Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 29

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 29
Neytendasamtökin 30 ára Við þurfum í samvinnu við framleið- endur að finna lausn á þessu máli, en alls ekki að fara að berjast fyrir frjálsum inn- flutningi á þessari vöru á meðan innlend framleiðsla er til í landinu. En að sjálf- sögðu ber að flytja þær inn þegar ekki eru fyrir hendi nægjanlega góðar innlend- ar kartöflur. Það má alls ekki bjóða okk- ur ósöluhæfa vöru sem hvergi annarsstað- ar væri á boðstólum og eins og raunar allt- of oft hefur verið gert. Ríkisvaldiö einn stærsti framleiðandinn í landinu. - Ert þú ánægður með undirtektir al- mennings við starfi Neytendasamtak- anna? - Það er mjög erfitt að halda uppi öflugu starfi í félögum ef það byggist ein- göngu á sjálfboðaliðastarfi. Ef okkur á að takast að efla starf Neytendasamtakanna, þurfum við meira fjármagn inn í samtökin sem gerir okkur kleift að ráða fleira starfsfólk. En hvað skal gera til að þau verði virkilega öflug þannig að almenn- ingur sjái sér í stórauknu mæli hag af að vera í samtökunum? Þar tel ég fyrst og fremst að auka þurfi samstarf Neytenda- samtakanna og samtaka launafólks. Hagsmunir þessara samtaka fara að mörgu leiti saman. Ég nefndi áðan að við megum ekki verða of háð ríkisvaldinu fjárhagslega. Það verður að hafa það hugfast að ríkisvaldið er einn stærsti framleiðandinn í landinu og því oft önnur sjónarmið sem þar ráða ferðinni en hjá neytendum. - Hvernig gekk samstarfið við fram- leiðendur og seljendur meðan þú varst formaður? - Fyrst þegar ég byrjaði að starfa í Neytendasamtökunum má segja að við höfum komið víðast hvar að lokuðum dyrum. Umkvartanir sem frá okkur komu voru að litlu leiti teknar til greina. Þarna Skrefatalningin hefur valdið Pósti og sima milljóna króna tapi. hefur á síðustu árum orðið mikil breyting. Ríkisvaldið hefur einnig á síðustu árum viðurkennt samtökin í ríkara mæli en áður og kaupmenn og framleiðendur hafa óskað eftir samstarfi við okkur. - Að lokum Reynir, hver telur þú vera helstu vandamál almennings í neyslusam- félagi nútímans? - Vandamálin eru auðvitað mörg, en ég tel að staðan sé að mörgu leiti verst á lagalega sviðinu, þar vantar heilsteypta neytendalöggjöf eins og er á öðrum Norðurlöndum. Einnig má nefna skort á neytendaupplýsingum ýmiskonar. En í lokin vildi ég segja að metnaður minn fyrir hönd þessara samtaka er talsverður. Það er ósk mín að félögum fjölgi til muna. Fjöldi félagsmanna segir þó ekki allt um ágæti slíkra samtaka, aðalatriðið er að við höldum okkur við grundvallar- reglurnar eins og þær eru orðaðar í sam- þykktum Alþjóðasamtaka neytenda. Svo lengi sem við höfum þær að leiðarljósi tel ég að okkur sé lítil hætta búin. Á því er engin vafi að við erum komin inn í umræðuna og samtökin orðin þekkt og einmitt þessvegna verðum við að vanda hvert skref, en ekki rasa um ráð fram. Neytendasamtökin eru frjáls og óháð samtök, en frelsinu fylgir ábyrgð. Það er enginn vandi að ganga í halarófu, vinstri-hægri, vinstri-hægri, það er frelsið sem er vandmeðfarið. Stjórn NS 1982-1984 Talið f.v.: Reynir Ármannsson, Bjarni Skarphéðinsson, Ólafur Ragnarsson, Dröfn Farestveit, Jón Magnússon, Anna Birna Halldórsdóttir, Steinar Þorsteins- son, Jónas Bjarnason og Jóhannes Gunn- arsson. Á myndina vantar Önnu Bjarna- son, Jón Óttar Ragnarsson og Sigrúnu Gunnlaugsdóttur. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.