Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 38

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 38
Notandinn og opinber þj ónustufyrirtæki Þau helstu opinberu þjón- ustufyrirtæki, sem hinn al- menni borgari á viðskipti við, eru rafveitur, hitaveitur og Póstur og sími. Ein rafveita, Rafmagnsveitur ríkisins, og Póstur og sími eru hrein ríkis- fyrirtæki, ein rafveita, Orku- bú Vestfjarða, er sameign ríkisins og sveitarfélaga. Allar aðrar rafveitur eru fyrirtæki sveitarfélaga svo og allar hita- veitur nema Orkubú Vest- fjarða. Sameiginlegt er með öllum þessum þjónustufyrirtækjum, að þau hafa einkarétt á þjón- ustu sinni og eru því í raun ein- okunarfyrirtæki. Einnig að þau starfa skv. sérstakri reglugerð, sem staðfest er af hlutaðeig- andi ráðherra. Orkufyrirtækin heyra undir iðnaðarráðherra en Póstur og sími undir sam- gönguráðherra. Þá er það einnig sameiginlegt með þess- um þjónustufyrirtækjum, að þau selja þjónustu sína skv. gjaldskrám, sem ráðherra setur eða staðfestir. Ráðherra setur gjaldskrá fyrir ríkisfyrir- tækin en staðfestir aðrar gjaldskrár, sem samþykktar eru af hlutaðeigandi sveita- félögum. Skylt er að birta gjaldskrár opinberra þjónustu- fyrirtækja í B-deiId Stjórnar- tíðinda og geta þær ekki tekið gildi fyrr en við birtingu, þ.e. útgáfudag þess eintaks, sem þær birtast í. Við lestur reglugerða og gjaldskráa kemur glögglega í ljós, að með útgáfu þeirra er fyrst og fremst verið að gæta hagsmuna fyrirtækjanna en minna hugað að rétti notenda enda hefur fulltrúum notenda ekki verið gefinn neinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri né heldur að gæta réttar síns. Bæta þarf réttar- stöðu notenda. Fyrir þremur og hálfu ári síðan leituðu Neytendasam- tökin til samgönguráðherra og iðnaðarráðherra og óskuðu eftir því, að fá til umsagnar breytingar á reglugerðum og efnislegar breytingar á gjald- skrám Pósts og síma og orku- fyrirtækja. Með efnislegum breytingum er átt við orðalags- breytingar, sem geta varðað hagsmuni notenda en ekki krónutöluhækkanir. Beiðni Neytendasamtakanna var hafnað. í svarbréfi iðnaðarráðherra svo og í viðræðum, sem fram hafa farið við einstaka starfs- menn ráðuneytisins, hefur komið fram, að það sé álit ráðuneytisins, að það sé ekki þeirra hlutverk að gæt.a réttar notenda gagnvart þjónustu- fyrirtækjum sveitafélaga heldur hlutaðeigandi sveitar- stjórnar, það er að segja, að sá sem veitir einkaréttinn, hefur engar skyldur gagnvart einkaréttarþolum og að sá, sem fengið hefur einkarétt til sölu ákveðinnar þjónustu, skuli jafnframt gæta hagsmuna viðskiptavinanna. Þetta sjónar- mið er fráleitt og brýtur í bága við öll lýðræðisleg og siðferði- leg sjónarmið. Ef hið opinbera veitir, í umboði þjóðarinnar, einhverjum aðila einkarétt, hlýtur það að vera eðlileg og lýðræðisleg krafa notenda, að Gísli Jónsson prófessor sá sami, sem beitir einkarétt- inum, gæti þess að hann sé ekki misnotaður og það getur ekki sá gert, sem einkaréttinn fékk. Sjónarmið iðnaðarráðuneytis- ins var m.a. byggt á því, að sveitarstjórnir gættu hagsmuna þegna sinna og að það beri þeim að gera í þessu máli sem öðrum. Ráðuneytið tók hins vegar ekkert tillit til þess, að orkufyrirtækin eru fyrirtæki sveitafélaganna svo í þessu máli sitja sveitarstjómirnar báðu megin við borðið. Reynslan hefur sýnt svo ekki verður um villst, að þegar upp kemur ágreiningur milli orku- fyrirtækis og notanda, taka sveitarstjórnirnar fyrst og fremst undir málstað fyrir- tækjanna. Til dæmis er mjög algengt, að sveitarstjórnirsvari kvörtun notenda með því að senda honum umsögn hlutað- eigandi fyrirtækis, þ.e.a.s. fyrirtækið sjálft er látið dæma í eigin máli. Um kvartanir notenda ríkis- fyrirtækja til ráðuneytis er svipað farið og um kvartanir notenda þjónustufyrirtækja sveitafélaga. Þar situr ráðherra báðu megin við borðið og hefur reynslan sýnt, að hann gætir fyrst og fremst hagsmuna stofnunarinnar, sem æðsti yfir- maður hennar. Af því sem að framan grein- ir er ljóst að hinn almenni not- andi á ekki í mörg hús að venda til að ná rétti sínum í ágreiningsmálum, sem upp koma. Eina leiðin er sú að leita til dómstólanna og er sú leið hreint ekki aðgengileg og oft alls ekki fær, ef um minni hátt- ar mál er að ræða. En hvað er til ráða? í fyrsta 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.