Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 27

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 27
Neytendasamtökin 30 ára Stjóm Neytendasamtakanna 1979-80. Talið frá vinstri: Bergur Oliversson lögfrœðingur NS} Jóhannes Gunnarsson, Dröfn Farestveit, Sigríður Frið- riksdóttir gjaldkeri, Jónas Bjarnason varaformaður, Reynir Armannsson formaður, Rafn Jónsson ritari, Steinunn Jónsdóttir, Sigrún Gunnlaugsdótt- ir og Gunnlaugur Pálsson. A myndina vantar Arna B. Eiríksson, Iðunni Gísladóttir, Jón Magnússon og Sigurð P. Kristjánsson. er hún hinsvegar skyldufag. Neytenda- fræðsla í skólum er verðugasta verkefnið sem Neytendasamtökin geta og ættu að vinna að í framtíðinni. Við höfum rætt við aðila í menntakerfinu og ráðuneytinu, en gengið illa að þoka því áleiðis. Þetta er það mál sem ég helst hefði viljað vinna að, en tókst ekki að ljúka. En það má nefna fleiri mál. Það skiptir miklu fyrir samtök eins og Neytendasam- tökin að geta verið í fjölmiðlum sem oftast, og þannig auglýst tilveru sína og gildi. í því sambandi má nefna nokkur mál á undanförnum árum. Fyrst eru það verðkannanir sem komu til sögunnar, en Borgarfjarðardeild NS birti sína fyrstu verðkönnun í apríl 1978. Síðar á því ári gerir Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur verðkönnun og einnig neytenda- félagið á Akranesi. Neytendasamtökin komu einnig við sögu með verðkönnun í nokkrum stórmörkuðum í Reykjavík og nágrenni. Þetta allt vakti mikla athygli, bæði hjá fjölmiðlum og almenningi, Verðlagsstofnun hefur svo nú á síðustu árum gert verulegt átak í þessum efnum með fjölmörgum verðkönnunum. Það fer ekki á milli mála og raunar hafa kaup- menn sagt mer það, að þetta hefur haft mikil áhrif á verðlag almennt og sam- keppni hefur aukist. Að lokum má svo nefna þrjú mál sem vöktu þjóðarathygli á sínum tíma og voru mikið í fjölmiðlum. Fyrst er þar að nefna „tómatamálið“, en í júní 1978 hafði Dag- blaðið samband við mig og sagði mér frá því að miklu magni af tómötum hafi verið hent á haugana. Strax um kvöldið héldum við fund í stjórn samtakanna og mótmælt- um. Þetta varð langt stríð og harðar deil- ur við framleiðendur, en lyktaði með samkomulagi sem m.a. varð til þess að tómatar stórlækkuðu í verði og offram- leiðslan seldist upp. Næst kom svo „lag- metismálið“ sem byrjaði á kvörtun frá neytanda á árinu 1979 vegna gallaðs sjólax. Við nánari athugun kom í ljós að það var mikið um gallað lagmeti á mark- aði hérlendis og sem engan veginn fékk staðist gæðaprófanir. Þetta vakti athygli; heilbrigðisyfirvöld tóku málið upp og þarna tel ég að við höfum haft nokkurn árangur af erfiði. Að lokum má svo nefna „mjólkurmálið“ sem kom upp nokkuð reglulega, en þó aldrei sem jafn mikið vandamál og sumarið 1981. Þá leyfði Mjólkursamsalan sér að keyra með bilað gerilsneyðingartæki mánuðum saman, sem m.a. þýddi það að mjólkin hafði sama og ckkert geymsluþol. Auk þess var mjólkurgæðunum mjög áfátt að mörgu öðru leiti og fólk kvartaði í stórum stíl. Þessu lyktaði með að þáverandi heilbrigð- isráðherra Svavar Gestsson skipaði nefnd sem kom með ýmsar tillögur til úrbóta, þannig að ekki hefur mjólkin síðar orðið að slíku hitamáli. Þess má geta að Mjólk- urfræðingafélag íslands studdi okkur vel í þessu á allan hátt og gáfu út yfirlýsingar um þetta. Tilvera neytendafélaga hefur áhrif á viðskiptahætti. - A þeim tíma sem þú varst formaður voru stofnuð neytendafélög víðsvegar um landið. Hvernig byrjaði þetta? - Upphafið var það að skömmu fyrir jól 1977 barst mér bréf frá sjö konum í Borgarnesi, þar sem þær óskuðu eftir því að Neytendasamtökin beittu sér meira þar á staðnum. í janúarmánuði var hald- inn kynningarfundur og þarna hafði ég verið svo heppinn að finna mann sem mest stóð í að stofna fyrsta neytendafé- lagið eða deildina. Félagið varð fljótt öflugt og vakti almenna athygli með starfi sínu. Síðar komu fleiri félög, á Akranesi í nóvember 1978 og á Akureyri í mars 1979. í septembermánuði 1979 var svo farið af stað með röð kynningarfunda sem leiddu til félagsstofnunar á Húsavík, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Neskaupsstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Höfn í Hornafirði. í febrúar 1980 voru stofnuð neytendafélög á Blönduósi og Sauðárkróki og á árinu 1982 komu til sögunnar félög á ísafirði í febrúar og á höfuðborgarsvæðinu í maí. Öll þessi félög mynda svo landssamtök neytenda, Neyt- endasamtökin. Þessar félagastofnanir höfðu mikið að segja fyrir málstað sam- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.