Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 26

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 26
Neytendasamtökin 30 ára Auka þarf samstarf Neytendasamtakan na og launþegahreyfingarinnar rætt við Reyni Ármannsson, fyrrverandi formann Neytendasamtakanna Reynir Ármannsson póstfulltrúi var fyrst kosinn í stjórn Neytendasam- takanna á aðalfundi 1975. Ári síðar var hann kosinn formaður samtak- anna og gegndi hann því starfi fram til aðalfundar 1982. Reynir starfar enn í stjórn samtakanna og er nú rit- ari. En hver voru tildrög þess að hann hóf afskipti af neytendamálum? - Upphafið var á árinu 1974 þegar ég var formaður Póstmannafélags íslands, þá kynntist ég Guðmundi Einarssyni nú- verandi forstjóra Skipaútgerðar ríkisins og þáverandi formanni Neytendasamtak- anna. Ég leitaði eftir upplýsingum um neytendamál hjá honum, sem hann veitti fúslega og fékk ég strax áhuga á öllu því sem á einhvern hátt gæti treyst stöðu neytandans. Á þeim árum sem ég byrja að starfa í stjórn samtakanna var fjárhagsstaðan mjög erfið. En þetta var samvalið og sam- hent lið í stjórninni. Það reyndi ekki síst á gjaldkerana á þessum árum og hef ég þar í huga þær Eiríku og Sigríði Friðriks- dætur. Einnig minnist ég með þakklæti Arnar Bjarnasonar starfsmanns samtak- anna á árunum 1977-1981 og sem ég átti mjög gott samstarf við, enda var Örn prýðilega fær um að gegna þessu erilsama starfi. Neytendasamtökin eru þverpólitísk samtök. - Flokkapólitíkin vill stundum flækjast fyrir í samtökum eins og þessum. Hvernig hefur gengið á þeim árum sem þú hefur starfað í Neytendasamtökunum að kom- ast hjá deilumálum af þessu tagi? - Neytendasamtökin telja sig vera ópólitísk samtök, en kannski væri réttara að nota orðið þverpólistísk samtök. Á því er ávallt nokkur hætta að slík samtök verði bitbein stjórnmálaflokkanna. Ég tel að það megi aldrei vera þannig að þau séu bendluð við einhvern ákveðinn stjórn- málaflokk eða ákveðna pólitíska stefnu. í stjórn samtakanna hafa ætíð verið menn með mismunandi pólitíska skoðanir og útilokað er að ætla sér að eyða öllum tímanum í pólitískt þras. En segja má að menn laðist til starfa að málefnum neytenda af mjög mismunandi ástæðum, fólk er svo mismunandi. Einn er á móti kaupmönnum almennt og eymir þar af gömlum viðhorfum til einokunar- verslunarinnar. Annar er andvígur því að hið opinbera ráðskist um of með fé al- mennings. Enn annar telur að sterk neyt- endasamtök geti bætt lífskjörin í landinu. Allar öfgar hvort heldur þær eru af stjórn- málalegum eða trúarlegum toga eða á sviði neytendamála eru óheppilegar. Neytendasamtökin eru ekki á móti kaup- mönnum, þau eru á móti óréttmætum viðskiptaháttum. Neytendasamtökin eru ekki á móti op- inberum stofnunum, en þau eru mótfallin að þessi fyrirtæki misnoti einokunarað- stöðu sína og hlunnfari neytendur. En sem svar við spurningunni get ég sagt að samtökunum hefur tekist á þeim árum sem ég hef starfað þar, að komast hjá flokkspólitískum deilumálum í öllum meginatriðum. Neytendafræðsla í skólum er nauðsynleg. - Minnist þú einhverra mála sérstak- lega og sem ofarlega voru á baugi þegar þú varst formaður? - Eitt mál er mér þar efst í huga, raun- ar mál sem við í Neytendasamtökunum höfum bæði mikið rætt um og einnig reynt að ná fram, en það er neytendafræðsla í skólakerfinu. Neytendafræðsla er nú svo til engin hér á landi. í nágrannalöndunum 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.