Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 52

Neytendablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 52
Kartöflur eru kælivara Það eru nokkrir hinna stærri kartöfluframleiðenda er stjórna því hvaða kartöflur eru á markaði hverju sinni og dœmi eru til að þeir hafi fengið gœðamati breytt að eigin geðþótta, segir Eðvald B. Malmquist, yfirmatsmaður garðávaxta. Kartöflur eru á borðum flestra nærri daglega og fátt ergir meira en að flysja hálf ónýtar kartöflur. Og því miður hafa ófá tækifæri fengist á undanförnum árum til að ergja sig einmitt út af þessu. En hvað veldur þessum rýru gæðum? Eðvald Malmquist hefur starfað sem yfirmatsmaður garð- ávaxta undanfarin 21 ár, en það embætti heyrir undir land- búnaðarráðherra. Eðvald veit því manna best hvar skórinn helst kreppir og tók því vingjarnlega að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Neytendablaðsins. En hver er þá ástæða þessara slöku gæða að mati hans? „Þetta er mjög eðlileg spurning af hálfu neytenda og því miður verður það að játast að valkostir á hinum almenna markaði hafa aldrei verið jafn þröngir og frá síðustu ára- mótum. Grænmetisverslun landbúnaðarins hafði svo til eingöngu til pökkunar í neyt- endaumbúðir frá áramótum og fram eftir sumri rauðar ís- lenskar kartöflur af stærðinni 33 mm og upp úr. Hins vegar fengust ekki gullauga, bintjé eða önnur afbrigði. Ástæða þessa er fyrst og fremst sú að á aðalræktunarsvæðinu, í lág- sveitum sunnanlands eru mest- megnis ræktaðar rauðar kart- öflur. Svo virðist einnig að stjórn Grænmetisverslunar landbúnaðarins og forstjóri hennar hafi ekki stjórnunar- vald á því að fá þær kartöflur sem markaðurinn vill hverju sinni. Það er einmitt tekið fram í reglum sem gefnar eru út af landbúnaðarráðuneytinu, að ætíð skuli betri vara ganga fyrir lélegri vöru á markaðn- um. En þetta atriði hefur því miður ekki reynst fram- kvæmanlegt í reynd svo ekki sé dýpra tekið í árina. Því er það svo að settar eru á mar- kaðinn kartöflur sem bændur þurfa að losna við, en hitt látið lönd og leið hvað neytendur óska að fá til neyslu. Nú er alk- unnugt að neysluvenjur hafa breyst ákaflega mikið hin síð- ari ár og þar með að sjálfsögðu eftirspurnin. Þess vegna þarf að gera miklu meira af því að- rækta ýmis fleiri afbrigði og það hefur sýnt sig að hin síðari ár hefur verið vaxandi eftir- spurn á t.d. hvítum afbrigðum. Rauðar íslenskar hafa hins vegar ekki verið eins vinsælar nú á síðustu árum og þær voru fyrir 15-20 árum síðan. Kröfur og óskir neytenda eru ætíð breytingum háð.“ Pökkunarstöð heima í héraði Nú hefur verið töluvert fjallað um það í fjölmiðlum að sú véltækni sem rutt hefur sér til rúms í landbúnaði og þá einnig hjá kartöfluframleið- endum, sé að stórum hluta að kenna minnkandi geymsluþol kartaflna. Er eitthvað hæft í þessu? ”Það er örugglega mikið hæft í þessu, en við skulum ekki metast um það hvar kart- öflurnar verða fyrir mesta hnjaskinu. En samkvæmt til- raunum erlendis frá og þeirri reynslu sem þar er komin, þá eigum við í hliðstæðum vanda hvað þetta snertir. Hérlendis er þó vandinn enn meiri þar sem um hálfþroskaða upp- skeru er yfirleitt að ræða, en í nágrannalöndunum hins vegar fullþroskuð uppskera. Þar með er hýðið sterkara en á á kart- öflum ræktuðum hérlendis og er mikill munur þar á. En ef við förum fljótt yfir sögu í sambandi við upptökuna og annað, þá er einnig stór munur á því hvort kartöflurnar séu ræktaðar í sandjarðvegi eða moldbornum jarðvegi. Það er miklu erfiðara að komast hjá hýðisskemmdum eða hýðisflögnun þegar um sandjarðveg er að ræða og verður þá geymsluþol og útlit, í lakara lagi á kartöflum rækt- uðum við slík skilyrði. Einnig má benda á að það er ekki bara æskilegt heldur einnig nauðsynlegt að uppskerustörf- in séu unnin í þurru veðri en ekki vætu eða rigningartíð. Þetta gildir ekki síst við um sandborin jarðveg, en í rign- ingartíð loðir harður sandur- inn við gljúpt hýðið og þrýstist inn í kartöfluna og er hýðið þar með búið að fá sitt fyrsta 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.