum vil ég nefna eitt sem ég tel neytendum afar mikilvægt, en það er að leggja af sjón- varpsauglýsingar. Tillaga um þetta efni var felld með naumum meirihluta 1969 á fjölmennasta aðalfundi Neytendasamtak- anna sem nokkru sinni hefur verið haldinn. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög óhagstæðar nýjum innlendum framleið- endum sem framleiða góða vöru en hafa ekki fjármagn til að fara út í dýrar auglýs- ingaherferðir. Þær mismuna einnig gróf- lega innlendum framleiðendum á kostnað innflytjenda eins og ég raunar nefndi fyrr í þessu spjalli og leiðir til óheiðarlegrar samkeppni. Flokkapólitíkin var aldrei til trafala - Þvældist ekki flokkapólitíkin eitt- hvað fyrir ykkur í „þjóðstjórninni“, gátuð þið í raun tekið afstöðu til mála sem máli skiptu? - Það ber á það að líta að þetta var pólitísk samstjórn á þessum tíma og við reyndum að forðast pólitísk deilumál. Meðal þeirra mála sem voru viðkvæm pólitískt séð var sölufyrirkomulag land- búnaðarvara. Á þessum árum var við- reisnarstjórnin búin að sitja lengi við völd og landbúnaðarráðherra í þeirri stjórn var úr Sjálfstæðisflokki og þessvegna litu viðkvæmu málin svolítið öðru vísi út frá sjónarmiði stjórnmálaflokkana heldur en nú er. Raunar gengum við svo langt að við töldum ekki rétt að mótmæla þegar til vísitölufölsunar var eitt sinn gripið og sett hámarksverð á fisk. Þó svo að við vissum að slík ráðstöfun leiddi aðeins til þess að verri fiskur væri á boðstólum. Þótt ég hafi verið hlynntur því í þessu tilfelli að mót- mæla, þá var ekki samstaða um slíkt enda hefðu sumir skoðað það sem ádeilu á þá- verandi ríkisstjórn. En þótt eflaust væri gengið of langt í þessu máli, þá voru samt það mörg mál sem vörðuðu neytendur og sem ekki gátu á neinn hátt talist flokks- pólitísk, að það var af nógu að taka þótt ekki væri verið að velta fyrir sér viðkvæm- ustu málunum. - Mjólkurmál voru mikiö til umræðu í stjórn Neytcndasamtakanna á þeim árum sem þú starfar þar. Um hvað snerist málið? - Upphaf þessa var það að vegna of lítillar mjólkurframleiðslu hér á suð-vest- ur horni landsins, var útlit fyrir að það þyrfti að blanda mjólk sem upphaflega var framleidd á Norðurlandi. Blandað yrði saman undanrennudufti, mjólkur- fitu (smjöri) og vatni við nýmjólk í ákveðnum hlutföllum. í framhaldi af þessu fjölluðum við svo nánar um mjólk- ina. Á þessum tíma var allt vitlaust vegna þeirra mjólkurumbúða sem þá voru not- aðar eða tetrapak hyrnurnar. Það má segja að í þessu máli vorum við að reyna að halda uppi gagnrýni á skynsamlegum grundvelli. í stuttu máli þá vorum við að reyna að hamla gegn því að gert yrði alltof mikið veður úr einhverjum smámál- um neytenda. Látum ekki smámálin skyggja á þau stóru. - Mörgum hcfur þótt slælega ganga að fá setta hér á landi neytendalöggjöf svip- aða og í nágrannalöndunum. Þú hefur einmitt verið búsettur um árabil í Svíþjóð, en almennt er talið að það land sé komið hvað lcngst á þessu sviði. En er staða neytandans á íslandi svo miklu lak- ari eftir allt saman? - í fyrsta lagi er íslenski neytandinn mjög ruglaður vegna verðbólgunnar og við getum ekki gert ráð fyrir góðu verð- skyni fyrr en verðlag veröur nokkuð stöðugt. Meðan ég var í Svíþjóð og raun- ar einnig áður en ég fór þangað, var ég vanur að fylgjast með verðlagi og vissi alltaf hvað helstu nauðsynjar kostuðu. Mér tókst að halda þessu áfram í hálft ár eftir að ég kom aftur heim, en þá gafst ég upp. Nefna má fleiri atriði, t.d. eitt sem við deildum hart á í Neytendablaðinu á sínum tíma. Flutt var hingað til lands matvara sérstaklega frá Danmörku sem ekki var hægt að selja þar vegna þess að hún var orðin of gömul. Um þetta fund- um við mörg dæmi. Þegar ég svo flutti heim á árinu 1981, hélt ég að þetta hefði skánað. Það var þó ekki, heldur hafði þetta versnað, það var gert meira af því að flytja inn alltof gamla vöru. Oft sér maður t.d. í verslunum innfluttar vörur sem erlendis eru með upplýsingum um síðasta söludag, en hins vegar ekki með slíkum upplýsingum þegar þær eru seldar hér á landi, þá er búið að fjarlægja þenn- an miða. Að þetta skuli vera hægt í landi sem á að teljast siðmenntað, að framleið- andi eða innflytjandi fjarlægi slíkar upp- lýsingar þegar varan er seid íslendingum, er það forkastanlegasta af öllu varðandi neytendamál. Ég spyr því, er engin lög- gjöf sem getur hindrað svona lagað. Hér þarf greinilega að koma til sameiginlegt átak heilbrigðisyfirvalda og verðlagsyfir- valda. Annað mál sem ég mundi vilja beita mér fyrir ef ég einhvern tíma aftur hæfi afskipti af neytendamálum, eru um- hverfismál. Tökum sem dæmi loftmengun í Reykjavík. Enn er því haldið fram að við séum með reyklausustu borg í heimi. Það þarf ekki að ganga lengi um t.d. í ná- munda við umferðagötur til að finna hve loftmengunin er mikil. ísland er til að mynda eina landið í hinum svonefnda vestræna heimi sem ekki hefur sett lög um það hve mikið blý megi vera í bensíni og það eru heldur engin lög til um loftmeng- un almennt. Ég vil fullyrða að loftmengun er víða mikil hér í Reykjavík, sérstaklega þegar veður er stillt. Almennt í sambandi við umferðamál þá erum við íslendingar einnig þar langt á eftir öðrum þjóðum og öryggi barna okkar því minna. Þetta eru neytendamál sem skipta mjög miklu máli. Það eru til samtök bifreiðaeigenda, en það eru ekki til nein samtök hjólreiðamanna, allavega heyrist ekkert til þeirra. Ekki eru heldur til samtök þeirra fótgangandi. Neytenda- samtökin ættu að taka mál þessara hópa upp á sína arma. Frekar en að eyða mikl- um tíma í kartöflumál, ættu samtökin að taka t.d. fyrir mál barnanna sem sum hver eru í lífshættu flesta daga vegna umferð- arinnar. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.