Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 40

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 40
Landbúnaðurinn og neytandinn Þegar ágreiningsmál koma upp á milli neytenda og ein- hverra landbúnaðarstofnana eða landbúnaðarfulltrúa, fer mikill glímuskjálfti oftast um deiluaðila. Reiðileg bréf birtast í lesendabréfum dagblaða frá óánægðum neytendum og svar- greinar birtast frá einhverjum starfsmönnum bændasamtak- anna eða einstökum bændum. Oftast verða lesendur litlu nær er nú alvarlegasta ógnunartæki landbúnaðarsins gegn hags- munum neytenda, en málaferli eru nú útaf honum, en þeim er ekki lokið. Óvíst er hvaða skaða hann mun hafa valdið ís- lenskum neytendum áður en yfir lýkur. Sexmannanefnd ber að leggja niður í núverandi mynd. Talsmönnum landbúnaðar- ins finnst Sexmannanefnd vera einskonar háborg sanngirninn- Umræðuvettvang vantar um eðli deilunnar og eftirstöðv- amar eru oftast staðfesting á yfirgangi eða ósanngimi hins aðilans. íslenskir neytendur hafa flest- ir tilfinningu fyrir því, eða jafn- vel áreiðanlegar upplýsingar, að bæði framboði og verðlagi á landbúnaðarvörum er hér á landi mjög ábótavant miðað við næstu nágrannalönd. Stundum em gæðin líka aðfinnsluverð. Auk þess em flestir neytendur þeirrar skoðunar, að landbún- aðurinn í heild sé mjög dýr í rekstri. Niðurgreiðslur og út- flutningsbætur nema gífurlegum upphæðum. Þegar smáar og lé- legar kartöflur, fátæklegt græn- metisframboð, einhliða kjötaf- urðir, dýrar mjólkurafurðir, innflutningsbann á nánast öllum erlendum búfjárafurðum bætast við annað óáran, finnst sumum nóg komið. Talsmönnum bænda finnst allt árásir á bænda- stéttina. Þeir em sannfærðir, sennilega flestir, að kjör bænda séu ekki of góð og telja gagn- rýni varðandi landbúnaðaraf- urðir hafa það eitt að markmiði að klípa af kjömm bænda. Fyrir þá er annaðhvort um heilagt stríð að ræða gegn fáviskunni eða ósanngiminni, eða þeir em beinlínis á kaupi hjá einhverj- um landbúnaðarstofnunum. Þegar einhver áhugamaður t.d. í Neytendasamtökunum skrifar gagnrýnisgrein á kvöldin um landbúnaðinn, er honum oftast svarað af manni, sem skrifar sína svargrein í vinnutímanum og á kostnað skattborgarans gjaman, en það má sjá, þegar betur er að gáð. í raun er of langt á milli víg- girðinganna til að nokkrar sættir geti gerst. Því er bráð- nauðsynlegt að finna einhvem sameiginlegan vettvang til að komast af stigi hnútukasts og stóryrða. Hverjar eru rætur vandamálanna? Aðalskýringin er væntanlega sú, að ísland er á mörkum hins byggilega heims, og öll úti- ræktun gróðurs og búfjár- afurðaframleiðsla með ís- lensku fóðri stenst ekki saman- burð við nágrannalönd, hvað hagkvæmni og úrval snertir. En fslenskir neytendur fá ekki heldur að njóta afurða korn- fóðurs með eðlilegum hætti, þ.e. fugla- og svínaafurða svo dæmi séu nefnd. Þær greinar búa við íþyngingu á ýmsan hátt, og verðlag á svína- og fluglaafurðum er jafnvel mörg- um sinnum hærra hér en í ná- grannalöndum. Talsmenn bænda keppast við að halda því fram, að ræktun kornætu- dýra sé ekki íslenskur land- búnaður, því kornið sé innflutt. Þeir búa semsé til marklausar kennisetningar til verndar grasbítaræktunar og á kostnað neytenda. Svo nota þeir kjarnfóðurskatt til að skattleggja svína- og fugla- afurðir til að ívilna kinda- og kúabúskap. Nú síðast má sjá, að nota á kjarnfóðurskatt til þess að koma á einokun á eggjasölu. Aðferðin er sú, að setja á upp dreifingarstöð fyrir egg með stuðningi kjarnfóðurskatts. Þeir, sem ekki vilja taka þátt í dreifingarstöðinni, verða skattlagðir með kjarnfóður- skatti. Þannig ætla einokunar- sinnar að svínbeygja alla inn í dreifingarstöð fyrir egg, en síðan er unnt að setja kvóta á framleiðendur, þegar umfram- framleiðsla verður. Þetta heitir allt fínum nöfnum eins og hag- kvæm dreifingarstöð, gæða- eftirlit og fleira, en er í raun ekkert annað en aðferð til að koma á einokun undir miðstýr- ingarvaldi framleiðsluráðs. Neytendasamtökin hafa sagt þessum áformum stríð á hendur. Það, sem er bannað með lögum í þessu landi fyrir suma, er daglegt brauð í land- búnaði. Kjarnfóðurskatturinn ar. Þar reikni menn út verð á landbúnaðarafurðum út frá því sjónarmiði, að bændur eigi að hafa sambærilegar tekjur og viðmiðunarstéttir í þjóðfélag- inu. Þannig eru svokallaðir full- trúar neytenda beislaðir og gerðir samábyrgir. Þetta gæti verið gott og blessað, ef hefð- bundin landbúnaður réði ekki öllu varðandi framleiðslumál- in. Að sjálfsögðu vilja allir sanngjarnir íslendingar, að bændur njóti hliðstæðra kjara og aðrir, en með því skilyrði, að þeir framleiði réttar afurðir á réttan hátt. Sannleikurinn er sá, að hefðbundnir framleið- endur ráða því, hvað framleitt er og hvernig og skipa svo öðrum að reikna út, hvað þeir eiga að bera úr býtum. Þannig neita þeir í raun að leyfa markaðnum og óskum neyt- enda að hafa umtalsverð áhrif á gang mála í landbúnaði. Svokallaðir fulltrúar neytenda hafa því nánast engin áhrif gagnvart mikilvægustu hlið málanna þ.e. þróun mála. Þetta kerfi ber því að leggja niður í núverandi mynd og Landsamband iðnaðarmanna og Sjómannafélag Reykjavík- ur gerðu nú réttast með því að draga sína fulltrúa út úr sex- mannanefnd. Jónas Bjarnason. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.