Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 51

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 51
Erfítt að vera neytandi á íslandi Það er erfitt að vera neytandi á íslandi í dag og ástandið fer versnandi. Öll vitum við að kaupmáttur launa fer lækkandi. Spurningin er því hvort framleiðendur, innflytjendur og kaup- menn viti að hagur neytenda er einnig hagur þeirra sjálfra. Hér á eftir eru nokkur dæmi um hvað betur mætti fara í neytendamál- um hjá okkur. 1. Góðar ódýrar vörur hafa horfið úr verslunum og dýr- ar vörur komið í þeirra stað. M.a. hef ég tekið eftir að ódýrar kínverskar, pólskar og rússneskar mat- vörur eru horfnar. Kín- verskt hunang var ekki ein- ungis ódýrt heldur var það í fallegum drykkjarkrúsum sem hægt var að nota síðar sem drykkjarílát. En þessar ódýru vörur eru ekki lengur fáanlegar. Einn vinur minn sagði mér að líklegast væri að álagn- ingarreglur hefðu þessi áhrif, tekjur af sölu dýrari vara væru meiri. Hér er um reginvillu að ræða. Sé varan of dýr er hún ekki keypt og því engar tekjur, ódýrar vörur sem seljast vel afla hins vegar tekna. Þetta skildi Tómas Bata, eigandi skóverksmiðju í Tékkó- slóvakíu fyrir a.m.k. 50 árum. Um miðbik kreppu- áranna byrjaði hann fram- leiðslu á einföldum góðum og mjög ódýrum skóm. Fólk sem annars hafði varla peninga til að láta sóla gömlu skóna, gat keypt nýja skó. Bata skapaði vinnu í heimalandi sínu og seinna í öllum heimsálfum. Síðustu sandalana keypti ég frá Bata í Bangkok. 2. Það er oft mjög erfitt eða jafnvel ógerningur að fá upplýsingar um þær vörur sem við kaupum, hvernig meðferð þeim hentar best (t.d. þvotta og hreinsimeð- ferð). Veturinn á íslandi er kaldur, stormasamur og blautur. Það er því nauð- synlegt að geta keypt vetrarkápu eða frakka sem í senn er vatnsheldur og hlýr. Auk þess er áríðandi að hægt sé að fá slíkar flík- ur hreinsaðar eða geta þvegið þær þannig að þær séu vatnsheldar áfram. Þegar spurt er í verslunum um slíkan fatnað er sölufólk undrandi. Hlýar yfirhafnir eru fram- leiddar t.d. í Hong Kong og Kóreu og ytra byrði lítur vel út. Á meðferðar- merkjum er þess ekki getið hvort flíkin er vatnsheld eða ekki. Afgreiðslufólkið veit það heldur ekki, og er augljóst að innflytjendur hafa ekki hugsað málið til enda. Það væri tímabært að halda námskeið fyrir af- greiðslufólk og örva ís- lenskan iðnað til að fram- leiða þennan nauðsynlega fatnað. 3. Kaupmenn og verslunar- fólk skortir mjög þekkingu á lögum og reglugerðum sem koma verslunum við. Ég hef fundið í matvöru- verslunum vörur sem komnar eru langt fram yfir síðasta söludag. Ég fann að í mörgum þeirra var nýtt kjöt, jafnvel kjöthakk á bökkum yfir frystikistum en án kælingar. Sem betur fer sá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um að þessu væri hætt þegar kvartað var þangað. En ennþá er ekki öllum kaupmönnum ljóst að auglýsingar verða að vera réttar, vörur á auglýstu verði eiga einnig að seljast á því verði. Það getur verið hörð raun að benda á slíkt lagabrot. Ég er vön að kvarta ekki bara sjálfrar minnar vegna, heldur til að aðstoða aðra minna verndaða neytendur, eins og fólk á efri árum og einstæðar mæður, sem verða að sjá um börnin sjálfar og hver króna er mikils virði. Ég er hvorki karlmaður, stór né ung. Það er óviðunandi að vera bölvað og sagt að ég fari með bull þegar ég legg til við verslunarstjóra að við hringjum í verðlagsstjóra til að fá skorið úr deilumálum. Óviðunandi - en ekki hættulegt. Eins lengi og verslunarmenn bölva, veit ég að málið mitt er réttlátt. 4. Samkvæmt upplýsingum í dagblöðum hafa bankar og sparisjóðir tekið upp inn- heimtu á nýjum þjónustu- gjöldum. En hver eru þessi gjöld? Ég bað um upplýs- ingar í viðskiptabanka mín- um helst prentaðar. En enginn þeirra sem var við afgreiðslu vissi hver þessi gjöld væru né hve há. Ég er kaupandi á þjónustu bank- anna og hélt að ég greiddi með mismuni á innláns og útlánsvöxtum. Svo virðist ekki vera lengur. Ég vil ekki kaupa köttinn í sekknum, og hef greinilega rétt á að fá upplýsingar um verð á þjónustu. Ég vil vita hvort það borgar sig að nota aðeins sparisjóðsbók, leggja inn og taka út eða hvort ég eigi að leyfa mér að nota ávísanir. í stuttu máli, mig langar að fá verðskrá bankans senda heim. Eiríka A. Friðriksdóttir. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.