Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 32

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 32
AsthUdur Erlingsdóttir formaður Launamálaráðs BHM Litið um öxl Þegar leitað var til mín og ég beðin að leggja orð í belg í afmælisriti Neytendasamtak- anna varð ég við þeirri bón, því um áratugabil hafa málefni neytenda hér á landi þrásinnis komið mér úr jafnvægi, svo hefur mér þótt hagur neytenda fyrir borð borinn. Ekki má skilja orð mín þannig að þess- um málum hafi enginn gaumur verið gefinn. Öllum þeim ein- staklingum samtakanna og forvígismönnum þeirra, sem hafa látið til sín taka sl. 30 ár, ber svo sannarlega að þakka. Unnið hefur verið af einurð og dugnaði. Segja má að áhugi minn á neytendamálum hafi vaknað þegar ég flutti heim árið 1964 eftir nokkurra ára búsetu í Danmörku. Á þeim árum voru málefni neytenda mikið til um- ræðu þar í landi m.a. hóf neyt- endablaðið, „Tænk“ göngu sína, blað sem lagði sitt af mörkum til þess að vekja mig til umhugsunar. Þegar heim kom var ótal margt sem vakti furðu mína sem neytanda, en hér mun ég aðeins drepa á fáein atriði, þ.e. verslunar- og bankaþjón- ustu ásamt verðlagi. Þjónusta í verslunum Hádegislokun verslana þótti mér afar hvimleitt fyrirbrigði. Ég vann þá hálfan daginn utan heimilis og þurfti því að fara út aftur seinni partinn til þess að versla. Þegar í verslunina var komið var engin „biðraðarmenning“ og saknaði ég því númera- kerfisins sem algengt er í Dan- mörku. Fákunnátta afgreiðslufólks var áberandi. Spyrðist ég fyrir um efni vöru, gæði og því um líkt var svarið einatt: „Það er mikið keypt af þessu hjá okkur“. í Danmörku þarf af- greiðslufólk jafnan að hafa afl- að sér ákveðinnar menntunar til þess að mega vinna við af- greiðslustörf. Vöruúrval var mjög lítið og í sumum tilvikum nánast ekkert einkum hvað snerti landbúnaðarafurðir, kornmeti og ferskt grænmeti. Kartöflu- málin etv. sínu verst þar sem hér er um að ræða daglega neysluvöru. Danmörk er gos- enland kartöfluunnenda, þar eru kartöflur flokkaðar í fjöl- marga flokka eftir stærð og gæðum. Vörumerking var lítil sem engin á innlendum vörum. Dagstimplun óþekkt fyrirbæri. Bankaþjónusta Þjónusta bankanna við ein- staklinga hér var sára fátækleg miðað við þá þjónustu sem við áttum að venjast. í Danmörku byggja bankar starfsemi sína aðallega á viðskiptum við almenning, sem er lang hag- kvæmasti og öruggasti við- skiptavinur bankanna þegar allt kemur til alls. Hér á landi er þessu öfugt farið. Viðskipti við almenning virðast vera eitur í beinum bankastjóra. Sem dæmi um þá þjónustu sem bankar veita í Danmörku langar mig að greina frá því þegar íslenskur vinur okkar var að byggja sér hús. Hann var búinn að safna töluverðum lausaskuldum eins og títt er um húsbyggjendur sem eru ekki búnir að fá föst lán. Við- skiptabanki hans sá um greiðslur vaxta og afborgana af öllum þessum skuldum (til byggingarvöruverslana o.fl.), en þetta er þjónusta sem bank- ar í Danmörku veita. Þar kom að hann var búinn að yfirdraga talsvert ávísanareikning sinn. Þá var einn góðan veðurdag hringt til hans og honum bent vinsamlega á að refsivextir og annar fjármagnskostnaður væri orðið of mikill fyrir hann. Bankinn stakk upp á að hann tæki hjá þeim bráðabirgðalán, borgaði með því lausaskuldirn- ar og jafnaði ávísanareikning- inn. Vinur okkar þáði boðið, borgaði síðan bráðabirgða- lánið niður með jöfnum mán- aðarlegum afborgunum og sparaði þannig dálaglega fjárhæð. Verðlag Vöruverð var að öllu jöfnu þriðjungi hærra hér. Skipti það engu hvort um innlenda eða erlenda vöru var að ræða. Sumar vörutegundir voru tvisvar til þrisvar sinnum dýr- ari og þaðan af meira. Minni- Þjónusta bankanna hér á landi er sárafátœkleg miðað við þá þjónustu sem bankar í nágrannalöndum veita. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.