Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 41

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 41
__ILLJagaCTlTlT-lJL-. '...3 z^z=z^mummmln a ICönnun vetði og g aeöum Nautahakk - kindahakk Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis (NRON) hefur látið rannsaka 12 sýni kinda- hakks og 12 sýni nautahakks í jafn mörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Sýnin voru keypt í júlímánuði s.l. og send til rannsóknar hjá Holl- ustuvernd ríkisins (gerlarann- sókn) og hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins (efnarann- sókn). Leggja ber áherslu á að niðurstöðurnar eins og þær birtast hér, sýna ástand vör- unnar í viðkomandi verslun eins og það var þann dag sem sýnið var keypt. Vegna þess hve kostnaðarsöm rannsóknin er, reyndist aðeins unnt að láta hana ná til eins sýnis af hvorri hakktegund í hverri verslun, sem verður að teljast ófull- nægjandi ef draga á miklar ályktanir um hverja verslun. Gerðar voru rannsóknir á hakkinu með tilliti til gerla- fræðilegs ástands vörunnar og ástands hennar með tilliti til hlutfalls fitu, próteins og þurr- efnis af heildarþunga. Þessum mælingum til frekari stuðnings voru gerðar athuganir á ytra útliti, gerð og sýrustigi hakksins. Gerlarannsóknin Niðurstöður gerlarannsókn- arinnar eru langt frá að teljast viðunandi. í ellefu tilvikum stóðust sýnin þær kröfur sem gerðar eru, í tveimur tilvikum voru þau gölluð, en í ellefu til- vikum var um að ræða það mikinn gerlavöxt að ófullnægj- andi verður með öllu að teljast. Þessar niðurstöður eru þó mjög í samræmi við aðrar gerlarannsóknir sem gerðar hafa verið af heilbrigðisyfir- völdum á þessari vörutegund og öðrum svipuðum. Það er því ljóst, að hér er úrbóta þörf. í átta sýnum er heildargerla- fjöldinn allt of mikill, eða meira en 50 milljónir gerla pr. gr. í sýni. Rannsókn á heildar- gerlafjölda gefur góða hug- mynd um magn miðlungshita- kœrra gerla í sýnunum og einnig um magn flestra kulda- kærra gerla. Heildargerlafjöld- inn gefur nokkra hugmynd um meðhöndlun og ástand vör- unnar, auk þess sem hann getur í sumum tilvikum bent á lélegt hreinlæti eða sóðaskap við meðhöndlun matvæla. Kuldakærir gerlar eru þeir gerlar sem helst dafna í köldu umhverfi, þó svo að vökstur þeirra sé hægur. Þannig hlýtur fjöldi þeirra í hakkinu að gefa nokkra hugmynd um aldur þess. Því eldra sem hakkið er þeim mun fleiri eru gerlarnir. Alltof mikill fjöldi kóligerla reyndist vera í fjórum sýnum, eða meira en 10.000 kóligerlar pr. g. í öðrum sex sýnum var fjöldi kóligerla á bilinu 1.000 - 10.000 gerlar pr. g, sem einnig er of hátt. Saurkóligerlar fund- ust í þremur sýnum í einhverju mæli, þar af meira en 1.000 gerlar pr. g í einu þeirra. Til- vist kóligerla í matvælum gefur til kynna mengun sem ýmist er af sauruppruna eða frá um- hverfinu. Þeir benda einnig til hugsanlegrar mengunar af völdum sjúkdómsvaldandi gerla og sem eru tengdir saur manna og dýra. Það skal þó tekið fram, að í þeim 24 sýnum sem hér um ræðir fundust ekki sjúkdómsvaldandi gerlar. Kóli- gerlar geta þar að auki vaxið í sumum matvælum og valdið óæskilegum breytingum á bragði og útliti. Kóligerlahóp- urinn samanstendur fyrst og fremst af tveimur stofnum, Escherichia cólí (saurkóligerl- ar) sem er fyrst og fremst upp- runnin frá innyflum manna og dýra og Enterobacter aerogenes sem er úr plönturík- inu (þó einstaka sinnum úr innyflum). Flestar tegundir stafylo- kokka geta vaxið og myndað eitur sem er mjög hitaþolið í mörgum tegundum matvæla. Þessa gerla má mjög oft finna á húð manna og slímhimnum í nefi og munni. Talið er að 30- 50% heilbrigðra einstaklinga beri þessa gerla með sér og matareitranir af þeirra völdum má einmitt oftast rekja til smitbera sem vinna við mat- vælaframleiðslu. Gera verður ráð fyrir að þessir gerlar séu til staðar í mörgum matvælum (aðallega kjöti og kjötafurð- um) í einhverju magni, en eng- in hætta er á matareitrun á meðan fjöldi þeirra helst lágur. Það er ekki fyrr en fjöldinn hefur náð nokkrum milljónum gerla í hverju grammi, að nægilegt eitur nær að myndast til að geta orsakað matareitr- un. í rannsókninni hér fundust þessir gerlar ekki nema í mjög takmörkuðu mæli. Auk þess var rannsakað hvort að í sýnunum væru mat- areitrunargerlar af tegundunum Salmonella og Clostridium 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.