Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 28

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 28
Neytendasamtökin 30 ára takanna. Ég hafði oft heyrt á þing- mönnum dreifbýlisins að þetta væru sam- tök fólks á höfuðborgarsvæðinu, en með þessu var þar breyting á. Þetta kom okkur síðar til góða við að fá skilning og viður- kenningu ríkisvaldsins á Neytendasam- tökunum. Enn vantar þó félög á suður- ’andi og Reykjanesi sem koma vonandi fljótlega því tilvera neytendafélaga hefur mikla þýðingu fyrir viðskiptahætti á hverjum stað. - Þið lentuð í málaferlum á meðan þú varst formaður, ekki satt? - Upphafið að því var að í fréttatil- kynningu sem Neytendasamtökin sendu til fjölmiðla í októbermánuði 1977, var varað við auglýsingu á Grundig sjónvörp- um. f þessari auglýsingu var á frjálslegan hátt túlkaðar niðurstöður gæðakönnunar á litsjónvörpum sem birst höfðu í v-þýska neytendablaðinu Test. Auglýsandinn Nesco hf sætti sig ekki við efni fréttatil- kynningarinnar og stefndi okkur. Mál þetta unnum við bæði fyrir undirrétti og hæstarétti. Reyndar var að mati dómstólanna orðalag í fréttatilkynningunni þar sem tal- að var um „lævísa brellu“ hjá auglýsand- anum, ekki talið tilhlýðilegt og þessi orð því dæmd dauð og ómerk og okkur gert að greiða auglýsandanum skaðabætur vegna þeirra. En niðurstaðan varð sú að hér var um villandi auglýsingu að ræða og sigurinn því okkar, þó svo að við hefðum verið full stórorðir. Réttur Neytenda- samtakanna til að vara við villandi auglýs- ingum er því ótvíræður. Póstur og sími hefur tapað á skrefatalning- unni. - Oft hefur því verið haldið fram að neytendur hér á landi búi að mörgu leiti við lakari skilyrði en neytendur í ná- grannalöndunum. Hvað vilt þú segja um þessa fullyrðingu? - Þessu má svara bæði með jái og neii. Á öðrum Norðurlöndum eru slfk samtök að mestu rekin af ríkisvaldinu og félags- menn tiltölulega fáir. Þetta tel ég í sjálfu sér ekki eftirsóknarvert, ég tel að Neyt- endasamtökin eigi fremur að reyna að stórauka félagatöluna fremur en að leggja alla áherslu á aukin ríkisstyrk. Ég vil nefna eitt stórmál sem við fjölluðum mikið um á sínum tíma, „skrefamálið" svonefnda. Sú umfjöllun og gagnrýnin afstaða okkar hefði vart orðið á öðrum Norðurlöndum þar sem ríkisvaldið rekur að meira eða minna leiti slík samtök. Allur málfutningur okkar í þessu máli var byggður á sterkum rökum og ráðamönnum bent á þetta myndi ein- göngu valda Pósti og síma skaða. Enda mun skrefatalningin hafa valdið Pósti og síma milljóna króna tapi á síðasta ári. Lagaleg staða hins íslenska neytanda er hins vegar léleg samanborið við ná- grannalöndin. T.d. eru enn í gildi óbreytt kaupalög frá árinu 1922 og sem eru aö sumu leiti úrelt. Þessi lög voru samin að danskri fyrir- mynd á sínum tíma og voru þá hugsuð fremur til að vernda kaupmenn en ekki viðskiptavini. Þessu þarf að kippa í lag og þingmenn verða að taka þetta mál upp á sína arma. Einnig má nefna lög um af- borgunarkaup sem vantar sárlega hér, reglur um skilafrest á vörum og margt fleira. Við óskum eftir samvinnu við bændur. - Neytendasamtökin hafa oftar en ella fjallaö um landbúnaöinn og að mati sumra í afar neikvæöum tón. Hvað vilt þú segja um þetta? - Oft höfum við fengið að heyra að Neytendasamtökin séu í sífelldu stríði við bændur. Þessum misskilningi þarf að eyða. Ég tel rétt að tulltrúar bænda og Neytendasamtakanna setjist niður og ræði málin og leytist við að eyða tor- tryggni og forðast sundrungu. En þá verða samtökin einnig að viðurkenna það sem vel er gert. Það tíðkast sum staðar erlendis að neytendasamtök veiti þeim framleiðendum og seljendum sem skara fram úr hvað varðar vörugæði eða góða þjónustu, sérstaka viðurkenningu. í sambandi við íslenska landbúnaðarfram- leiðslu hef ég sérstaklega í huga Osta- og smjörsöluna sem hefur staðið mjög vel að sínum málum varðandi framboð og alla þjónustu. En það skal líka tekið fram að ráðamenn landbúnaðarins verða að hafa í huga á hverjum tíma að verð landbún- aðarvara má ekki vera það hátt, að varan verði sem næst ósöluhæf. Fjárstyrkur ríkisvaldsins til handa sam- tökum neytenda er á þessu ári 210.000 kr. Það kom mér því mjög á óvart er ég fékk upplýsingar um að sexmannanefndin sem annast verðlagningu á landbúnaðarvörum hefur á fjárlögum þessa árs til nefndar- starfa 428.000 kr., þar af eru launa- greiðslur 374.000 kr. Ég tel að þessum krónum væri mikið betur varið til Neytendasamtakanna, enda útreikningur sexmannanefndarinnar aðeins framreikn- ingur á kostnaóarþáttum sem tölva gæti alveg eins sinnt. En ég vil leggja á það áherslu að Neytendasamtökin vilja við- halda landbúnaði hér í landinu og styðja eindregið það sjónarmið að við fram- leiðum sjálfir sem mest af þessari vöru. En verð og gæði þessarar vöru verður að vera í lagi. Þar hef ég m.a. kartöflur í huga, en blaðamaður sem starfað hefur í faginu í 40 ár sagði mér að á hverju ein- asta ári öll þessi ár hafi kartöflur verið þrætuepli milli framleiðendaog seljenda. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.